Færsluflokkur: Bloggar
Þjóðernisrembingur er að hrjá mig
17.6.2009 | 17:27
en það er vegna landsleiksins sem nú stendur yfir, gengur glimrandi hjá þeim sko !
En þessi frétt frá mínu sveitarfélagi er hörmuleg, maður getur ímyndað sér hvað liggur að baki....
Í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira um fjölskyldumorð en núna, heimilisfeður sturlaðir myrða alla fjölskylduna og sjálfan sig síðast.
Við verðum að fara að átta okkur á að hús og bílar eru forgengilegt dót, slíkt má endurnýja. Við verðum líka að hætta að hneykslast á náunganum þó að hann fari í þrot. Það geta ALLIR farið í þrot við þessar aðstæður sem eru uppi núna. Það er engin skömm og við eigum ekki að líta á það sem skömm. Hugum hvert að öðru og sleppum dómhörkunni.
Dómharka og langrækni hafa verið í huganum þessa vikuna eftir vægast sagt undarleg skoðanaskipti á bloggsíðu. Málið virðist vera þannig vaxið að vegna andúðar þá hefur sómakona horn í síðu hóps kvenna og allt virðist þetta upphaflega spretta af öfund vegna flettinga á bloggsíðu. Fyrir löngu síðan. En fílsminnið svíkur greinilega ekki og sífellt er jagast í því sama án þess að málinu ljúki nokkru sinni. Endalaust reynt að hafa lokaorðið sem auðvitað er ekki hægt nema þá drepa hinn aðilann, öðruvísi þagnar hann ekki .
En ef að þetta er versti vandi hinnar frómu sómakonu þá er lífið dásemdin ein og sól í sinni allt árið.
Verum til friðs...við höfum bara þessa einu tilraun til lífs !
![]() |
Eyðilagði íbúðarhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Stórþjófafaraldur
17.6.2009 | 11:07
Haraldur !
Sko á Íslandi er í lagi að vera stórþjófur en stelirðu hangiketslæri úr Bónus þá ertu í verstu málum...
Það vera skrýtið hérna á Íslandi
![]() |
100 tonnum af húseiningum stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heiða er öflug
15.6.2009 | 18:47
og miðað við svipinn á henni þarna þá efast ég um að lögreglumaðurinn sé með nógu há laun! Það þyrftu að vera til margar fleiri Heiður.....
Annars er ég að spá í geðheilsu formanns Framsóknarflokksins...hann öskrar og argar úr ræðustól Alþingis, sturlaður úr reiði.
Hvenær hefur reiði leyst nokkurn skapaðan hlut ?
Farin að fá mér fisk, með kettinum
Honum finnst ég flottust núna, hann fékk smá hráan fisk áðan....nú liggur hann á saumavélinni hennar mömmu heitinnar og horfir á mig ástaraugum....svoooooo góður strákur segir hann
![]() |
Nokkrir handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég bý í sveit
14.6.2009 | 17:41
og á sauðfé á beit
og sællegar kýr úti á túni
Nei..skrambinn..þetta er Steinar
En ég bý samt í sveit....
Ég vaknaði skelfing seint í dag, alveg orðin þreytt enda mikið búin að vinna undanfarið. Eina sem dugar þegar ég vakna með bakið fast er að labba með Kelann minn og það gerðum við.
Við hittum ungan mann og annan hund, þeir léku sér saman....voða sport að hlaupa og hlaupa.
Þá heyrðum við í hana.
Við fórum með unga manninum að skoða hanann...þeir eru reyndar fimm.
Ég hef aldrei fyrr séð hund missa gjörsamlega trýnið á jörðina en það gerði Kelinn. Hann var algerlega steinhissa á þessum hana...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dularfullur dagur í dag
11.6.2009 | 19:40
og tveimur áföngum náð.
Ég fór alein til Himma míns í dag - í fyrsta sinn. Held að ég hafi svo mætt pabba hans á trukk rétt utan við kirkjugarðinn en það er önnur saga.
Hinn áfanginn er mjög merkilegur. Í dag eru nefnilega tíu ár síðan við Steinar ákváðum að rugla saman reitunum.
Frábær ákvörðun
Elska kallinn minn í ræmur !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Í dag skulum við vera
8.6.2009 | 10:09
vinir
eins og þessir.
Ég biðst afsökunar á þessum handlegg þarna..Steinar minn sífellt að væflast fyrir.
Talandi um vini, Hrönn á afmæli í dag Til hamingju með daginn sæta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Getraun
7.6.2009 | 21:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mér hugnast ekki
6.6.2009 | 10:50
![]() |
Grunur leikur á að kynlífsathöfn hafi dregið Carradine til dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Margt að gerast
2.6.2009 | 22:59
og þetta er þá örblogg..er á leið í háttinn, nýkomin úr heitu baði, hreint á rúminu..Rómi minn er að jafna sig, búinn að finna malið sitt og mjáið en hvorttveggja hvarf í amk heilan dag. Sama kvöld og hann lendir í þessum hremmingum þá vissi ég að smáhundur var laus á ferðinni, nágrannar vöknuðu við mikinn hávaða í fuglunum og þetta getur svosem verið tengt. En hann er allur að koma til blessaður kallinn.
Kínverjar eru í fýlu, kölluðu sendiherrann heim....só ?
Keppt var í fullnægingum, moggi sagði frá...ég bendi á að magn og gæði eru ekki það sama.
Þegar fyrstu fréttir bárust af Air France vélinni þá var ég á vakt, hugsaði með mér : hvenær gerist það að Íslendingur verði með þegar slíkt slys verður ? Síðdegis kom í fréttum að íslenskur maður hefði verið í þessari vél...hörmulegt slys.
Ég held að ég sé farin að sofa...verð ekki mikið við á næstunni hérna.
Örstuttar fjármálafréttir, afborganir af Blikastíg eru greiddar fyrir júní mánuð, kreppa hvað ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)