dagarnir þyngjast óneitanlega aðeins

enda ekki nema von. Dánardagur hans færist óðfluga nær og ég reyni að horfa hvergi á mánuðinn sem nú er upprunninn. Samt hefur sumarið verið gott, ég hef þó virkað þetta sumarið en ekki hin áður. Þau sumur sat ég í hreinni angist yfir hvaða dagur kæmi bráðum.

Við höfum verið í því að undirbúa fyrir veturinn. Verið að lækka greiðslubyrðina og svoleiðis ef ske kynni að þessi vetur yrði verri en sá fyrri. Það þarf þó ekkert að vera...það er í raun ekkert sem bendir beinlínis til þess.

Mér gengur alltaf betur og betur að sneiða hjá hrunfréttum og bloggum. Held að nú passi að rífa sig upp og reyna að staulast fram í ljósið. Sífellt svartagallsraus kemur engum vel..ja og þó, hrunbloggarar hafa það kannski bara sultufínt ?

Um daginn bilaði uppþvottavélin- við settum hana út í skúr meðan málið var hugsað. Héldum að það væri farinn heilinn og þá hefði hún verið ónýt. Hey nei fartölvan bilaði fyrst- hún er enn í viðgerð. Á eftir uppþvottavélinni bilaði þurrkarinn, hann fór í viðgerð á AEG verkstæðinu í Lágmúla, tók 2 daga og lítið að borga. Þá ákvað ég að láta kíkja á uppþvottavélina og strákarnir rúlluðu með hana í EGILL hér í Garðabæ og það tók líka 2 daga og frekar lítill reikningur. Flott þjónusta. Svo bilaði líka græni Benz og strax á eftir grái Bens og hann er enn á verkstæði skömmin á honum. Skrýtið þegar allt bilar í einu !?

Ég ætla ekkert að lofa neinum bloggum í lange baner, ég er mikið að vinna og hef takmarkaðan tíma og enga tölvu í vinnunni.

Ef einhver rekst hér inn sem hefur vit á smá tölvum sem henta í bíla þá væri ágætt að vita hvað er best í svoleiðis tækjum. Þá gæti ég vafrað á netinu meðan ég bíð í stæðunum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 5.8.2010 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er ekki best að nota bara fartölvuna sína og pung, hvar sem er.  Ég nota pung í vinnunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.8.2010 kl. 01:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ yndið mitt, ég hugsa alltaf stíft til þín þenna mánuðinn og minnist þess 19.  Ég hef verið eitthvað utan við mig síðustu daga svo eins og ég sé að biða einhvers slæms, í gær var ég algerlega utan við mig og fælin, gat ekki hitt fólk, fattaði svo um kvöldmatarleytið að það var 4.ágúst, dagurinn þegar Óskar yngri slasaðist lífshættulega í bílslysi í Borgarfirði og nú voru liðin 10 ár, það er eins og það sé skemmd í árhringjunum á manni þar sem vondir hlutir gerast og líkaminn spennir sig ósjálfrátt upp, í dag líður mér betur. Ég skil þig elsku vinkona og hugsa til þín alla daga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2010 kl. 12:47

4 Smámynd: Kidda

Dagurinn sem framundan er búinn að vera ofarlega í huga mér undanfarið. Við verðum allar með þér þá í huganum.

Knús og klús

Kidda, 5.8.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín ragga mín ég mun hugsa til þín

Guðrún unnur þórsdóttir, 11.8.2010 kl. 15:47

6 identicon

Veistu að minn vondi dagur var "bestur"þetta árið.Mun betri en í fyrra og sá í fyrra betri en sá sem var þar á undan.Með þessu get ég huggað þig kæra Ragga.

Þannig er bataferlið.Það skánar en söknuðurinn eftir barninu sínu er alltaf þarna við lærum bara að lifa með þessum mikla missi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:34

7 Smámynd: Marta smarta

Elsku Ragga mín.  Ég hugsa til þín dag hvern og veit hvernig þér líður.  Sendi þér allar mínar bestu hugsanir og styrk. <3 <3

Marta smarta, 17.8.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband