Færsluflokkur: Bloggar
fór í reisu
19.7.2009 | 01:01
og þvældist víða um Reykjanes...skoðuðum hverasvæðið í Krýsuvík en þorðum ekki að hleypa Kelmundi þar út . Ég stakk alveg í stúf við túristana, þeir allir með hneppt upp að eyrum en ég í pilsi og stuttermabol . Löbbuðum stóran hring þarna og ég fékk fullt nef og munn af hveralykt, kostaði mörg opal.
Kíktum á kirkjuna í Krísuvík. Skrapp inn í hana og prófaði að standa í prédikunarstól, afar vinaleg kirkja. Einungis 2 leiði merkt utan við kirkjuna en ég hef grun um að við höfum verið hrasandi um hinar grafirnar. Ég leit af Kela í augnablik og þegar ég leit á hann aftur þá hafði hann lyft afturfæti við legstað sýslumanns sem þarna hefur hvílt sig í rúma öld. Keli þó ! ég vona þó að sýslumaður hafi ekki mikið móðgast við afhæfi hundasnans....þarna er líka hann Sveinn listmálari, grafinn 1997. Hann á líka altaristöfluna sem er þarna . Á altari liggur gestabók en ég gat ekki skrifað í hana, hafði engan penna. Þarna var líka grænn pollur , Grænipollur. Ekki tiltakanlega grænn eins og er samt.
Skoðuðum okkur um í Grindavík og trufluðum fólk þar í sjoppu. Fórum svo að Reykjanesvita og Reykjanesvirkjun. Kelmundur var ansi glannalegur á bjargbrúninni. Renndum í gegnum Hafnirnar og skoðuðum þar gamlar slóðir.
Ókum svo Keflavíkurveginn heim.
Ferðalagið tók okkur samt 3 tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
sumir eiga við erfiðleika að stríða
18.7.2009 | 14:10
og lenda í vandamálum eins og þessi unga stúlka. Fólk leggur hvert annað undir, vegur og metur...líki því ekki við viðkomandi þá er reynt að klekkja á þeim aðila. Fátt hefur jafnleiðinleg áhrif á veröldina en öfund.
Ég hefði hins vegar aldrei lent í hennar aðstöðu að vera fordæmd vegna fegurðar...haha. Fyrr hefði sko snjóað í helvíti.
En ég hef auðvitað verið fordæmd fyrir allt mögulegt annað. Ég sá aðra fyrirsögn áðan sem vakti athygli mína og sá "óvart" brot að bloggi konu um þetta mál. Fyrirsögnin var "sekta foreldra fyrir drykku unglinga" (eitthvað í þessa veru, man ekki nákvæmlega og nenni ekki að leita þetta uppi) en mér varð hugsað til þess að ég hefði líklega verið orðin svakalega blönk þá þegar sumir voru upp á sitt versta. Blogg konunnar sem ég vitna í er enn ein hörmungar dómhörkufærslan en það er kannski skiljanlegt í hennar tilviki.
Lífsreynsla er vont / gott dæmi. Maður lærir helling af henni en mikið ferlega er það sárt á meðan á því stendur....!
Takk vinkonur mínar hér að neðan. Ég hef ætlað mér að koma með blogg um vináttuna og geri það bara hérmeð.
Here goes
Í gærkvöldi þegar ég þrammaði um í kirkjugarði þá rakst ég á leiði míns gamla skólastjóra, Þráins Guðmundssonar í Laugalækjarskóla. Hann var í miklum metum hjá mér og best er að segja frá upphafi hvernig á því stóð.
Ég er afar tortryggin á fólk og eignast yfirleitt ekki vini. Þegar ég var unglingur þá flutti besta vinkona mín burt, systir var líka flutt að heiman og ég var ein heima með ma og pa. Á þeim aldri talar maður nú ekki alveg um hvað sem er við foreldrana. Ég varð ósköp niðurdregin, leiðinleg og uppivöðslusöm. Einkunnir hríðlækkuðu og mér leið áberandi illa. Oft hitti ég Þráinn á ganginum, hann horfði íhugull á mig og bankaði með vísifingri á efri vörina á sér. Eftir nokkur slík skipti þá gaf hann sig á tal við mig og sendi mig beina leið til skólasálfræðings...ég hafði gott af því en enn betra hafði ég af því að finna að einhverjum var ekki sama um mig og mína velferð.
Enn er ég samt svona...líst oftast ekkert á að hleypa fólki of nærri mér. Ég veit ekki hvort ég á að óska þess að það lagist eða hvað.
Sumir vorkenna mér að vera svona, ég veit ekki hvort þess er nokkur þörf svosem.
Njótið sólarinnar kæru vinir í tölvufjarlægðinni.
Stelpur (utanbæjarkonur) þið verðið að kíkja þegar þið eruð í borginni...ég skal reyna að kíkja á ykkur ef ég fer í þær tvær áttir sem um ræðir hehehehe
![]() |
Var hún of falleg fyrir fangelsið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Værir þú ?
18.7.2009 | 00:20
Værir þú vinur minn þá myndi ég segja þér að einblína á alla góða hluti
Værir þú vinur minn þá myndi ég reyna að hlífa þér
Værir þú vinur minn þá myndi ég elska þig
Værir þú vinur minn þá myndum við hlæja og gráta saman
Værir þú vinur minn-
- ertu vinur minn ?
Hver ert þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
hugmynd?
15.7.2009 | 18:37
![]() |
Vilja nýta dauða tímann undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ég var að koma úr jarðarför
14.7.2009 | 15:59
sem sló öll met í mínum huga. Hún var svo gjörsamlega sniðin að hinum látna, Hjalta Hafsteinssyni vini mínum og þá meina ég vini. Við erum að tala um rallýbíla fyrir utan, flotta athöfn sem sr Pétur í Óháða stýrði...svo kom rúsínan í pylsuendanum. Í minningu vinar okkar allra ók líkbíllinn fyrstur gamla rallýslóð sem liggur gegnum Öskjuhlíðina, rallýbílar fylgdu og áreiðanlega synir hans í þeim fyrsta, svo skröltum við öll hin niðureftir og okkur var fyrirskipað að gefa í og láta helst spóla á leið okkar að hótel Loftleiðum. Karlarnir sem stóðu á þakinu á háskólabyggingunni horfðu hissa á þessa undarlegu hersingu.
Þetta var bara snilld !
Hjalta vin minn kveð ég með sorg í hjarta. Ég hitti hann laugardaginn fyrir veikindin sem skullu á honum á mánudeginum, hann knúsaði vin sinn og á því lifi ég nú. Tónlistin í kirkjunni var frábær, Þursaflokkurinn og Ellen og KK...ég sat uppi og langaftast og tárin láku.
En ef allir sem Hjalti gerði greiða í gegnum árin hefðu mætt þá hefði þurft nokkrum sinnum stærri kirkju undir mannfjöldann.
Ég horfði í kringum mig í erfidrykkjunni og hugsaði með mér ; Innan um þessa kalla ætti hann Hjalti að vera sjálfur..
Guð geymi þig hjartans vinur og styrki Dísu og krakkana...Minning þín lifir með okkur, gömlum félögum og vinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Frábær dagur
12.7.2009 | 23:44
og ég alveg orðin fótalaus, mér er svo sannarlega nær- allt of þung kellan!
Ég vann sl nótt og komst ekki í bólið fyrr en um fimmleytið, ég er ekki vön að vaka svona lengi. Í gær hafði ég séð auglýsingu um safnadaginn og ákvað að fara og skoða söfnin a.m.k. hér í Hafnarfirði og stillti vekjarann svo ég svæfi ekki af mér daginn. Vaknaði á undan vekjaranum, auðvitað. Það var alveg brjálað veður !
Ákvað að bjóða pabba með og við töltum um Byggðasafnið í Hafnarfirði, skoðuðum Siggubæ og hús Bookless bræðra (það kom pabba nokkuð á óvart að rekast á bækur þar í hillu ) Siggubær er alveg dásamlegur ...
lýsing hans er svona :
Efst við Kirkjuveginn í skjóli Hellisgerðis liggur lítill bær sem kenndur er við síðasta ábúandann, Sigríði Erlendsdóttur. Bærinn er einn fárra svokallaðra bæja sem enn eru til í Hafnarfirði.
Siggubær er dæmigerður timburbær klæddur með bárujárni en bæjirnir svonefndu voru veggjalágir svo til allir undir súð og höfðu einungis glugga á göflunum. ........
til að fá framhald þá skreppið þið til Hafnarfjarðar. Sigga var kjarnakona, framsýn og félagslega sinnuð. Sannkölluð alþýðuhetja og íslensk baráttukona.
Við skoðuðum Sívertsen´s húsið og þar eru styttur af húsráðendum og vinnukonu sem gera manni nánast bilt við. Vinnukonan auðvitað í eldhúsinu og húsmóðir við dekkað borð í betri stofu. Karlinn sat og las..
Við ætluðum að skoða Beggubúð sem er þarna á bakvið en þar var allt læst.
Okkur langaði ekki að skoða gúttó né myndlistasýningu í Hafnarborg.
Við stoppuðum til að fá okkur ís í hitanum og ákváðum svo að storma til höfuðborgar og skoða sjóminjasafnið. Okkur til láns þá gátum við skoðað vandlega varðskipið Óðinn með góðri leiðsögn Guðmundar vinar hans föður míns. Hann auðvitað gerði ekki annað en að hitta fólk sem hann þekkti, ég var mest hissa á að hann skildi ekki lenda á kjaftatörn við vaxmyndirnar sem voru hist og her um söfnin til að bregða manni...nei þetta er nú bara spaug hehe.
En .....ég var alveg uppnumin að skoða skipið og þrammaði upp og niður og út og suður um allt skip. Vélarnar voru alveg magnaðar og þetta eru einu vélar þessarar gerðar sem enn eru í lagi í heiminum -held ég. Ég var svo heppin að vera krakki á þorskastríðsárunum og mínar hetjur voru varðskipsmenn, ég var dugleg að lesa blöðin og sökkti mér í allar fréttir af baráttunni á miðunum. Það er svona að vera félagslega fatlaður, maður les þá bara eða gerir eitthvað sem útheimtir ekki félagsskap annarra-lítið varið í það.
Svo brokkuðum við um allt sjóminjasafn og ég sá að ég sjálf gat hæglega orðið safngripur og pabbi passaði ágætlega inn í sumar aðstæður þarna á safninu. Úti í horni voru nebblega frystihúsakellingar að vinna í bónus og þarna passaði ég í.
Við sluppum þó af safninu og skoðuðum aðeins á bryggjunum- skipin. Fundum 2 rússnesk sem eru til sölu hjá skipamiðlara í Álaborg- væri ég hann þá færði ég skipin eitthvað annað til að selja þau. Sáum tvo hrörlega hvalbáta, líklega þá sem sukku um árið- kolryðgaðir alveg.
Við skiluðum pabba heim.
Segiði svo að Steinar taki ekki eftir ! Hann rak augun í nautasteik á góðu verði á gamla A-Hansen í Hafnarfirði. Og við þangað.
Nautasteikin er ágæt og kostar ekki nema 1500 fyrir manninn- kíkið á það.
En þá var komið að enn meiri skemmtun fyrir mig. Lalli hennar Öldu minnar er í Reykjavík og hann og stelpurnar voru hérna hjá mér í kvöld. Það er svo frábært að hitta þau. Lalli kom með talsvert af myndum sem hann hafði lofað mér, myndir af Öldu hraustri, Öldu veikri og myndir af stelpunum. Nú á ég fulla tölvu af myndum...víhí... en þið krakkar mínir - ef þið sjáið þetta og ég man ekki eftir að tala um það, þá megið þið fá myndir hjá mér af henni DindDind okkar.
En núna er ég orðin stein...uppgefin...
Mæli með söfnum landsins- þetta er ekki bara fyrir túristana.
Ég stakk í dag uppá við pabba og Steinar að við skryppum á safnið á Hnjóti það gekk ekki alveg upp í dag en vonandi kemst ég seinna í sumar- ég verð að komast ....
Halló !! Þið verðið að fylgjast með teljaranum hérna, það er gaman að sjá hver kemst næst 2.000.000.-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Framför
10.7.2009 | 22:28
en þá meina ég ekki þrot þessa fyrirtækis heldur ef þið opnið tengilinn og skoðið neðst þá birtir moggi bæði tengil á þetta fyrirtæki og líka Mosfellings. Undanfarið hefur Moggi gert þetta við dóma sem eru til umfjöllunar, þá er hlekkur á dóminn.
Ég er ánægð með þetta.
En sorgleg eru örlög þessa fyrirtækis.
Íslendingar þurfa að fá góðar fréttir !! HALLÓ--er einhver þarna uppi að hlusta ?
![]() |
Reykjalundur-plastiðnaður í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ó!
10.7.2009 | 17:02
þá er þetta ónýtt í viðbót við allt annað !
Fjárans...
stundum held ég að ..einhverjum sé illa við okkur ......
![]() |
Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
setning dagsins
10.7.2009 | 14:47
undir lok gríðarlangrar ræðu Bjaddna Ben.
"ætla þingmenn að láta þjóðina teyma sig ..."
það varð þykk þögn í þingsal.
Kíkið á vef alþingis og finnið þessa ræðu bara ef þið trúið mér ekki. Þetta er undir lok annars ágætrar ræðu, hann talaði eins og maður allan tímann og enginn með neitt vesen í salnum. (kannski var enginn þar, allir úti á Austurvelli í sólbaði ?)
En hér hefur verið legið grimmt í sólbaði í dag, sóldýrkandinn er Keli -svartur irish setter/boxer mix-
Svo skríður hann hér inn örmagna og leggst í bælið sitt.
Ég er ánægð með VG núna...um að gera að fara eftir sannfæringu sinni. Þingmenn sem ekki gera það eru að mínu áliti druslur......lufsur. *hóst* muna að vera kurteis sko !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar tærnar á mér krulluðust
9.7.2009 | 11:47
síðast þá var mánudagurinn 6 júlí. Síðan eru liðnir 3 dagar og tærnar eru enn í hönk. Þannig að það er best að fá álit annarra á þessu krullutásumáli.
Sko málið snýst um lesendabréf í MBL.
Viðkomandi sem skrifar, tekur svona til orða ;
Er aðstoð nauðsynleg ?
Ég var á gangi framhjá Eskihlíð á dögunum og fór framhjá húsnæði Fjölskylduhjálpar. Líklegast hefur úthlutun verið í gangi. Það var svolítið af fólki fyrir utan að bíða og flestir reykjandi. Á þeim tíma sem tók mig að ganga framhjá kveiktu flestir sér í fleiri en einni sígarettu. Mér er spurn ; ef þetta fólk er að bíða eftir matarhjálp væri ekki hægt að láta á móti sér að kaupa sígarettur og kaupa mat í staðinn ? Það er ábyggilega hægt að fá margt fyrir því sem samsvarar kostnaði við sígarettupakka.
Annað sem sló mig var að hinum megin við húsið stóð starfsfólk og reykti. Finnst fólki það réttlætanlegt að starfsfólk sé reykjandi og umgangist matvörur eftir það?
Mér finnst það ekki alveg passa.
Óánægður borgari
--------------------------------------------------------------
Þarna kemur nú bréfið frá þessum "borgara". Í hans heimi gerir þú annað af tvennu, reykir EÐA borðar. Ég losna ekki við ímyndina úr kollinum, ég sé hann skríða slefandi af forvitni og fordómum framhjá röðinni grandskoðandi hvern einstakling. Ég meina það, ég var um það bil heilar tíu mínútur með hverja sígarettu þegar ég reykti og ef fólk kveikti í MÖRGUM þá hefur "borgarinn " farið hægt framhjá.
Piff svona lið sko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)