Svakaleg gönguför

Það er eiginlega eina sem lýsir þessu ferli með einhverri sanngirni. Gönguleiðin er frá algjöru niðurbroti og í átt að ímynduðu ljósi. Verðlaunin eru ofurveik hugmynd um að kannski einhversstaðar í annari vídd sé hægt að hitta Himma aftur. Gönguhvatinn er þessi súperheimska hugmynd um að maður eigi að standa sig í lífinu og pluma sig. Hverjum datt það í hug ? Að maður ætti alltaf að standa sig vel, og þá vel miðað við hvað ? Hver er reikniformúlan í þessu ?

Stundum skil ég ekki hvernig ætlast er til af mæðrum að þær geti bara haldið áfram með sitt líf búnar að jarða barnið sitt.

Himma mínum var svo vitlaust gefið í upphafi. Hann barðist við þessa röskun. Ofvirkur, með athyglisbrest og misþroska. Sumt fékk hann í meiri mæli, hann var brosmildasti náungi sem maður hitti. Það var einfaldlega þannig að hann brosti alla æfina.

Æj nú er ég farin að rausa...pirruð og ergileg á þessu öllu saman....

Stundum vil ég ekkert vera í þessum sporum og stundum þvælist ég reið á minningastígnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Elsku Ragnheiður mín.
Þetta er rétt hjá þér "svakaleg gönguför" og henni lýkur ekkert meðan við erum hér á jörðinni í þessu formi.  Sorgin fylgir manni alla ævi, en vonandi lærir þú að lifa í meiri sátt með henni.  Það er víst það eina sem við getum gert, ásamt því að vera þess fullvissar að hitta drengina okkar aftur þegar okkar tími kemur.
Þú hefur fullt leyfi til að "rausa og vera pirruð", eins og þú segir, ( það heitir nú frekar sorg , held ég ) og vittu til, það hjálpar.
Baráttukveðjur.

Marta smarta, 1.4.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar, Marta mín..ég veit að þú skilur hvert raus orð. Stundum er þetta bara of þungt að bera. Kannski átti Himmi minn ekkert almennilegt líf fyrir höndum, kannski líf fangans alla tíð ? Mamma hans vildi samt eiga hann.

Kærleikskveðjur til ykkar

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Ragnheiður

Nei Hallgerður mín, svo vill fólk manni vel. Það er sko ekki spurningin. Ég held að ég sé búin að fatta hvað hrinti mér svona fram á brún í morgun. Ég las moggann eins og vant er fyrst. las minningargrein um fallegan ungan strák sem lést nýlega og á sömu blaðsíðu var fallegi vinurinn minn, Huginn Heiðar. Ég bara þoli ekki svona, ég er svakalega viðkvæm fyrir sumu á meðan ég þoli alveg annað.

Æj dæs..ég er svo biluð að ég er farin að blogga í minns eigins kommentum.

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband