Varstu þar ?

Nú gengur um netið listi til stuðnings manni sem dæmdur er fyrir alvarleg brot. Fólk skrifar sig á þennan lista. Ég hef séð listann og sá ekki að ég kannaðist við neinn þar nema eina svona lauslega.

Unga stúlku.

Rambi nú einhver hér inn sem kann skil á þessu þá þætti mér vænt um að fá svar við þessu ;

Varstu þar ?

Öllu hugsandi fólki má vera ljóst af reynslu að sönnunarbyrði í þessum málum er verulega þung. Það eru ekki vitni að kynferðisbroti. Það að bæði dómstig sakfelli segir okkur talsvert.

Ég er búin að lesa dóminn.

En ég var ekki þar frekar en þeir sem skrifa sig á listann. Ég treysti hinsvegar dómstólum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Kidda

Ef við getum ekki treyst dómstólum og það báðum stigum þá er orðið erfitt að lifa í heimi hér.

Kidda, 8.3.2011 kl. 21:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorglegt að fólk skuli setja svona lista af stað.  Veit samt um eitt mál þar sem var framið réttarmorð á einstaklingi.  En það er allt önnur saga.  En það kenndi mér að sannleikurinn er ekki alltaf augljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 23:42

4 identicon

Sönnunarbyrðin er svo mikil að það er nánast ómögulegt fyrir fórnalamb kynferðisbrots að sanna sitt mál.En þegar dómur fellur fórnarlambinu í vil er sönnunin ótvíræð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 18:06

5 Smámynd: móðir

Ég var allavega ekki þar:)

móðir, 12.3.2011 kl. 21:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ekki ég og skrifa því ekki undur neitt

Ásdís Sigurðardóttir, 15.3.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband