Sungið með eigin nefi

var þemað hjá mér í kvöldmessunni í Laugarneskirkju. Afskaplega notalegt og gott andrúmsloft í kirkjunni minni þetta kvöldið. Prédikunin afar góð og hugleiðingar mínar með ágætum. Það hefur plagað mig undanfarið umræðan um kirkjuna og þau mál öll. Í kvöld ákvað ég að láta þetta sem vind um eyrun þjóta og velja fyrir mig sjálfa. Hinir velja bara fyrir sig.

Áður en messan hófst þá rölti ég um framan við kirkjuna, í sporum bernsku minnar. Þarna spiluðum við fótbolta - krakkarnir. Í dag eru þarna tré, stígar og ég tók tal við gamlan bekk.

Ósköp ertu ræfilslegur orðinn greyið sagði ég við hann. Svo rann upp fyrir mér ljós. Ef hann var gamall og snjáður, hvað er ég þá ? ég veit að þessi bekkur var ekki þarna þegar ég var krakki í hverfinu. Ég brosti við gamla bekknum og gekk inn í kirkjuna, þess albúin að njóta helgi hennar.

Byrðarnar mínar skildi ég eftir við altarið, við altarisgönguna.

Syndirnar mínar mínar voru settar á registur til seinni nota, líklega við hliðið milli heimanna. Ég brosti ofan í sálmabókina og minnti Guð á að ég væri afar breyst manneskja og hann yrði vísast að vera til í nýtt útstrik eftir vikuna, mér gengi seint að vera almennileg. Annaðhvort hugsaði ég - gerði eða segði einhverja rækallans vitleysu. Mér fannst himnafaðirinn brosa við mér og segja mér að hann þekkti mig og vissi við hverju væri að búast.

Ég er sátt og fer sátt í draumalandið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og ég er alltaf sátt við þig

Anna Einarsdóttir, 22.8.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Kidda

Yndisleg færsla mín kæra

Knús og klús 

Kidda, 23.8.2010 kl. 10:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Ragnheiður mín.  Það er alveg rétt hjá þér, hver verður að finna sinn stað í lífinu, og við eigum bara að fá að gera það í friði fyrir einhverjum besservissurum.  Eigum rétt á að njóta þeirra ákvarðana sem við tökum.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband