Veðurhræðsla
20.1.2010 | 17:02
á til að grípa mig, nú bý ég á strönd og akkurat núna er þungur þytur í hafinu, þung aldan. Áðan gekk þrumuvedur yfir Grindavík. Spáð er roki.
Ég er ekki í stuði fyrir svona veðurfar, er upptekin af spennufalli og er enn í náttkjólnum. Engu breytir þó að um nýjan náttkjól sé að ræða. Athyglisbresturinn allsráðandi og minnið í náttborðsskúffunni. Ég á að vera að prjóna telpupeysu en það gengur hægt þar sem ég hef snúið baki í prjónana í morgun. Núna heillengi hefði ég þurft að skreppa afsíðis en hef ekki fundið orkuna til að standa upp. Keli horfir á mig, hann þarf líka út. Hann þraukar með að sofa.
Næst er að finna til mat fyrir kallana mína.
Það góða við minnisleysið er þó að ég mun ekki muna eftir þessum bömmer sem hefur hrjáð mig í dag !
Í dag hef ég helst glatt mig við að lesa blogg sem er skrifað á svo fallegri íslensku að ég er með viðvarandi gleði-gæsahúð. Mér leiðist þegar fólk kemur ekki .....nei ég ætla ekki að skrifa um það.
Athugasemdir
Sá eldinguna, þetta var engin smá þruma sem fylgdi með. Sá aðra bara rétt í þessu, þruman var minni en nær fannst mér. Er svo spáð roki í þokkabót, er það annars algengt að það séu þrumuveur í janúar?
Já það er mjög oft gott að þjást af minnisleysi
Knús og klús
Kidda, 20.1.2010 kl. 17:58
Það spáir víst slæmu á morgun. Vertu bara í náttkjólnum áfram ef þú mögulega getur og dekstraðu sjálfa þig dálítið.
Anna Einarsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:11
Ahh komin í föt, loksins..
svo þarf ég víst að vinna á morgun en hef ákveðið aðgera ekkert nema skjálfa á beinunum undan veðri í dag.
Takk elskurnar....
Ragnheiður , 20.1.2010 kl. 18:24
Hæ dúllan mín. Ég varð vör við þetta veður síðustu nótt, átti erfitt með að sofna fyrir skrítnum verkjum og pirringi, ekki góð í dag heldur, en þetta gengur yfir eins og veðrið, kærleiksknús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 18:28
Já Harpa er snilldarpenni, en hér er spáð stóra sunnan með mikilli rigningu á morgun, vildi gjarna geta lagst undir sæng en það er ekki í boði hér þarf að rétta af gólf í hrútakofa þeirra bræðra undir steypu og knúsa kall! En allar rigningar stytta upp í regnboganum -!Guð lofaði!
Kveðja í kotið...
Fríða T (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:18
Takk Ásdís mín
Fríða nú þarft þú að skýra fyrir mér, hvernig vissir þú að ég var að lesa hjá Hörpu ?
Ég er búin að lesa þessa færslu margsinnis og sé mig ekki minnast á hana en þar var ég að lesa...er eitthvað yfirnáttúrulegt í gangi ?
Kær kveðja kæra vinkona
Ragnheiður , 20.1.2010 kl. 20:03
Þú ert ekki sú eina sem lest Hörpu! Annars er hún skólasystir mín auk þess að vera náskyld Benna stjúpa.
Fríða T (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:58
Vonandi áttu betri dag í dag elsku Ragnheidur....Taktu tér samt tíma elskuleg og svo er bara ad treysta á sjálfann sig ,gud og samferdarmenn.
Stórt knús frá mér
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2010 kl. 13:18
Ragnheiður mín, dragðu tjöldin fyrir gluggan, settur eitthvað fallegt á fónin, kveiktu á kerti og njóttu þess að vera inni með kettina og fallegar minningar, knús á þig elskleg mín, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera lífið kósí bara ef maður vill sjálfur og gerir réttu hlutina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2010 kl. 16:53
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:29
Hver er Harpa?
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2010 kl. 23:05
Takk fyrir ykkar endalausa hlýhug...
Fríða þú drepur mig einn daginn, þú þarna atvinnunjósnari...
Harpa er kennari sem bloggar. Mér finnst ómetanlegt að lesa hennar blogg en hef ekki gert það lengi núna.
Ragnheiður , 22.1.2010 kl. 15:11
Hæ hæ
Ég ætlaði að senda þér skilaboð (svar) en sama hvað ég reyndi, það fór bara ekki frá mér. Svarið er já, ekki málið. Geri allt fyrir þig. Segðu mér bara hvað ég á að gera.
Anna Einarsdóttir, 24.1.2010 kl. 19:20
'Eg stefni nú á heimsókn á árinu svo láttu þér ekki bregða! Hitt flokka ég bara undir tilviljun!
Fríða T (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 19:47
Takk elsku Anna
Sko Fríða æfinlega velkomin mín kæra vinkona, alltaf gaman að sjá þig
Ragnheiður , 25.1.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.