Ég er eðal

en ég fattaði það ekki fyrr en í gær. Hjá mér eins og öllum öðrum eru mánaðamót og þá þarf að greiða reikninga heimilisins. Þeir eru náttlega ýmiskonar, húsnæðislán,bílalán og skatturinn. Hakaði bara í allt og borgaði á föstudaginn. Svo fór ég að hugsa málið, innanum þarna var einn sem kemur bara tvisvar á ári. Hann er búinn að vera þarna ja...15 ár eða eitthvað. Man nú ekki árið sem lífhræðslan greip mig en þetta er jú líftrygging. Ég er sko eðalkona, líftryggð. Miðað við fréttir undanfarið þá er ekki auðvelt mál að vera með slíka tryggingu. Ef þú færð krabba þá gengur það ekki, jafnvel þó það sé bara frumubreytingar sem næst að koma í veg fyrir. Ef þú ákveður að HÆTTA að drekka og ferð í meðferð, þá færðu ekki tryggingu. Ef þú hinsvegar heldur áfram að drekka og talar ekki um það við tryggingasölumanninn (já og nærð að komast ófullur og laus við mikinn tremma og skjálfta) þá tryggja þeir þig.

Ég ætla ekki að segja tryggingunum að ég sé með líkþorn á litlu tánni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með að vera ein af þeim heppnu, enda ekki með óværusjúkdóm eins og lús, holdsveikieða alkahólisma

Til hamingju með að vera búin að borga rekingana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þú ert EÐAL.
Það er löngu vitað. finnst þér þetta ekki klikkað með tryggingarnar? Ég er ekki með svona líf. T. Mundi ekki fá hana í dag,  nú fyrir það fyrsta er ég orðin of gömul svo er ég öryrki og allur skrokkræfillinn ónýtur að ógleymdum fæðinga-hjartagalla sem þurfti nú endilega að gera vart við sig á efri árum.
Ég segi nú stundum við hann pápa minn: ,,Pabbi þú sparaðir í mig efnið, eða varst að flýta þér er þú meikaðir mig."
Fæ ekkert svar svo ég veit ekki hvort var.
meira hvað maður getur ruglað.
     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hehe... ég er líka eðal en það fyndna er að ég reyki og hef líftryggingu og er af mikilli krabbameinsætt...... en maðurinn minn fékk staðbundið æxli 1996 sem var fjarlægt og hefur ekkert látið af sér vita meira, hann reykir ekki og það er ekki saga um krabba í fjölskyldunni hans..... hann fær ekki líftryggingu 

Njóttu þín kona.

Kristín Snorradóttir, 5.11.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þú ert eðal það hljómar lika vel. Eins og aðalskona. Farðu vel með þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: kidda

Ég er líka svona eðal eða þannig.

Hins vegar ef ég væri að fá mér tryggingu í dag og segði satt og rétt frá, þá fengi ég ekki tryggingu af því að pabbi fór úr blöðruhálskrabba. Þó svo að það sé engin hætta á því að ég fengi þá tegund. Systir mín átti í miklum erfiðleikum að fá tryggingu út af blöðruhálskrabba.

Knús og klús

kidda, 5.11.2007 kl. 16:12

6 identicon

Góð. Þú ert sannarlega eðal.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband