Færsluflokkur: Bloggar
Er þetta þá jákvæð frétt ?
2.2.2009 | 11:43
Ja það hlýtur að vera það, amk fyrir starfsmenn þessa fyrirtækis ...
við erum ekki búin að fá reikninginn enn fyrir þessa miklu viðgerð á Steinars bíl. Siggi skrapp á honum í búð í gær og kvartaði yfir hávaða undir honum, það þarf ss enn að laga eitthvað meira. Verkstæðiskallinn hefði bara átt að gegna mér um daginn þegar ég spurði hvort hann væri ekki tryggður ef bíllinn "dytti" óvart af lyftunni og í gólfið..
en vandamál eru til þess að leysa þau og við finnum leið....
Ég hef hinsvegar ákveðið að sortéra reikningana og borga húsið umfram allt, ég verð þó að búa einhversstaðar.
![]() |
Toyota eykur starfshlutfall á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klór
2.2.2009 | 10:54
Núna þegar komin er á koppinn ný ríkisstjórn þá er best að reyna að klóra sig framúr næsta vandamáli en það eru reikningar heimilisins þennan mánuðinn.
Hvernig klórar maður sig framúr því ?
Það eina sem mér hefur tekist í morgun er að klóra mér í hausnum !
Virkar það krakkar ?
Ekki ?
S H I T
Kem aftur, kem alltaf aftur
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef ákveðið
1.2.2009 | 18:46
að óska sjálfri mér til hamingju með nýjan forsætisráðherra, frú Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég hef fulla trú á henni.
Ég hlakka til að sjá handbrögðin.
Ég lenti í smá aldurskrísu áðan, yngsti ráðherrann sem á afmæli í dag er fædd á fermingarárinu mínu...
Jæja, hvar fær maður keypt ný fæðingarvottorð ? Þetta gengur auðvitað ekki.
Hérna kemur ferilskrá hinnar ungu Katrínar Jakobsdóttur
F. í Reykjavík 1. febr. 1976. For.: Jakob Ármannsson (f. 7. maí 1939, d. 20. júlí 1996) bankamaður og kennari og k. h. Signý Thoroddsen (f. 13. ágúst 1940) sálfræðingur, dóttir Sigurðar S. Thoroddsens alþm., bróðurdóttir Katrínar alþm. og Skúla S. Thoroddsens alþm., sonardóttir Skúla Thoroddsens alþm. M. Gunnar Örn Sigvaldason (f. 13. mars 1978) framhaldsnemi í heimspeki. For.: Sigvaldi Ingimundarson og k. h. Sigurrós Gunnarsdóttir. Synir: Jakob (2005), Illugi (2007).
Stúdentspróf MS 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein HÍ 1999. Meistarapróf í íslenskum bókmenntum 2004.
Málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi 19992003 auk fjölmargra sumarstarfa. Dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og ritstörf fyrir ýmsa prentmiðla 20042006. Kennsla fyrir Endurmenntun, símenntunarmiðstöðvar og Mími tómstundaskóla 20042007. Ritstjórnarstörf fyrir Eddu-útgáfu og JPV-útgáfu 20052006. Stundakennsla við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík 20062007.
Í Stúdentaráði HÍ og háskólaráði 19982000. Formaður Ungra vinstri grænna 20022003. Fulltrúi í fræðsluráði, síðar menntaráði, Reykjavíkur 20022005. Formaður nefndar um barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 20022006. Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002-2006. Varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs síðan 2003. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur 2004. Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2004.
Alþm. Reykv. n. síðan 2007 (Vg.).
Efnahags- og skattanefnd 2007-, menntamálanefnd 2007-.
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨
Svo unnu Frakkar heimsmeistaratitilinn í handboltanum og ég hélt með þeim.
![]() |
Slá skjaldborg um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Myndadót meðan ég hlusta á ISG
1.2.2009 | 16:30
Hérna eru feðgarnir að spá í leigubílauppgjör, bara sætastir saman.
Alltaf skal þetta hundapparat troðast inn á allar myndir
Svo eru hér 2 nýjar peysur og Hrönn, þín er klár og bíður róleg eftir þér
Þessi er afar smart og á prjónunum er núna önnur alveg eins en hún verður stærri þannig að þetta gæti verið sett á par.
Þessi er ljósmórauð, steingrá og dökkgrá, í mynsturbekk er líka dökkmórauður bekkur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var að hlusta á hádegisfréttirnar
1.2.2009 | 12:43
og þar var G.Brown alveg vitlaus yfir því að London væri kölluð Reykjavík við Thames ána. Hérna er fréttin Bandarískur fjárfestir segir óðs manns æði að fjárfesta í Bretlandi. G.Brown kallar þann mann öllum illum nöfnum og að ástandið sé hreint ekki eins slæmt og á Íslandi.
Ég man nú alveg eftir því þegar erlendir sérfræðingar voru að vara okkur við, stjórnvöld kölluðu það öfund og fóru svo í leiðangur um allan heim til að auka tiltrú heimsins á íslenska fjármálafyrirbærinu.
G.Brown les áreiðanlega síðuna mína og hér kemur ráð til hans : Hlustaðu !
![]() |
Alþjóðabankinn og AGS úreltir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
arg!
31.1.2009 | 18:09
Árans flensan er komin í mig nema þetta sé bara svartsýniskast vegna vantrúar minnar á framsóknarflokkinn ?
Það gæti alveg verið, ég treysti þeim flokki sko ekki í hvarf. Þeir geta sportað með nýjan formann og eitthvað slagorðadót en þeir voru í "sofandiríkisstjórninni" og það man ég alveg og er stólpamóðguð yfir tilætlunarsemi framsóknarmannanna , þeir ætlast til þess að við, kjósendur, munum þetta ekki !
Hér gengur vel með dýrasafnið.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mér sýnist framsóknarflokkur
31.1.2009 | 10:18
ætla að grafa sína eigin gröf í hvelli.
Getur ekki einhver lánað þeim aðeins hraðvirkari græju til þess en þessa teskeið sem þeir eru með núna ?
Þetta tekur allt of langan tíma
Anyone ?
no ?
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
tilboð
30.1.2009 | 20:05
2 atkvæði eru hér til sölu.
Skilyrðið er að stjórnmálaflokkur eða hreyfing borgi burt húsnæðislán okkar að fullu. án þess að ætlast til endurgreiðslu í öðru en blindandi stuðningi héðan í frá.
Lysthafendur hafi samband í emaili
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
styð íslenskan heimilisiðnað
29.1.2009 | 21:30
en kannski ekki alveg svona ..ég hamast við að prjóna lopapeysur. Aðrir Álftnesingar hafa greinilega aðrar hugmyndir
En að öðru..forsíða Dv vakti lukku í vinnunni í dag vegna þess að kallarnir vita mun betur en kemur fram í frásögninni, í raun má segja að ekki sé satt orð í greininni enda maðurinn ekki þekktur af sérstakri sannleiksást.
Ég tengdi hér í dag við frétt af stýrivöxtum, í vinnunni horfði ég á CNN. Stýrivextir í USA eru nánast komnir í 0%. Hér erum við með 18% vexti, ég kaupi ekki skýringu einhvers nafnleysingja á síðunni minni. Svo kemur jarnar vinur minn hér inn og segir eitthvað , ég sá upphafið en ákvað að lesa ekki allt komment hans fyrr en seinna.
Ég geri mér grein fyrir að ríkið erum við sjálf. Og vegna akkurat þess þá ætlast ég til að byrðunum verði jafnað betur á þegnana. Þegar hagkerfið fór til fj...þá hefði verið tækifæri til að núllstilla kerfið hreinlega og afskrifa öll lán allra þar með. Það hefði verið mun sanngjarnara en að afskrifa hlutafjárkaup fokríkra einstaklinga.
Geir var spurður um björgunaraðgerðir til skuldara um daginn, spurður nákvæmlega um niðurfellingar...svarið var súper gáfulegt : Hvað á að gera við þá sem ekkert skulda ?
Ég er húsmóðir af gamla skólanum, sparsöm og nýtin, en ég hefði haldið að þeir sem ekki skulda séu bara einfaldlega í góðum málum ?
Hér set ég punkt og ætla að halda áfram að prjóna.
Með kveðju
(já ég kíkti á síðu litlu Emblu Dísar áðan, þessi telpa er mikill baráttujaxl. Þið sjáið link til hennar hér í færslu neðar á síðunni)
ps ég sá svo eins og aðrir þjóðarmeðlimir að IMF bannaði Seðló að hrófla við vöxtunum..þá skiptir greinilega engu máli hvort hér er ríkisstjórn eða ekki..við ráðum ekki neinu hér á þessu útnáraskeri!
![]() |
Kannabisræktun á Álftanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vesæla þjóð
29.1.2009 | 10:15
Á gaddinn með þig vesæla þjóð
Mótmælandi þjóð
Gjörið svo vel og hirðið reikninginn !
Grrrrrrrrrr
![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)