Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er það sem ég vil
9.7.2009 | 00:00
að þingmenn þori að hafa sjálfstæðar skoðanir og framfylgi þeim !
Þeim er allt of tamt að rölta bara eftir flokkslínum burtséð frá eigin skoðunum....
Meira af þessu
Ég er orðin þreytt á þingi í roti !
![]() |
Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
brostu !
8.7.2009 | 14:30
Uppáhaldsrásin þeirra er Animal Planet, þeir horfa endalaust á sæta hvolpa og kettlinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"jaxlarnir" mínir
7.7.2009 | 22:56
nei þetta er ekki blogg um tannhirðu heldur var ég að spá í karlana "mína" sem ég vinn með og hef gert lengi. Á yfirborðinu eru þeir miklir kallar, jaxlar af gamla skólanum, dálítið hrossalegir og groddalegir. Sérstakir karlar. Frábærir þegar maður fer að kynnast þeim betur. Sumum nær maður strax en aðra þarf maður meiri tíma í.
Allir eiga þeir svipað leyndarmál, þeir eru mjúkir að innan en það vilja þeir ekki að maður viti.
Á laugardaginn síðasta þegar okkur varð öllum ljóst að Hjalti vinur okkar ætti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsinu þá urðu þeir hnípnir. Þeir sögðu fátt en tónninn var skakkur í húsinu. Allt í einu spratt einn á fætur, stakk sér inn í skáp og sótti nokkur kerti, setti hingað og þangað um húsið.
Honum leið greinilega betur þegar hann hafði gert þetta.
Ef maður spáir í sjónvarpsefnið sem kallarnir horfa á þá á ein stöð klárlega vinninginn og nú ætla ég að leyfa ykkur að giska á hvað þeir horfa helst á.
Ég var rétt búin að skrifa færsluna hér að neðan þegar ég komst að því að annar féll frá sl nótt. Hann var lengi hjá okkur en síðustu árin á H/B . Þetta voru báðir menn í fullu starfi, sá seinni þó eldri en Hjalti okkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Biðinni lauk
7.7.2009 | 14:09
í gær. Elskulegur félagi og vinur lést í gær eftir viku á sjúkrahúsi. Hann virðist hafa fengið hjartastopp undir stýri á hjólinu sínu.
Ég hitti hann laugardaginn fyrir slysið(veikindin) og knúsaði hann, aldrei þessu vant. Þá vorum við systur snemma á ferðinni og hann hitti okkur báðar á BSR. Í dag er ég fegin að hafa knúsað hann. Hann var að vísu staddur í því herbergi sem ég stoppa ekki lengur í, reykherberginu.
Guð geymi þig elsku karlinn minn.
Samúðarkveðjur til allra aðstandenda.
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨
Ég hef ekki verið í stuði til neins undanfarið - hef bara hangið og gert sem minnst en í gær rauk í mig áhugi á að gera eitt herbergið í húsinu upp. Það þarf að mála, setja gólfefni og hillur, þetta á að vera aðstaða fyrir dótið sem fylgir prjónakonunni. Ég ætla að geyma allar nóturnar sem fylgja þessu og birta hvað kostar að gera upp eitt svona smáherbergi. Það er svona 6 fm.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Það er eins og ég hafi skipt um hund. Keli situr hér dagana langa í garðinum, geltir sjaldnast á nokkurn mann lengur og fer ekki einu sinni að girðingunni þó einhver mannaferð sjáist. Hann vappar um laus heima þegar við erum ekki hérna og passar köttinn vin sinn. Bráðum kemur nýr kisi hérna, ég ætla að taka einn kettlinginn hjá Hjalta svo hann þurfi þá ekki að vesenast með að koma út nema fimm kisum. Hann ætlar að eiga einn sjálfur. Ef þið vitið um einhvern sem vill eiga kisu þá hnippið þið i okkur. Það komu sjö hálfgrindvískar kisur eftir að kisan hans týndist þar þegar Hjalti var að heimsækja pabba sinn.
obb obb obb...
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa meira hérna inn...........jú, ég er alveg ferlega ósátt við að Kastljósið er í fríi. Það hefði nú verið nær að skipta inn varamanni og setja mannskapinn í frí einn í senn. Það er gjörsamlega vonlaust að hafa það í fríi. Þetta er eina umfjöllunin af viti í fjölmiðlum ! Ekki nenni ég að horfa á sápuóperuna hinu megin, það er svo langt í að ég nái að fyrirgefa þeim "lifandi minningargreinarnar" um auðjöfrana. Það á að mínu viti vinninginn yfir taktleysi eins fjöldmiðils og sá fjölmiðill gjaldfelldi sjálfan sig í allri opinberri og vitrænni umræðu þar með...
KASTLJÓSIÐ TIL BAKA - STRAX !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Davíð talar og þjóðin hlustar
4.7.2009 | 23:23
það kemur alltaf í ljós þegar eitthvað er haft eftir Davíð Oddssyni, þjóðin hlustar !
Afsakið bloggleysið...
ég og vinir mínir, vinnufélagar, erum á biðstofunni þessa dagana. Það er erfitt.
En erfiðast þó fyrir aðstandendur ...
Hugur okkar allra er hjá þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Afmælisfærsla
2.7.2009 | 20:29
Í dag á elsta barnabarnið mitt afmæli, hann Vignir Blær. Hann er 7 ára gamall.
Á myndinni hér til hliðar er hann að þykjast vera að kyrkja frænda sinn, Patrek Mána, sem er barnabarn nr 2. Patrekur er fæddur 20 dögum seinna.
Afar skipulagðir frændur þessir tveir.
Innilega til hamingju elsku Vignir minn, stóri strákurinn hennar ömmu sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þetta snerti mig afar djúpt í kvöld
29.6.2009 | 22:58
og langar mig að koma á framfæri hjartans þakklæti til þeirra sem að þessu stóðu. Ég hef verið meira og minna með tárin í augunum vegna barnanna okkar sem ekki fengu að lifa.
Sjáið til dæmis þennan strák með einfalda drauminn sinn sem ekki rættist
Ég ætla upp í garð og býð ykkur góða nótt.
Sérstakar kveðjur í þessu fallega sumarkvöldi til fjölskyldna fíkla sem fallið hafa frá og til fjölskyldna þeirra sem standa núna á bjargbrúninni. Enginn veit hvoru megin þau lenda
Það ætlar enginn að vera fíkill !
![]() |
Ég verð ekki fíkill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
ömurleg frétt !
27.6.2009 | 19:59
Mér hefur alltaf fundist fólk sem er vont við dýr vera síðasta sort !
Það er betra að athuga vel sinn gang áður en maður fær sér gæludýr. Sem betur fer eru allflestir dýraeigendur samviskusamir með sín dýr og heppnari en við Steinar sem urðum að svæfa annan vininn okkar í vor, orðinn svo lasinn.
Dýr hafa engan málsvara nema eiganda sinn. Við skulum ekki bregðast trausti þeirra !
![]() |
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Einmitt það
26.6.2009 | 22:59
átti akkurat þessa í skápnum- spurning með hvernig ég eigi að skila þeim sem þegar hafa verið étnir ?
Seinni tíma vandamál
Góða nótt
![]() |
Sveppir frá Euroshopper innkallaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða skít sem við viljum nú kasta þá...
25.6.2009 | 22:41
skulum við hafa hugföst nokkur atriði.
Ég segi bara eins og er til dæmis hjá mér. Við tókum lán til að kaupa hérna og fengum "aðstoð" í bankanum (bankamenn eru víst í unnvörpum að fara í áfallahjálp en það er önnur frétt) og þar á meðal nákvæman útreikning á greiðslubyrði téðs láns. Á minnsta kosti 2 eða þremur A4 blöðum. Þar með vorum við komin með nokkurskonar áætlun sem við höfðum til hliðsjónar.
Þetta gekk alveg glimrandi og enn tekst okkur að borga þrátt fyrir að Steinar hafi misst aðra vinnuna og ég veit að þetta verður allt í lagi í allt sumar.
EN...tölurnar á blaði sem við fengum úr bankanum eru alls ekki líkar tölunum sem koma núna á greiðsluseðlunum...og við erum að tala um að það muni miklu.
Fyrst og fremst ber maður sjálfur ábyrgð á sínum skuldbindingum- auðvitað. En leiti maður til fagmanns þá á maður að treysta ráðleggingum hans..er það ekki ?
Ef um annarskonar hluti væri að ræða þá væri hægt að leita réttar síns og þá vopnaður blaðinu sem manni var afhent til að byrja með en nei- ekki gagnvart bönkum eða íbúðalánasjóði.
Svo sitja hinir aularnir- sem bankarnir jafnvel vildu alls ekki lána, einhverra hluta vegna- og brjóta hjá sér rúðurnar með dómhörku.
Ok verði þeim að því.......
Farin að labba með Kela þannig að ef það stendur til að stela innbúinu þá má það ekki taka meira en hálftíma og byrjar að telja núna.
Farrah Fawcett er dáin og líka Michael Jackson
hér hefur skolfið í kvöld en ferfætlingum er alveg sama um það
![]() |
Fjölskylda á hringekjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)