talandi um

fráveitugjöld.

Við fengum eins og aðrir eitthvað rukkunarbréf frá Orkuveitunni strax í byrjun janúar. Við lögðum það bara til hliðar í bréfabunkann enda vissum við alveg hvað málið var.

Við fengum svo fyrstu afborgun af fasteignagjöldum, mér fannst þau nú standa í stað þrátt fyrir að fráveitugjaldið væri innheimt öðruvísi að þessu sinni.

En svo kom bréf frá sveitarfélaginu. Þá ákváðu þeir vegna þess að Orkuveitan hefði sagt einhliða upp samningum þá ætluðu þeir að innheimta LÍKA fráveitugjaldið !

Ma ma ma ma maður er bara margrukkaður um það sama !!

Spurning um að fara að skíta í fötu og bjóða upp gumsið !

"hér er ró og hér er friður ....NOT"


mbl.is Fá afslátt á fráveitugjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo sláandi að fylgjast með fréttum frá Íslandi.Er svo fegin að vera flutt í burtu.Og hafa ekki þurft að flýja,heldur hafði ég val.

Klem á þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Kidda

Hef ekki skoðað hvernig þetta er í Kópavoginum en geri það þegar ég hef tíma. Erum við bara ekki orðin svo vön því að borga hvað sem fyrir okkur er lagt að við skoðum ekki einu sinni seðlana. Er hrædd um að ég sé orðin þannig.

Kidda, 18.2.2011 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband