Færsluflokkur: Bloggar

Eðlilegur fylgifiskur

veru fólks á spjallsíðum er að rekast á svokölluð "tröll". Nettröll eru aðilar sem nærast á athygli og setja upp síður með umdeildum skoðunum og ýkja þær svo um 400%. Afleiðingin verður mikil umferð um síðu viðkomandi með háværum upphrópunum og hávaða.

Sum "tröll" ná aldrei flugi. Síður þeirra eru lesnar með morgunkaffinu en fæstum dettur í hug að kommenta á vitleysuna enda sett fram þannig að tilgangurinn blasir við, þrátt fyrir að viðkomandi reyni að breiða yfir með fagurgala.

Ég hef óeðlilega gaman að svona tröllum Blush en ég nenni ekki að eyða tíma mínum í orðaskipti við þau. Ég þvælist um á mörgum spjallborðum og hef gert lengi lengi. Þar lærði ég tröllafræðin. Sem komu sér vel þegar ég gerðist Moggabloggari, hér vaða nefnilega líka uppi tröll.

Stundum skjótast þau upp allan vinsældalistann, svo sér fólk í gegnum þau og þau hrapa niður aftur. Sum tröll missa svo úthaldið og gefast upp, hætta að skrifa. Einn og einn bloggari hefur einmitt sannað þessa kenningu með að vera súperbloggari í nokkra daga, tengt í nánast hverja frétt og bloggað eins og vitlaus í viku eða svo, upp allan listann. Ég les og hef gaman að.

Sumir eru með áráttu, blogga sífellt um það sama og telja sér trú um (kommentalausir) að einhver hafi áhuga. Viðkomandi byggir það jafnvel á heimsóknartölum á síðuna sína og skilur ekki að í stað áhugans þá er um að ræða einhvern sem les og vorkennir viðkomandi vitleysuna.

Ég á margar síður í bókamerkjum sem ég get hlegið að, en ég tími ekki að deila þeim hoho. Þið verðið að finna brandarana sjálf.

En í þessu er eins og öðru ; það lifir lengst sem lýðum er leiðast.

Taktu það með trukki, auglýsti flutningafyrirtæki fyrir jólin. Láttu ekki taka þig með trukki segja trukkararnir núna. Ég spurði trukkarann sem kom í veislu í gær hvort flautan væri nokkuð orðin ónýt. Nei nei sagði hann og glotti.

Nú þarf ég að sjá til hvort ég komist með eðlilegum hætti í vinnuna á morgun, ef ekki þá sit ég bara í hnút með hinum. Ég tek bara með mér bók til öryggis.

Ég er að hlusta á hálfgerða poppmessu, messu í Lindasókn í Kópavogi.

Ég er að reyna að finna mér leiðina til baka, að trúnni, og ég reyni að hlusta á útvarpsmessur og spá aðeins í þetta með sjálfri mér.


Afmælið

gekk vel.

Hér voru staddir bræðurnir hans Bjössa, Valdi, Sigþór og Hjalti. Það var gaman að fylgjast með bræðrunum, þeir skjóta miskunnarlaust á hvern annan. Svo náðu amk 3 þeirra að stríða kærustunum sínum þannig að þeir hafa vísast setið í pottaskápnum í alla nótt.  Þessi veisla var svona samvinnuverkefni. Sigga systir gerði heita brauðréttinn sem slær alltaf í gegn. Heiður kom með brauðtertur og Solla kom með brauðtertur. Ég bakaði gamaldags kaffibrauð, jólaköku, sandköku, marengstertur og þrefalda uppskrift af pönnukökum.

Hér var auðvitað einn bróðir í viðbót en hann er enn of ungur til að skjóta meinlega á bræðurna þannig að mamma hans hefur áreiðanlega sleppt honum við kústaskápinn. Það var Sverrir, sá yngsti. Hann tekur hina bræðurna í bakaríið seinna, þá verða þeir orðnir svo gamlir hehehe Whistling

Eva fékk frumsýningu af fólki hans Bjössa og kannski hefur hún bara hætt við hann í kjölfarið....njah..það slapp vonandi hehe

Ásdísi finnst hellingur af Hilmari í Bjössa. Það finnst það fleirum. Hann hefur meira að segja verið laminn í misgripum fyrir Himma, eða sko það var reynt. Björn komst fljótt að því að viðkomandi var ekki í ástandi til að skilja að hann væri ekki Himmi og lagði aðilann til hliðar inn í nálægan garð í vesturbænum og labbaði áfram heim. Hinn sat í moldarbeðinu og ákvað að vera ekkert  að hjóla í fólk framvegis. Fólk tekur svoleiðis ekkert endilega vel.

Svo er meira afmælisstand í dag. Við ætlum að kíkja á hana Emblu afastelpu sem var 3 ára nýlega.

Annars á dagurinn að fara í ekki neitt.

Á morgun byrjar ný vinnuvika og hún hefst á jarðarför.

--------------------------------------------------------------------

Sumir nota afmælisdaga fjölskyldunnar í að velja lottómiða. Við þorum það ekki. Fórum lauslega yfir þetta í gær.

Á afmælisdögum Hauks hefur verið annaðhvort setið yfir dauðveikum ættingja (mamma) eða jarðarför (amma og Kristbjörg)

Á afmælisdegi Hilmars lést Kristbjörg

Á afmælisdegi Bjössa lést svo Eggert , maður Kristbjargar.

Á afmælisdegi Siggu systur voru gerðar hryðjuverkaárásir á Spáni

Á afmælisdegi Péturs...ja...9/11

Svo rak ég augun í gær í dánartilkynningu manns sem ég þekki, og hann dó á afmælisdegi Anítu.

Mér finnst að það ætti að borga okkur fyrir að eiga ekki afmæli.

19 ágúst var ekki afmælisdagur eins né neins sem við þekkjum en það er okkar versti dagur. Tölfræði getur verið undarleg.


Steinuppgefin

lappalaus (ekki hundalappalaus samt) og á mat út vikuna.

Afmælið heppnaðist vel.

Setti inn nýtt albúm með myndum.

Nenni ekki að blogga.

Góða nótt.

Hér set ég eina af betri myndum dagsins....ja eða tvær.

Langafi skoðar nafna sinnPabbi að skoða nafna sinn.

Snemma beygist krókurinn

Hann vissi sko alveg hvað átti að gera með stýrið !

Tala við mig ? (Hjalti)

Ert þú að tala við mig ?

Hjalti að hrekkja myndasmiðinn, Hauk. Takk fyrir að vera myndasmiður Haukur Heart


Vandamálið leyst

en ekki hvað. Búin að baka fjóra marengsbotna og allt í góðum gír. Ég hef bara þjáðst af einhverskonar frammistöðukvíða. Þetta snarlagaðist um leið og Steinar kom heim, mig hefur vantað áhorfanda.

Hann hló svo mikið að viðskiptum mínum við fataprestinn (sjá næstu færslu) að hann var nærri kafnaður. Hann hefur lúmskt gaman að sinni klaufakellingu enda löngu búinn að læra að konan hans er viðbrigðin með afbrigðum.

Mamma hvað hélstu eiginlega að þetta væri spurði Solla, innbrotsþjófur ?

Nei ég hélt örugglega að þetta væri draugur, það er bráðheppilegt að berja þá aðeins svaraði ég.

Aumingja Himmi sagði hún þá.

Jæja nú skal spanað í bælið. Ásdís bestavinkona á afmæli í dag. Skreppið þangað og óskið til hamingju með afmælið.

Hún deilir þessum degi með miklum uppáhaldsfrænda mínum sem var mér eiginlega sem bróðir. Við erum systrabörn og héngum endalaust mikið saman þegar við vorum krakkar.

Til hamingju með afmælið Svenni.

Góða nótt

 

 


Ansans (búmannsraunafærsla)

Ég er að baka en ég hef samt ekki dottið um neitt ala Jenný. Ég er samt búin að vera mikill klúðrari. Það er ekki nýja ofninum að kenna heldur bara mér þó ég fegin vildi að hægt væri að kenna Jóa Fel um dæmið.

Svo sat ég í eldhúsinu, næstum í vondu skapi og horfði á afrekið (sem er á leiðinni í tunnuna þrátt fyrir bænaraugu Kela) og ég fór að hlæja. Eins og bjáni alein heima.

Ragnheiður , það eru ekki meðmæli með nokkurri konu að hlutirnir lyppist niður í höndunum á þeim !

og svo hló ég eins og bjáni að sjálfri mér.

Það liðu 5 mínútur og þá þrammaði Björn inn um dyrnar. Hann horfði með samúð á afrek móður sinnar en ákvað að tjá sig ekki um ósköpin. Hann er farinn inn í tölvuna.

Hann fékk verkefni. Hann þreif baðið og tölvuherbergið. Í tölvuherberginu er geymdur fataprestur. Björn setti hann fram á gang. Áðan kom ég bakkandi út úr tölvuherberginu, var að skúra. Mér fannst einhver standa á ganginum, vissi að enginn var heima og ég lamdi fataprestinn í fátinu Blush

fataprestur

Ég bað Björn að bera prestinn aftur inn í herbergi áður en það yrði manntjón. Annaðhvort prestur í spaði eða ég með hjartaslag.

Djö sem maður getur verið undarlegur og fær ekki einu sinni borgað fyrir skemmtiatriðin.....

Farin að baka meiri vandræði W00t

Það þýðir ekkert að boða forföll í veisluna, tek ekki mark á ykkur


Snemma beygist krókurinn

(vonandi ekki)

Patrekur Máni stóð í stórræðum í dag. Hann lenti í slysi á leikskólanum sínum, held að einhver hafi lamið hann óvart. Ein tönn flaug úr munninum á honum og týndist í sandinn. Hann hafði mestar áhyggjur af því að tannálfurinn myndi ekki borga fyrir tönnina fyrst hún týndist. Það leysti móðir hans með að skrifa tannálfinum bréf.

Amman búin að vera aðeins á taugum yfir þessu í dag en allt er gott sem endar vel.

Svo er bara að vona að Patrekur ætli ekki að leggja fyrir sig slagsmál nema þá lögleg og þá á viðurkenndu keppnissvæði.

Knús á Patrek frá ömmu

100_0886

Hér er svo umræddur bardagakappi með spennurnar hennar ömmu sinnar og bara flottastur !


Smá krúttkast

til að fleyta ykkur inn í glaðlega helgina.

hilmarflottastur3

Hilmarflottastur

Það ætti að vera bannað að vera svona sætur....awwwww...amma í klessu


Spjald

sjá hjá Ásdísi......

43

There has been a deep overlay in mass consciousness that says “You better get it right because this chance may never come again and you will have to live with your choice forever.” But the truth is, no matter what choice you make, you can always choose again.
Today you may choose one thing, tomorrow your heart may lead you in a new direction. It doesn't matter! Who says you always have to go the same way? Who says you can't change your mind? Who says you have to live with your choice if it no longer serves you? Watch a butterfly, it never follows a straight line.
Follow your heart in THIS moment, do the same tomorrow, and know you are always on your perfect path.

--------------------------------------------------------------------

Ég er Vog og ég þarf að pæla aðeins í þessu.

Fór í búð áðan. Á undan okkur tvær glæsidömur af eldri kynslóðinni. Þegar búið var að afgreiða þær þá ljómaði afgreiðslustúlkan eins og sólin sjálf. Mig langaði að fjölrita þessar yndislegu konur.


á Íslandi

er heilmikið mál að fá dæmt nálgunarbann á ofbeldisfullt fólk sem ræðst sífellt gegn maka sínum. Í New York er hægt að fá nálgunarbann dæmt jafnvel þó maður sé önd.

Undarlegt ?

Mér finnst það.


mbl.is Komdu ekki nálægt öndinni framar!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um víðan völl

Það er eiginlega óhætt að segja að hugsunin fór um víðan völl í morgun við lestur moggans. Í dag verða bornir til grafar miklir heiðursmenn, menn sem hafa verið í bakgrunni æfinnar meira og minna. Annar mikill andans maður og hinn umsvifamikill bókaútgefandi á seinni tíð, ég hef áður talað um dálæti mitt á Halldóri Laxnes og Ólafur Ragnarson var óumdeilanlega einn þeirra sem héldu skáldinu að þjóðinni. Síðasta bók Ólafs er merkilegt rit um merkilegan mann en hann er ekki síður merkilegur skrásetjarinn, þá þegar orðinn alvarlega veikur.

Ennfremur var dánartilkynning í blaðinu um mann sem var ansi merkilegur. Forstjóri BSR lést sl sunnudag í hárri elli. Hjá honum vann ég þar til sonur hans tók við fyrirtækinu. Þeir feðgar eru þeir allra bestu vinnuveitendur sem hægt er að hugsa sér. Það kemur eiginlega hálfgert gat á mann þegar maður kveður fólk sem maður hefur verið samtíða lengi, það fer allur vindur úr manni. Ég hef verið föst í að horfa til baka og rifja upp gamlar minningar. Þar má ég hinsvegar ekki festast vegna þess að ég veit að ég þoli það tæplegast. Mér er nauðsyn að horfa fram á veginn.

Þetta síðastliðna ár hefur verið okkur erfitt í vinnunni. Við erum 6 sem vinnum þarna og 2 í skrifstofunni. Fyrst fór Himmi. Svo eru farnir fleiri nátengdir okkur starfsfólkinu, einn starfsmaður hefur líka átt í slæmum veikindum. Þannig að ljóst er að við höfum mætt miklu mótlæti í vinnunni minni. Í sumar verður komið ár frá fyrsta stóra áfallinu. Nú vona ég að við þurfum ekki að bera fleiri byrðar alveg í bili. Þetta er orðið ágætt.

Af þessu má ráða að ánægjustuðullinn hérna hjá skrifara er ekki mjög hár. Af fenginni reynslu veit ég að það lagast. En þá þarf að beita biðlund og þolinmæði sem eru kostir sem almættið snuðaði mig nokkuð um. Ég reyni samt.

--------------------------------------------------------------------------------------

Að öðru miklu ómerkilegra ; ég hef gaman af því að spá í orðanotkun annarra. Nú langar mig að vita hver eru þau verstu skammaryrði sem þið vitið um ? Hvað væri til dæmis það versta sem einhver segði við ykkur ?

Ég á ýmsar fleiri rannsóknir upp í erminni og mun bæta þeim við þegar ráðrúm gefst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband