Alveg galin

sú hugmyndafræði að fólk geti stokkið úr flokkum en samt haldið áfram á þingi.  Mér er hjartanlega sammála hver þingmaðurinn er, vilji hann ekki vera á þingi þá á hann að hætta og það á að setja inn varamann.

Maður smalar ekki köttum. Ég á þrjá. Maður kallar einfaldlega í þá.

Ég hef verið að skríða á fætur eftir hrunið mikla í janúar. Það er meira vesenið á mér alltaf. Svona mikið áfall virðist einfaldlega hafa óskaplega vond, langvarandi áhrif. Ég hef nú loksins séð - með óyggjandi hætti - að þetta batnar ekki. Á sálinni er stórt ör, það er þar til að vera.

Ég er samt skárri nú, mér finnst ég skána með birtu vorsins sem er á næsta leiti. Að vísu eru átján bræður öskudags ekki allir komnir. Bíddu ? afhverju eru þeir átján en jólasveinarnir bara þrettán ? er ekki hægt að hafa endaskipti á þessum bræðrum ?

Nei ég bara spurði :Þ

Vitið þið hvar maður fær góðar upplýsingar - alveg aulaheldar- fyrir kartöfluræktun í svona voða smáum stíl ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín sömuleiðis hér  Það er ýmislegt hægt að gera í kartöfluræktun í smáum stíl, það er hægt að rækta kartöflur í kössum úti á svölum, með því að hafa þær í lögum. Svo ef maður á lóð, þá er hægt að gera smáskika drepa grasið og plægja upp, fá sér hrossatað eða annan áburð lífrænan samt ekki nauðsynlegur, og fá sér svo útsæði, láta það spíra og setja svo niður um leið og frost er farið úr jörð.  Ef þú ert með kassa á svölunum geturðu bara látið matarkartöflur spíra en ef þú ert með skika á lóðinni, þá er betra að kaupa útsæði, því matarkartöflur geta sýkt jarðveginn.  Svo er hægt að gefa áburð svo sem eins og blákorn eða græðir1, gott að setja acryldúk yfir til að byrja með, Ef einhverjar spurningar vakna skaltu bara spyrja, þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 22:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2011 kl. 12:57

3 identicon

Já áföllin yfirgefa mann ekkert þó tíminn líði, veit það sjálf, missti fjórum sinnum fóstur þar af þrisvar á sama árinu það er síðasta ári og hrin reglulega niðurfyrir kjallara eins og ég kalla það. ligg þar smá stund en ríf svo í hnakkadrambið á mér og kem mér á fætur á nýjan leik.

Maður jafnar sig nefnilega aldrei á svona sárri reynslu heldur lærir maður að lifa með henni. Suma daga er það erfiðara en aðra og sér í lagi þegar mykrur vofir yfir daga og nætur.

Farðu vel með þig mín kæra og fyrirgefðu nafnleysið það er kjarkleysið sem þar talar.

Ókunn (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 13:57

4 Smámynd: Kidda

Ef þig vantar garðskika til að rækta kartöflur þá geturðu fengið að rækta hjá mér. Það er stærðarinnar matjurtagarður í garðinum hjá mér og ég hef ekki í hyggju að rækta þar neitt. Held að kartöflur séu eitt það auðveldasta sem hægt er að rækta.

Hugsa að útsæðið sé komið td í Garðheima eða við það að koma. 

Knús og klús

Kidda, 22.3.2011 kl. 14:09

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:22

6 Smámynd: Ragnheiður

takk Ásthildur mín <3

Kæra ókunn, nafnleysið truflar mig ekki. Megi Guð vera með þér. Og stórt knús í leiðinni.

Kidda mín ,ég hef ágæta lóð. Bara spurning með að læra réttu handbrögðin haha...kann þetta sko ekkert. Ætlaði bara að setja í nokkra kassa í þetta sinn :)

takk elskurnar mínar

Ragnheiður , 22.3.2011 kl. 21:54

7 Smámynd: Sigrún Óskars

ég er svo sammála þér varðandi þingmenn - skrítnast finnst mér að þeir geta skipt um flokk og setið áfram á þingi. Ef alþingiskosningar væru þannig að maður kysi menn en ekki flokka þá væri þetta skiljanlegt.

18. bróðirinn kemur á föstudag og eftir það fara hitatölur hækkandi - meiri birta og meiri hiti - vorið er sem sagt handan við hornið (kannski handan við Garðshorn )

knús til þín og kærleikskveðja

Sigrún Óskars, 22.3.2011 kl. 23:47

8 Smámynd: Ragnheiður

Vorið kemur alltaf fyrst í Garðshorn :) og þó að Grámann hafi ekki verið heima núna lengi (grái Benzinn).

Knús til baka :)

Ragnheiður , 23.3.2011 kl. 01:02

9 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Eitthvað að skilaboðunum mínum á mínu "innra" neti svo ég svara þér hérna en svarið er "já því miður þess vegna hef ég þetta svona í staðin fyrir lokað".

Knús

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 23.3.2011 kl. 09:10

10 identicon

Örið er stórt og komið til að vera við þraukum einn dag í einu með þessum sára missi.Sumir dagar betri sem betur fer en sársaukinn og söknuðurinn er fluttur inn.Hlakka til að hitta þig í sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:15

11 Smámynd: Ragnheiður

Knús Áslaug mín <3<3<3

Oooo Birna já..ég hlakka til að sjá þig í sumar

Ragnheiður , 24.3.2011 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband