Færsluflokkur: Bloggar

Kvöldlabb

Ég skópaði en vegna þess að ég er dama þá segi ég ekki afhverju ég fór ekki með núna. Um daginn fór Steinar líka einn, þá var ég að vinna. Þá hittu þeir mús sem kúrði sig niður í vegarkantinn. Keli hafði mikinn áhuga á henni.

Nú skoðaði hann hvern stein og kantinn alla leið. Hann var að leita að nýja vini sínum.

Fyrst tilkynnti Keli að það væri fyrirhugaður göngutúr...hann gerði það svona

100_1135

Hann beið bara rólegur og það virkaði alveg. Út að labba fór hann.

Varð bara að leyfa ykkur að sjá hann Kelmund varðhund.


Andlaus enda önnum kafin

hér þarf að hreingera, tek vorgjörninginn á þetta fyrst ég er að byrja á þessu á annað borð.

Guð geymi ykkur...

hmg1

Einn Himmalingur í leiðinni.

Góða nótt

 


Að hafa með sér nesti í vinnuna

og gefa það svo bágstöddum, það er ágæt stefna. Ég las Vísi áðan eins og ég geri alltaf á morgnanna, á netinu, en aldrei fyrr en ég er búin að lesa moggann, bæði blað og netmogga. Óttaleg moggakona sko.

Þessi frétt kætti mig í morgun þegar ég var eiginlega alveg búin að lesa hana niður.

Vísir, 03. apr. 2008 09:13

Björguðu illa höldnum ketti í íbúð á Akranesi

mynd
Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki. MYND/GVA

Lögregla á Akranesi kom illa höldnum ketti til aðstoðar á dögunum eftir því sem segir í dagbók hennar.

Þannig var að íbúi í fjölbýlishúsi hafði samband við lögreglu og kvaðst hann vera búinn að heyra mjálm og kvein kattar í fleiri daga inni í mannlausri íbúð.

Lögreglumenn fóru á vettvang og björguðu ketti sem virðist hafa verið skilinn eftir í íbúðinni. Var hann orðinn grindhoraður og illa haldinn að sögn lögreglu. Farið var með köttinn á lögreglustöð þar sem hann þáði veitingar og síðan tók dýraeftirlitsmaður við honum.

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Sko þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Akranesi deilir nestinu sínu með bágstöddum, maðurinn sem sat á ferða töskunni við hringtorgið fékk í gogginn hjá þeim líka. Þetta er sómamenn.

Kisi skinnið er sem betur fer hólpinn. Ég ætla ekki einusinni að segja orð um hvað mér finnst um fólk sem skilur dýrin sín eftir svona.

Annars er ég góð, ég á að vera að hreinsa húsið fyrir afmælið á morgun og þá sit ég auðvitað hér og blogga. Fór inn á einhverja síðu áðan og fékk yfir mig brjálað hanagal. Þá er bílaþing Heklu að reyna að narra mann til að kaupa hjá sér bíl á spottprís í dag. Það munaði engu að ég stykki beint í það. Ég hef ótrúlegan galla. Ég safna ekki skóm né snyrtivörum. Ég safna bílum W00t . Losnaði við einn í gær sem ég var að geyma, þá kem ég Himmabílnum í það pláss. Hinir þrír heimilisbílarnir geta þá breitt úr sér þarna við húsið heima.

Ég er heldur að lagast af pestinni. Tók upp einhverja magapestararíu í gær og nennti því ekkert ....allt á uppleið, ég er spræk og á að vera taka til. Viljiði reka mig úr sófanum ?

Það eru fleiri nýjar Himmamyndir í albúmi sem heitir "nýlegar Himmamyndir"

 


í tilefni þess

að ég er að fara að sofa þá ætla ég að sýna nýja Himmamynd.

Hann er alveg nývaknaður á henni og auðvitað sætastur.

nývaknaður

 Þetta er á tímabilinu sem Himmi vildi endilega vera með svart hár.

Góða nótt

 


jæja

Hér er sofið hratt greinilega, ég er löngu vöknuð Errm

Morgunstund gefur gull í mund og stundum bros á vanga

Trukkarar lokuðu brautinni í morgun, fólk komst ekki í flug. Þá held ég að þeir séu að fara heldur nærri almenningi, það er áreiðanlega betra að loka bara í almennri morgunumferð. Eitthvað voru menn óánægðir með framkvæmd löggunnar í gær. Það komust bara nokkrir jeppar að þinginu en þá lokaði löggan Skólabrú og hinir lentu allir fyrir utan. Samkvæmt fréttamyndum þá sjást jeppakallar afhenda áskorun en þar sést líka einn forsvarsmanna leigubílstjóra. Ég var í vinnunni og þegar einhver minna manna tók við ferð í miðborginni þá heyrði ég flautukonsertinn í gegnum talstöðina. Ég var samt ekki ánægð með þátttöku bílstjóranna, þeir máttu fara fleiri þarna niðureftir eða í bílalestina. Bílstjórastéttirnar eru því miður þannig að það næst sjaldan samstaða með neitt, það þekki ég orðið vel. Alin upp við atvinnubílamennsku og búin að vera með þannig rekstur sjálf lengi. Nú eru trukkararnir bara búnir að fá alveg nóg og þeim hefur tekist að skapa stemmningu í sínum röðum.

Ég ætla ekki að fara fyrr í vinnuna í dag, ég ætla frekar að sitja kurteis í umferðarhnút ef svo ber undir. Maður verður nú að reyna að sýna samstöðu hehe.

Annars er allt í góðu. Viðbrögð urðu við "júnó" og engin ástæða til frekari aðgerða með það mál.


Djö hvað mér brá

og ég er ekki mjög dramatísk kona. Ég var í vinnunni í kvöld og ók heim. Lenti á eftir sjúkrabíl sem hvarf sjónum rétt hjá heima. Ég bý í svona smáhúsaþyrpingu fyrir utan alfaraleið. Hingað fer enginn nema hann eigi heima hérna. Fer ekki skrattans sjúkrabíllinn veginn áleiðis heim til mín ! Hann stoppar hér við kyrrstæðan bíl og ég fékk slag. Svipaðist í örvæntingu eftir lausum hundum ef það væri nú Steinar sem steinlægi þarna í miðjum göngutúrnum með voffana..svo ákvað ég að reyna að hringja í hann en ég hefði alveg eins getað hringt í Ólaf Ragnar, ekkert svar og hjartað fór alveg ofan í brækur. Ég snarstoppaði í innkeyrslunni og það komu engir hundar í ljós í forstofunni og enn ansaði ekki Steinar. Ég skalf svo mikið að ég ætlaði ekki að geta opnað með lyklinum en um leið og ég gat sett lykilinn í þá heyrði ég í hundarössunum mínum. Stökk inn og skammaði kallinn fyrir að vera ósvífinn heima í heilu lagi og ég í taugahrúgu í innkeyrslunni. SHIT !

Þið sem hafið skoðað það sem ég benti ykkur á, kærar þakkir fyrir ykkar viðbrögð. Ég mun líklegast birta þetta á morgun ef engin viðbrögð verða hjá þeim aðilum sem eiga að gæta velsæmis.

Góða nótt -ég verð að reyna að ná hjartanu úr buxunum og knúsa kallinn minn....


Sniðugir kallar

Svoa ætla þeir kannski að hafa þetta í framhaldinu til að sleppa við sektirnar frá lögreglunni. Ég er allaveganna búin að skemmta mér vel yfir þessu myndskeiði með fréttinni . Ekki skemmdi fyrir að ég taldi mig þekkja einn þarna...góður !!

Skapið er aðeins að skána en ekki nóg . Ég ætti kannski að auglýsa eftir bröndurum í kommentin til að laga skapið ?


Misbrestur í heilanum

í dag er 1 apríl. Dagurinn sem má ljúga að fólki. Þennan dag hef ég aldrei þolað. Ég er svo undarleg að ég þoli bara ekki að logið sé að mér, það er alveg sama hvaða dagur það er. Nú má búast við holskeflu af bloggfærslum um einhverja vitleysu, ég er að hugsa um að lesa ekki bloggsíður í dag.

Annað sem hefur á mig svipuð áhrif eru gamanmyndir. Það er alveg segin saga ef ég horfi á mynd sem titluð er gaman-mynd að þá stekkur mér ekki bros. Miklu líklegra er að ég verði pirruð og þá oftast pirruð á að hugsa með mér um upphæðirnar sem fóru í gerð viðkomandi myndar og hefðu verið getað notaðar í að gera almennilega mynd.

ég er undarleg kellíng.

Ég er með ofn í forstofunni. Kallinn minn setti hann þar. Ef hann fer ekki þaðan í kvöld þá kem ég rafmagni á hann og baka inniskóna hans. Devil Málið er víst að sá gamli er beintengdur og það þarf að kaupa innstungu og redda þessu svoleiðis.

Djís hvað allt fer í mig í dag...ég held að ég fari bara að sofa!

MUNIÐ; KLETTAGARÐAR Í DAG. LAGT AF STAÐ KLUKKAN 16.00 OG EKIÐ Í LEST NIÐUR AÐ ALÞINGI. ÞAR Á AÐ FLAUTA Á ÞINGMENN. ALLIR MEÐ. NÚ ER LAG AÐ STANDA SAMAN OG TAKA ÞÁTT Í MÓTMÆLUNUM MEÐ TRUKKURUNUM. AÐ ÞESSU STANDA 4X4 KLÚBBURINN OG FÉLÖG LEIGUBIFREIÐASTJÓRA ÁSAMT FLEIRUM. KOMA SVO !!

Það er eitt pirringsefnið hjá mér, ég kemst ekki. Föst í vinnunni. En ég er að vona að mótmæli verði líka seinna í vikunni og þá kemst ég. Ég er samt að íhuga að fá einhvern til að sitja fyrir mig til klukkan 17.00. Glatað að komast ekki.


Svakaleg gönguför

Það er eiginlega eina sem lýsir þessu ferli með einhverri sanngirni. Gönguleiðin er frá algjöru niðurbroti og í átt að ímynduðu ljósi. Verðlaunin eru ofurveik hugmynd um að kannski einhversstaðar í annari vídd sé hægt að hitta Himma aftur. Gönguhvatinn er þessi súperheimska hugmynd um að maður eigi að standa sig í lífinu og pluma sig. Hverjum datt það í hug ? Að maður ætti alltaf að standa sig vel, og þá vel miðað við hvað ? Hver er reikniformúlan í þessu ?

Stundum skil ég ekki hvernig ætlast er til af mæðrum að þær geti bara haldið áfram með sitt líf búnar að jarða barnið sitt.

Himma mínum var svo vitlaust gefið í upphafi. Hann barðist við þessa röskun. Ofvirkur, með athyglisbrest og misþroska. Sumt fékk hann í meiri mæli, hann var brosmildasti náungi sem maður hitti. Það var einfaldlega þannig að hann brosti alla æfina.

Æj nú er ég farin að rausa...pirruð og ergileg á þessu öllu saman....

Stundum vil ég ekkert vera í þessum sporum og stundum þvælist ég reið á minningastígnum.

 


Rambað á sumar lausnir en aðrar eru huldar

Ég er að verða búin að búa í ár hérna. Ég hef haft þennan ofn sem fylgdi með, hann hefur ekki heillað mig en ég hef látið þetta gott heita. Það er á áætlun að endurnýja eldhúsið frá a til ö. Ég ætlaði bara að láta gott heita þangað til. Maðurinn minn eldaði á laugardagskvöldið. Hann notaði ofninn. Hann varð líka gaslaus en það er efni í annan pistil. En í þessari eldamennsku áttaði maðurinn minn sig á að ofninn er lélegur og hann tilkynnti sinni konu að það yrði keyptur nýr eftir helgina. Þennan keypti ég.

150X150_IO5753TSA

Þannig að næst þegar eitthvað er bilað þá fæ ég Steinar í að nota það og sé til hvað honum dettur í hug hehe *púkafés*

Hilmar Reynir var feginn að komast heim til sín, sko það er nú í lagi að hitta ömmu og afa en þetta var nú eiginlega tú möts....Kelmundur knúsibolla var þreyttasti hundur í heimi í morgun og svaf af sér póstinn í fyrsta sinn á sinni hundsæfi.

Innréttingin í mér hrundi saman í gærkvöldi. Mér fannst  eitthvað svo glatað að eiga svona skemmtilegan dag eins og þennan sunnudag og enginn Hilmar Már. Ég saknaði hans svo mikið

Í morgun var ég skárri en fékk á heilann kærustu sem hann átti einusinni og ég hef verið í sambandi við aðeins eftir að þau hættu saman. Yndisleg stúlka. Hið undarlegasta gerðist, hún sendi mér svo skilaboð í dag. Önnur okkar hefur fengið hugboð frá hinni, það er nokkuð ljóst. Hún á eitthvað af myndum af Himma sem hún ætlar að senda mér. Það verð ég ævarandi þakklát fyrir, ég á alls ekki nóg að myndum af honum Himma mínum.

Jæja best að halda áfram í vinnunni...og sjá hvort óstuðið sem kom við að skrifa rjátlast af mér.

Þú þarna hóstandi kona ! Farðu vel með þig !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband