Færsluflokkur: Bloggar
Skjótt skipast veður í lofti á þessu heimili
20.2.2008 | 17:44
Eins og ég var niðurdregin í gær þá er ég ferlega kát í dag. Ég myndi hafa áhyggjur af sjálfri mér ef ég vissi ekki nákvæmlega í hverju þetta liggur.
Málið er að ég hef ekki heyrt í músunum mínum tveimur í allt of langan tíma og þau hafa ekki hringt í mig til baka þegar ég hef verið að reyna að hringja. Músmundur minn hringdi áðan og það lá við að ég argaði á hann, af einskærri gleði. Hann er búinn að þramma um allt hverfið sitt að leita að vinnu og vonandi ber það árangur hjá honum kallanganum. Hann var í flottum gír og allt í besta lagi.
Það sem maður getur orðið hjartanlega glaður innan í sér þegar allt er eins og það á að vera.
Hérna vappa um 2 blautar grænsápur, sumir voru baðaðir og eru núna með krullur á rassinum og svakalega flottir. Þeir fengu líka ný leikföng. Þeim finnst þetta undarlegasta mál í heimi þegar við böðum þá. Nú er garðurinn búinn að vera nokkuð blautur og þeir verða skítugir greyin. Þeir eru nokkuð góðir að láta baða sig en Keli verður sjáanlega skíthræddur við þetta allt saman. Svo hlaupa þeir eins og asnar um allt hús til að reyna að ná yl í kroppinn. Þeir móðgast samt ekkert við okkur, það er nokkuð skondið.
Hvað ætlaði ég nú að segja meira...........hm.
Jú ég held að ég sé aðeins að hressast aftur, djö sem ég er orðin leið á þessu fargins heilsuleysi alltaf...
2000 stykkja púslið kláraðist í gær og Steinar fór upp í skáp og sótti næsta. Það kom á óvart. Hann kom með 1000 stykkja mynd af mótorhjóli ! Þetta vakti nokkra furðu hjá mér og ég hugsaði málið nokkuð lengi. Svo rifjaðist upp fyrir mér að líklega kemur þetta púsl frá Himma, hann skildi það eftir einhverntímann handa mér.
Ég er takmörkuð merkjavörukelling en hef frekar ákveðnar skoðanir á því hvaða púsluspil eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Það eru þessi frá Ravensburger. Þau eru svo flott, rétt skorin og þykk.
Ég sakna minnar kæru vinkonu, Jennýar. Samt er ég svo stolt af þessari mögnuðu konu, það er sko ekkert hálfkák á ferðinni hjá henni.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
maðurinn minn
20.2.2008 | 16:25
er að breytast í tölvugúrú. Hann var að bögglast með eitthvað í stóru tölvunni og fann ekkert. Þá hafði hann hlustað á Björn Ófeigsson í morgunútvarpinu og hann langaði að sjá síðuna hans. Við gamla settið hjálpuðumst við að finna þetta og mér fannst síðan svo merkileg að ég setti hana í hlekk hérna til hliðar. Hjartasjúkdómar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál og oft þögull óvinur. Öll hljótum við að þekkja einhvern sem þjáðst hefur af þessum veikindum og þarna er ótrúlega margt sem fróðlegt er.
Hlekkjasíðan sem ég er með þarna til hliðar er fyrir þá vefi sem mér finnast athyglisverðir og líka ætla ég að setja þarna inn slóðir hjá þeim fyrirtækjum sem mér finnst ég fá góða þjónustu hjá. Hér snýst allt um jákvæðni. Fyrirtæki sem ég er ekki sátt við verða bara ekki nefnd á nafn hahaha....
Endilega kíkiði á hjartavefinn hjá Birni.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bilun yfirstaðin
20.2.2008 | 15:33
en það er vegna þess að hundrassgatið var svo nett í þessu að hægt var að smella takkanum á, einfalt mál fyrir indælan strák hjá digital task eða hvað það heitir á horninu á grensásvegi. Það hefði verið heldur verra ef takkinn hefði brotnað, þá hefði ég þurft að kaupa nýtt borð á tölvuna. Kelmundur heppinn.
Fór svo og keypti hundamat og hundadót, smávegis kvöldmat...loksins komin heim aftur úr þessu slagveðri og roki. Hvurslags veðurlag....
Skrifa eitthvað ef mér dettur eitthvað í hug
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kannski smápása nema
20.2.2008 | 13:09
ég nenni að blogga í stóru tölvunni eða komist yfirleitt að henni fyrir Birninum í WOW. Ég þarf að skjótast með "lappann" (ekki hundinn) í viðgerð. Kelmundur knúsibolla ákvað að stytta sér leið yfir hana og mig í gær, ég græddi kúlu á handlegginn en tölvan tapaði j takkanum og er með hálfbilað u.
Keli veit ekkert afhverju hann fær baneitruð augnaráð þennan morguninn, hann er alveg hissa á þessu.
Í gær ákvað maður að hætta sem verið hafði 49 ár á valdastóli. Hann segir sjálfur að hann sé búinn að lifa af 10 bandaríkjaforseta sem allir hafi með einum eða öðrum hætti reynt að drepa hann. Kalltuskan hann Fidel. Þetta leiðir auðvitað hugann að því hversu langt bna seilist í að ráða yfir öðrum þjóðum, þramma bara inn í önnur lönd og reyna að stúta viðkomandi forsetum.....
Verð að hætta hér, tölva með hrekki
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að lokinni árshátíð
18.2.2008 | 09:43
Árshátíðin var í gærkvöldi og var ágætlega heppnuð.
Það var heilmikið fjör.
Við fórum nú snemma heim, gamla settið, vorum komin heim klukkan 23.30
Kærar þakkir fyrir öll fallegu Himmaljósin, ég skrifa kannski meira síðar í dag. Ég er allt of nývöknuð núna til að geta hugsað !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gáta og góða nótt og viðbót
16.2.2008 | 00:53
Sko þið sem lesið hérna vitið að ég er púslukelling..............
við að púsla nota ég auðvitað augun, hendurnar og eyrun..........
spurningin er ; til hvers nota ég eyrun ?
Góða nótt

Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Æj smá hlutir geta sett mann úr sambandi
15.2.2008 | 22:48
Steinar ætlaði að gera við engilinn hans Himma í kvöld. En vængirnir duttu í 2 stykki og okkur sýnist að engillinn hans sé ónýtur. Líklega er um frostskemmdir að ræða en ekki skemmdarverk. Hálf undarlegt að selja svona vöru sem þolir svo ekki að standa úti....æj þetta sló mig svolítið.
Ég þarf að finna nýjan engil fyrir englastrákinn minn. Vitið þið nokkuð um búðir sem selja svoleiðis ?
Og þá engla sem þola frost og kulda...
Uppáhaldsfrændi minn kom keyrandi sjálfur til mín áðan og ég bakaði pönnsur til hátíðabrigða. Hann Haukur minn er kominn með æfingaakstursleyfi. Hann ljómaði svo að það birti yfir öllu á Álftanesinu.
Hér á blogginu hef ég kynnst afar mörgum góðum einstaklingum en sú sem á alla aðdáun mína í dag er Ásdís. Hún hringdi inn í Bylgjuna til að leiðrétta skelfilega fyrirsögn Vikunnar sem hafði tekið viðtal við hana Birnu okkar (www.skralli.blog.is) Fyrirsögnin særði svo illa en Ásdís elskuleg með hjartað á réttum stað nú sem æfinlega kom á framfæri leiðréttingu í þeim þætti sem mest að hlustað á.
Ásdís hefur reynst mér afar vel, hún kom hingað til mín stuttu eftir andlát Himma og færði mér kerti. Ásdís mín, mér þykir ótrúlega vænt um þig
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
á skjálftavaktinni
15.2.2008 | 14:09
hér er trukkur að vesenast fram og til baka í götunni og voffar eru ekki sáttir við það. Öll ný hljóð í götunni valda háværum mótmælum á mínu heimili. Ég myndi ekki vilja vera sá morri sem kæmi í mína götu í vafasömum tilgangi.
Svo passa þeir af alefli bæði bakhúsin hjá mér, svo duglega stundum að íbúarnir sjálfir mega ekki hreyfa sig.
Það verður frumsýning á eftir, á hárinu. Nei ekki söngleiknum illarnir ykkar...hárinu á mér í vinnunni. Nú er að sjá hvort einhver kvartar yfir því að rótin er horfin,krullurnar og allt í einum lit, engar gráar strípur efst. Maður veit aldrei með kallana sem ég vinn með, undarlegir stundum hehehe
Nú er búið að dæma í Pólstjörnumálinu og fengu þeir þunga dóma. Ég myndi vilja sjá dómara nýta betur refsiheimildir í árásarmálum, nauðgunum og slíkum málum. Við getum ekki alltaf sagt svei þér við menn sem ganga um berjandi mann og annan.
Eins og ég sagði við mína krakka ; slæm hegðun hefur vondar afleiðingar.
Svo erum við með flóttamann á Íslandi, það er nýtt. Manni finnst það nú hálfgert æði að ætla að stinga -og allir þekkja mann í sjón.
Nú man ég ekki meira í bili.....
Með voff! kveðju.....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vil ekki tengja í
14.2.2008 | 23:15
fréttina en það er ný frétt á forsíðu mbl núna. Skotárás í skóla í bandaríkjunum og margir látnir, ekki alveg komið á hreint hversu margir.
Ég er að horfa á FBI files á discovery channel og þeir eru að fjalla um kolóðan fjöldamorðingja. Hann sallar fólk niður eins og hann sé að fá sér brauðsneið.
Hafið þið hugmynd um hvað er að gerast í hausnum á fólki sem myrðir aðrar manneskjur ?
Gætuð þið staðið yfir einhverjum og bara skotið hann í hausinn ?
Farið svo bara og fengið ykkur snúð?
Botna ekki í þessu....
en ég býð góða nótt og ef ykkur dreymir eintóma fjöldamorðingja þá ber ég við minnisleysi eða klaufalegum mistökum ....múhahahaha....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
að vera að drepast úr hugmyndaleysi
14.2.2008 | 22:01
en skrifa samt einhverja vitleysu bendir eindregið til þess að maður sé ekki alveg í lagi.
Ég hef ekki náð í son minn undanfarna daga og er farin að hafa áhyggjur....ef þú kíkir hér inn þá hringdu í móður þína góði minn.
Mamma gamla er svo ómerkilegur pappír að hún þarf að heyra í sínu fólki, bara smávegis til að ég viti að allt sé nokkurn veginn í lagi.
Krullurnar hafa enn ekki skilað sér heim, það er ágætt. Ef þið sjáið krullur að villast þá skuluð þið senda þær í hús nr 5. Þær eru mun velkomnari þangað en hingað til mín.
Ég er að horfa á dr. House. Ég er orðin grautleið á þessum þáttum enda löngu búin að læra, af biturri reynslu, að maður bjargar ekki svona ólánsgripum. Sumt fólk passar saman, annað ekki. Þegar einhver hefur lengi verið einn (ég er að tala um House) þá held ég að það passi best fyrir viðkomandi að vera einn. Ég tek hinsvegar eftir ...dauðaþögn ...á blogginu meðan doktor geðvondur er á skjánum.
Kjarasamningar virðast á góðri leið og nú er verið að hækka þá lægst launuðu. Það er fínt mál. Nú þarf liðið við Austurvöll að einhenda sér í að laga til, hækka skattleysismörkin og hækka við öryrkjana og aldraða. Nú er kannski ekki eins góð rök að halda því fram að þetta ríka þjóðfélag geti vel gert það. Allt á leið í kaldakol í fjármálaheiminum og maður fær óbragð í munninn við að lesa um FL Group. Menn hafa fengið himinháar bónusgreiðslur þegar vel gengur, er þá ekki sanngjörn krafa að sekta þá um annað eins þegar þeir setja íslandsmet í tapi ? Mér finnst það eðlilegt.
Olíufélögin sem skiptu öll um eigendur og svoleiðis eftir stóru sektirnar, segjast nú blásaklaus af samráði og hækka sem aldrei fyrr. Það má ekki spá hækkun á erlendum mörkuðum þá eru þau búin að hækka en þau eru aldrei svona snögg að lækka.
Nenneggi að blogga...............................
Mynd í lokin.
Svolítið prakkaralegur, var að heimsækja ömmu mína aðeins um daginn og sagði ; agu ..í fréttum þann daginn.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)