í dag er föstudagur
15.1.2010 | 12:54
Á morgun kemur laugardagur, svo sunnudagur og þar á eftir mánudagur. Þessi færsla er ,þó ótrúlegt virðist, ekki skrifuð til að hressa upp á kunnáttu ykkar í röð vikudaganna. Dagurinn á eftir þessum sem ég nefndi er þriðjudagurinn 19 janúar. Þann dag mun minn strákur labba löglegur út af Vernd og koma heim til mömmu sinnar. Hann hefur þegar hafið nýjan kafla í sínu lífi. Hann fer í ræktina og á fundi. Hann hefur líka glatt alla sem að honum koma og sýnt kerfinu að stundum má gefa séns, sumir nýta sér það alveg. Kerfið sveigðist og beygðist fyrir hann og þeir eiga heiður skilinn, þeir sem að hans málum komu. Hann hefur starfað í Laugarneskirkju á meðan hann hefur verið þarna og það hefur einfaldlega gert ótrúlega hluti fyrir hann. Hann langar að halda áfram að starfa þar meðan hann hefur ekki launaða vinnu.
Það er hrein skelfing að horfa á fréttamyndir frá Haiti. Í næstu færslu fyrir neðan kemur fram söfnunarsími og í athugasemdum kemur að síminn mun gefa 79 krónurnar áfram til RKÍ. Það er gott. En ég hvet þá sem ekki hafa hringt að hringja í 904 1500. Það munar um allt. Ég fylltist einhverju þjóðernisstolti í morgun þegar ég skoðaði forsíðumynd moggans. Þar eru okkar menn að bjarga fólki.
Ég man ekki hvort ég ætlaði að skrifa eitthvað meira...held ekki. Er svo upptekin við að telja dagana að ég er alveg beside my self....
Þetta er best í heimi- hafa alla í lagi...jeyj...
Athugasemdir
ROSALEGA er ég ánægð fyrir þína hönd og hans. Ég gæti knúsað hann - en þú gerir það bara frá mér
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 13:54
Algerlega sammála Hrönn....... rosalega ánægð. Knúsaðu hann frá tveimur kerlingum.
Anna Einarsdóttir, 15.1.2010 kl. 14:02
Mikið er á alsæl fyrir ykkar hönd, núna byrjar góður kafli í lífi ykkar beggja.
Mátt alveg bæta einu knúsi á hann frá einhverri kellu út í bæ.
Það var ánægjulegt að frétta að það náðist að bjarga 3 í gær. Skelfileg tilhugsun að íbúarnir finna fólk en geta ekkert gert af því að það vantar tæki og tól.
Knús og klús
Kidda, 15.1.2010 kl. 14:15
Gleðifréttir og megi Guð og Gæfan fylgja ykkur áfram, já bættu einu knúsi á hann frá kellunni mér hann á það skilið. Kærleikur og ljós til ykkar allra. Kv Guðný.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 14:32
Greyið Patti....... knúsaður af tómum kjéddlingum vona að hann yngi upp knúsin sín
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 18:42
Já, eigum við kannski að draga knúsin til baka ? Hans vegna.
Kerling spyr sig !
Anna Einarsdóttir, 15.1.2010 kl. 19:18
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2010 kl. 19:40
Hahaha þið eruð æði eins og alltaf...nei ég þekki hann það vel, hann vill alveg öll þessi knús :)
Ragnheiður , 15.1.2010 kl. 20:30
Þetta er yndislegt, til lukku með gaurinn. Á gamlársdag losnaði maður mér nákominn af Vernd, þeir hafa kannski verið þar samtímis. Gott að hafa svona stökkpall út í lífið eftir innilokunina.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.1.2010 kl. 23:26
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2010 kl. 23:29
Frábær strákur sem á enn frábærri mömmuTil hamingju með þennan áfanga.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:51
Ég fékk gæsahúð af gleði þegar ég las um strákinn þinn elsku Ragga mín. Ég þekki góða fólkið í Laugarneskirkju og þeirra hjartalag svo ég er ekki hissa á að hann vilji starfa þar. Gangi honum og þér allt í haginn og auðvitað restinni af fjölskyldunni, köttum og hundum o.s.frv.
Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2010 kl. 08:47
Birna áreiðanlega hafa þeir verið samtíða þar
Jóna knús til baka
Takk Birna Dís, þú ert yndi
Jóhanna já þetta er frábært fólk :) algerlega frábært fólk
Ragnheiður , 16.1.2010 kl. 18:31
ég er glöð fyrir ykkar hönd og skil vel að þú skulir telja daganna.
knús
Sigrún Óskars, 17.1.2010 kl. 11:10
Yndislegar fréttir Ragnheiður mín. Mikið er ég glöð fyrir þína hönd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 15:17
Ekki á morgunn, heldur hinn
Knús og klús
Kidda, 17.1.2010 kl. 18:44
Frábærar fréttir. Þú mátt bæta á hann einu kerlingaknúsi frá mér. Frábært þegar tekst svona vel upp.
Helga Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 19:00
Á morgunn.........................
knús og klús
Kidda, 18.1.2010 kl. 11:15
Takk þið frábæru konur, ég sagði honum frá öllum knúsunum hér og hann var himinlifandi. Hann er ánægður með lífið og tilveruna og hefur alveg rétt til þess að bera höfuðið hátt. Hann er eins og Himmi heitinn, meinlaus fólki og hefur aldrei gerst sekur um að meiða neinn. Það skiptir hann máli og það skiptir mig máli.
Ragnheiður , 18.1.2010 kl. 14:09
Þú ert Móðir Ragga mín og sem slík í fremstu röð og öðrum til eftirbreytni,ég trúi að þín von um betri tíð og bjartari,börnum þínum til handa muni rætast,vertu djörf og traust og ást þín og hlýja mun sigra,til hamingju með drenginn þinn,vonandi gengur þetta núna.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 19.1.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.