Fljót að setja (og blogg um skoðanir prestanna)
18.6.2010 | 19:29
þennan vef í uppáhalds. Það verður merkilegt að fylgjast með uppbyggingunni á Þorvaldseyri. Ég hef fulla trú á bændum þar. Það er líka gaman að lesa sögu jarðarinnar á vefnum þeirra. Svo má skilja eftir kveðju til þeirra í gestabókinni og skoða og kaupa margar myndir.
Íslendinga vantaði fólk til að líta upp til - fólkið á Þorvaldseyri eru frábærir einstaklingar í það.
Við skulum öll hjálpast að við að líta upp úr erfiðleikum okkar, já og þetta segi ég þrátt fyrir að hafa ekki náð að borga það sem mér bar sl mánuð. Það leysist eða það leysist ekki. Það kemur í ljós.
Ég veit hins vegar að bölmóður lagar ekkert - ég hef persónulega staðið í verstu sporunum. Mér tókst að lifa það af -einhvernveginn. Þetta er minna mál. En um leið og mesta sortanum létti þá fór það að ganga betur.
Ég á svo margt að þakka fyrir og geri þakkir þegar ég fer til messu. Komist ég ekki þá reyni ég að hlusta á sunnudögum og mér er alveg sama hvaða prestur prédikar. En hvernig fer nú ? Nú virðast prestar ætla að skipast í tvo hópa, þeir sem munu gefa saman pör af sama kyni og þeir sem ætla ekki að gera það. Það vill til að mínir uppáhaldsprestar , Bjarni og Jóna Hrönn , eru af tegund þeirra umburðarlyndu. Það hugnast mér vel.
Njótið kvöldsins - það geri ég.
Þorvaldseyri á vefinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sömuleiðis mín kæra njótt kvöldsins, hér eru hjón nýböðuð og búin að borða góðan mat, ljúft kvöld framundan. Kveðja til Steinars
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2010 kl. 19:47
Við höfum staðið í verstu sporunum.Þeim sem enginn ætti að þurfa að vera í .Fjármál og önnur vandamál verða svo smá við hliðina á því að horfa á barnið sitt á líkbörunum.Ég er alls ekki að gera lítið úr vandamálum fólks,en flest eru leysanleg á einhvern hátt.Gott var að geta kvatt þig kæra Ragga.Klem og knus.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.