Burtséð frá öllu

og öllum mögulegum afsökunum fyrir ástandinu þá er það fyrst og fremst mitt að laga. Ég var svo heppin að komast strax eða ég kalla það - að á Reykjalundi. Er innrituð þar á lungnadeildina og vissi svosem ekki vitund hvað ég var að fara út í. En eins og þeir vita sem þekkja þá er ég allt of þung. Ég má í raun missa 40 kíló án þess að teljast samt vera grönn beinlínis. Ég nenni svosem ekki að væla yfir þessu. Mikið af þessu (ekki allt) hefur læðst á mig eftir að Himmi minn dó. Það var ekki nokkuð leið fyrir mig að sjá sjálfa mig í nokkru ljósi. Ég bara fór í vinnuna og heim - ég gat ekkert meira. Andlega hliðin alveg í molum og allt í tómri þvælu innra með mér. Borðaði ekki neitt nema þá kvöldmat og allskonar snarl á kvöldin. Brennslan nánast dó en hún verður mæld á þriðjudaginn næsta. Það verður spennandi að sjá. Núna er ég í neysluhæfingu sem aðallega snýr að því að MUNA að borða. Það á ekki að vera mikið og minna eftir því sem líður á daginn :) Og sem allra minnst eftir kvöldmat sem á að vera snemma :)

Ég var að hugsa með að skella þessu svona fram, frammi fyrir alþjóð þá kannski veiti það mér aðhald og hver veit. Kannski er einhver þarna úti sem vill fylgjast með og nýtur góðs af. Nú meina ég ekki að ég kunni eitthvað fyrir mér - kann sko enn ekkert en ég set mig þá vonandi ekki á háan hest hahaha.

Og nú á morgun hefst vika 2 :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki spennandi pakki en samt ef maður tekur þessu eins og skólabókardæmi gengur það betur. Allavega hjá mér knúslaughing

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2015 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband