Færsluflokkur: Bloggar
Spillingin lætur ekki að sér hæða
5.2.2009 | 11:40
og ég las færslu unga mannsins um daginn, ég sá ekkert að henni sem hægt var að móðgast yfir og engin nöfn né fyrirtækið nefnt.
Ég á bíl frá Toyota og hann er til sölu.
Hvort það tengist þessu máli læt ég ósagt látið
![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brjálaður teljari ?
4.2.2009 | 23:23
Hvað er í gangi hérna ? Hver er hér rápandi á síðunni minni ?
Nú er spurning, fer teljarinn í 5000 í dag ?
Hverjir þora að gera grein fyrir sér ?
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ágæt ræða hjá
4.2.2009 | 21:13
kallinum og hann fylgdist með arnaraugum út í salinn. Sigurður Kári varð eitthvað asnalegur á svipinn og fékk um hæl athugasemd úr ræðustól. Og ég flissaði.
Sjálfstæðismenn eru að reyna að kyngja kekkinum en það gengur ekki vel. Núna er Hvala-Einar í stólnum og fer mikinn og talar allt niður sem stjórnarliðar segja og gera.
Ég meina það, hver þarf bíómynd ?
![]() |
Steingrímur ræddi við IMF í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Jæja
4.2.2009 | 19:29
í miðri örkumlun vegna flensunnar kom reikningurinn.
Reikninginn fyrir Grámann í Garðshorni sem er atvinnubifreið hans hátignar eigandans að kellingunni hérna.
Málið var að Grámann þjáðist af aukahljóðum og var grunaður um að vera með bilaða upphengju. Grámann fór til læknisins og þar var þetta staðfest og skipt um téða upphengju. Þá brá svo við að hávaðinn í Grámanni jókst til mikilla muna. Þá var skipt um legu, brakfóðringu og eitthvað meira drasl öðru megin af aftan. Enn skældi Grámann og bar sig illa.
Þá tók við klór í haus og við rannsókn á drifinu kom í ljós að þar voru allar legur á síðustu snúningunum.
Úr með það og nýtt í.
Þá fékk annar verkstæðiskallinn pest og vinnan tók helmingi lengri tíma. (ég benti verkstæðisköllum á úrlausn þess í heimsókn í gær, ferðaklósett væri málið þegar maður fengi skitu og væri ómissandi í vinnunni)
Nú Eyjólfur hresstist og nú komst skriður á málið. Bílskömmin fór enn í heimsókn og í ljós kom að upphengjan, þessi nýja, átti bara alls ekkert heima í Grámanni. Það var sett ný og þá steinhætti hann að kvarta.
en öllum bremsudiskum, upphengjum, drifinnihaldi, brakfóðringum og afturhjólalegum seinna kom reikningurinn
Maðurinn minn ákvað að tilkynna mér upphæðina símleiðis, þegar hann var búinn að fullvissa sig um að ég lægi lasin og kyrr í sófanum..
S. 433.000
R.*þögn*
S.*ræskj*
R. *með ískulda í röddinni* Hann hefði betur farið í pressuna !
Og með það fór ég að leggja mig, mér var ískalt. Mér er enn ískalt og ég held að ég leggi mig aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Búin að finna mér
4.2.2009 | 14:36
alveg nýja skemmtidagskrá í sjónvarpinu og ekki átti ég alveg von á því. Ég hef eytt sl klukkustund í að að horfa á alþingi, sjá þingmenn sjálfstæðisflokks reyna að fóta sig í stjórnarandstöðu. Það er ansi fyndið, ég sé fyrir mér kengsúr vínber ofan í kokinu á þeim.
Mæli með þessu sem dægrastyttingu og þetta hentar mér vel, ég er hundlasin og er heima og sit bara hér undir teppi og prjóna.
Ég er búin að ákveða tímamót þann 13 febrúar næstkomandi, meira um það síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú var hann heppinn
4.2.2009 | 11:46
að ég er með flensu, ég hefði sent Steinar að taka í hann annars !
Nú skora ég á sjónvarpsstöðvar hér að ná í þennan þátt svo við getum þó amk hlegið að okkur sjálfum hehe.
Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur og hér er þátturinn
![]() |
Gerir óspart grín að Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hraðnámskeið fyrir íslensk stjórnvöld
4.2.2009 | 00:15
Meðal annars svona tæklar maður ábyrgð, maður bregst við og gerir eitthvað. Maður þumbast ekki bara út í horni og neitar að tala við fréttamenn, læðist til London og ybbar gogg þaðan.
Læra gott fólk, læra.
Farin að sofa
Góða nótt
![]() |
Obama: Ég klúðraði þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á nú að búa til
3.2.2009 | 10:43
fórnarlömb í Seðlabankanum ? Það er búið að reyna að losna við þessa menn með "góðu" en ekkert hefur náðst inn í höfuðskelina á þeim. Þeir virðast ekki "fatta" að friði þeirra í bankanum sé lokið. Þá er auðvitað næst að koma þeim út með hálfgerðu valdi og þá æpa þeir einelti !
Oh brother...
Þeir hafa kannski bara ekkert tekið eftir undiröldunni í þjóðfélaginu né mótmælum dag eftir dag ?
Maður spyr sig
Vantar ekki safnverði eða propps á Árbæjarsafni ? þeir gætu sómt sér vel þar, hver með sitt hús og dressaður upp í anda hússins ?
Nei bara hugmynd
![]() |
Yfirlýsingar jaðra við einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
það er bara vinna!
2.2.2009 | 20:03
þetta er tilbúið og Ögmundur er búinn að afnema innritunargjöldin á sjúkrahúsin, það er bara spennandi að sjá hvað kemur næst !
Hilmar Reynir Jónsson tók manndómsspor í dag. Hann stangaði dyrakarm heima hjá sér og þurfti að fá 3 spor í ennið sitt.
Ljóta sveitin amma!!
Ég sjálfur, sæti strákurinn, meiddi mig.
![]() |
Seðlabankastjórar víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Við þurfum nýjar hugmyndir
2.2.2009 | 13:10
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)