Færsluflokkur: Bloggar

Kramin á sálinni (ekki lesa -skemmir jólaskap fólks)

Ég er óþolandi karakter.

Núna fórum við um víðan völl að gera hitt og þetta klárt, kaupa skó, fara á skötuhlaðborð, setja grenigrein hjá Himma, sækja föt í hreinsun.

Flest gekk vel.

En ég þoli ekki þennan kirkjugarð..!

Það er svo kalt þar og ég þoli ekki tilhugsunina um strákinn minn í kassanum ofan í þessum fjárans kulda. Ég gæti alveg tapað mér yfir þessu. Hjartað treðst upp í háls- kökkurinn í hálsinum ætlar mig alveg að kæfa og augun fyllast af tárum og ég verð svo reið, svo hræðilega reið og sár.

Svo má ekkert segja við mig lengi á eftir, allar tilfinningar í hnút og ég bara tek allt inn á mig....

Og nú sit ég hér og tárast af einskærri sjálfsvorkunn...

Jóla hvað?


Fyrir nokkuð löngu

varð mér á að fara til læknis, mér til skelfingar lenti í á afar lélegum lækni sem hræddi mig. Síðan hef ég helst ekki farið til læknis, hef einfaldlega ekki þorað því. Var nú svosem ekki sú duglegasta fram að því en fór þegar ég þurfti að fara. Í dag er ég gangandi sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið, nota það ekki.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré - fyrir rest.

Ég fór loks til læknis og er í endalausum rannsóknum. Sumt er komið í ljós en annað er í skoðun. Eitt er alveg ljóst. Mér hefði farnast betur ef ég hefði farið fyrr.

Umræddum lækni sendi ég hugheilar jólakveðjur, vonandi hefur einhver skorið úr honum "tröllann".

Unga stúlkan sem er læknir minn núna er yndisleg, mannleg og hlý og vill hlusta og skoða sinn sjúkling og hjálpa honum til betra lífs.

En vegna þess að ég talaði um "tröllann" þá er best að sýna ykkur mynd, svona hefur áreiðanlega trölli sem stal jólunum litið út þegar hann var tveggja ára. Þessi er hinsvegar af Hilmari Reyni ömmusinnarstrák sem er flottastur en svipurinn óneitanlega kostulegur.

Myndinni stal ég samviskulaust af vefsvæði dóttur minnar

HilmarReynirtröllabarn


Beðið eftir ....

Godot ? nei ég þekki hann ekki og finnst ólíklegt að hann banki hjá mér, vonandi ekki -er í náttfötunum !

Ekki er ég heldur að bíða eftir jólunum, þau koma hvort sem ég sit hérna eða þarna...koma líka þó ég verði ekki búin að bursta tennurnar í kettinum . Jólin eru nebblega svona uppáþrengjandi fyrirbæri, koma sama hvað. Enda hvernig væri það ef við þyrftum alltaf að bíða eftir að einhver væri búinn að einhverju...það kæmu aldrei jólin !

Ég hef komist að því síðan Skjár einn varð áskriftarstöð að Rúv sýnir helling af skemmtilegum myndum og þáttum...það er nóg fyrir mig. Er sko að tileinka mér nægjusemi !

Enn og aftur fordæmi ég myndbirtingar frá banaslysavettvöngum. Einhverjir þrasa og segja að það sé fyrirbyggjandi...spurning að sýna þá eldri myndir en ekki myndir þess slyss sem var að gerast. Ég var lánsöm í gær, datt ekki í hug að líta á www.dv.is en sú síða var opin niðri í vinnu þegar ég kom þangað. Þar blasti við bíll, við þekkjum vel svona bíl úr vinnunni okkar. Ég er hrædd um að ég hefði orðið miður mín hefði ég ekki getað fengið allar upplýsingar um leið og ég mætti í vinnuna.

Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta, það hafa ekki verið birt nöfn þeirra sem létust.

.....................biðinni er lokið, á þessu fyrirmyndarheimili á að fara að elda kvöldmat...tí híhíhí


Litið yfir árið 2009

Þetta ár hefur liðið hratt. Það hefur samt verið frekar skrýtið með sínum mishæðum.

Árið hófst á því að Alda mín fór að koma þéttar í bæinn. Fljótlega varð mér ljóst að við þennan krabba yrði ekki ráðið. Marga daga sátum við saman í Landsspítalanum við Hringbraut, á krabbameinsdeildinni. Ég prjónaði mér ullarkápu og tími ekki að selja nokkrum manni hana.

Alda var ekki ein þarna á deildinni, vinur okkar Steinars var þarna líka. Hann virtist betur staddur en Alda en þó ekki í góðum málum.

Alda lést 13 apríl 2009, á afmælisdegi hans Steinars míns. Hún lét eftir sig 3 yndislegar smátelpur.

Vinur okkar lést í september.

En á milli þeirra féll óvænt frá annar vinur okkar, hné niður við að þvo bílinn sinn og var óðar farinn inn í annan heim og varð ekki sóttur aftur þrátt fyrir tilraunir til þess. Það var snöggt ...

Lífið hefur tekið á sig rólegri myndir, sveifluminni myndir. Sorgin er þarna ..það  er grunnt á hana. Svo grunnt að stundum er ég undrandi. Um daginn sat ég og beið eftir Hjalta, þá kom lag í útvarpinu sem ég hef ekki heyrt áður, einhverskonar sálmur, og tárin láku og mér fannst ég svo Himmalaus. Á eftir var ég undrandi, það eru liðin meira en 2 ár og manni finnst að það ætti að vera komin þykkari hella yfir.

Prjónahobbýið mitt hefur kætt mig á árinu og fá þeir sem eiga peysur frá mér hlýjar jólakveðjur í orðsins fyllstu merkingu. Undanfarið hef ég verið í að prjóna á mig pils og það hefur verið skemmtilegt.

Við Steinar náðum þessum tíu ára áfanga á þessu ári og erum sæl í sinni með það..still going strong enda gæti ég ekki hugsað mér lífið án hans.

Krakkar sem okkur tilheyra og eru hérna megin hafa haft það gott á árinu, þær sem eru í skóla eru afar snjallar. Allir aðrir eru flottir líka en þetta árið fær Hjalli sérlegt hrós fyrir að vera búinn að yfirstíga allskyns erfiðleika með hreinum sóma. Ég hlakka til að sjá næsta ár hjá honum.

Barnabörnin fimm eru algerlega frábær, ekki englar en flottir krakkar. Ég held að það sé aðeins eitt af þessum fimm sem ekki hefur einhverja greiningu á bakvið sig. En þau eiga öll frábæra foreldra sem styðja við þau þannig að framtíðin verði samt björt og flott.

Lappi kvaddi á árinu, farinn að heilsu og orðinn blindur. Keli er hér eftir, hann skoðaði ólina hans Lappa þegar hún kom heim án eigandans en gerði ekki neina leit að honum eða neitt. Hann hefur hinsvegar breyst mikið í hegðun og er alveg frábærlega þægur hundur.

Við eignuðumst tvo kisustráka á þessu ári 2009. Rómeó kom til okkar, hann er nýlega orðinn 4ra ára. Það kom upp ofnæmi á heimili hans og við ættleiddum hann. Bolla kisan hans Hjalta eignaðist 7 kettlinga og við ákváðum að gleðja Hjalta með að taka til okkar einn, hann gæti þá alltaf fylgst með honum. Það er Tumi Tígur.

Af þessu má sjá að árið hefur ekki verið alslæmt þó byljótt hafi verið. Ég er kannski að verða svo vön mótvindinum að ég er farin á líta á það sem sjálfsagðan hlut ?

PS
Ég flýtti mér aðeins of núna en ég gleymdi að skrifa það sem gladdi mig hvað mest á þessu ári. Síðan ég var 12 ára þá vissi ég að pabbi hafði átt börn áður. Ég tók stundum aríur í að reyna að grafast fyrir um þessi börn hans pabba en með engum árangri. Á þessu ári skrái ég mig svo á Facebook eins og þúsundir annarra, pabbi minn gerir það líka og viti menn. Í ljós kemur Stjáni bróðir minn og svo Erla systir í kjölfarið. Þannig að nú eignaðist ég 2 systkini , komin á þennan aldur. Virkilega gleðilegt og ég er alsæl með þetta ....Nú á ég 2 systur og bróður..

 


Krákustígar

Fólk finnur sér margar leiðir úr sínum erfiðleikum. Þið hafið hér fylgst með minni leið. Aðrar mömmur hafa farið aðrar og allt öðruvísi leiðir, leiðir sem eru svo hræðilega endanlegar og sárar fyrir aðstandendur.

Fyrst var ég alveg ringluð, ég var að hugsa um að prufa að drekka vín eða fara í róandi pillur til að reyna að deyfa þennan hræðilega sársauka. Ég þrábað Guð um að taka mig strax, ekki láta mig lifa berandi þessa sorg. En hér er ég enn. Allt of oft er ég hér þjökuð og ósátt, tel dagana niður í að ég verði laus héðan og losni við sorgina.

Samt hef ég ferðast óralangt frá upphafinu. Upphafið er bara svo skelfilega þungur kross.

Það skulum við muna, þungur kross.

 


skipta tímanum

í lífi manns er ekkert auðvelt. Vinnan er mikill truflanavaldur -eins og hér í blogginu. Ég hef bara ekkert getað bloggað vegna vinnunnar ! Bæði dettur mér ekkert í hug í vinnunni -sko annarri vinnunni og í hinni vinnunni hef ég ekki netsamband plús það að ég er þrælbundin þagnarskyldu og má segja frá fæstu sem fyrir augun ber.

En nú er ég hér, enn og aftur lasin eins og hver annar aumingi- eða var það annar hver aumingi?

Veit það ekki og er eiginlega alveg sama.

Ég hef ekki farið í garðinn til hans Himma míns lengi en ákvað að þjóta um daginn - örstutt- var auðvitað á leið í vinnuna, hvað annað? Aðal ástæðan var að ég vildi sjá ljósið hjá honum, krossinn sem ljósafyrirtækið setur upp fyrir jólin. Það er einn örfárra reikninga sem stokkið er á hér á heimilinu og borgaður um leið og hann dettur á forstofugólfið. Ég var verulega ánægð með ljósið, nú er kominn steinninn hjá honum og þá skipti smá smekkvísi máli og það tókst þeim að gera. Ljósið passar vel við steininn og englana hans.

Ég hef verið lasin undanfarið en ekki með svínaflensuna held ég. Fékk loks greiningu á þetta og var sett á meðul. Nú er að sjá hvernig þetta fer svo í framhaldinu. Mér leiðist hinsvegar þetta ástand alveg hroðalega- ég er ekki nema hálf í hverju verki og það er ekki skemmtilegt !

Strákskottið mitt er að standa sig gríðarlega vel og ég er svo sátt við hann og það sem hann er að gera. Þegar menn virka eins og hann þá sér maður að kerfið virkar fyrir suma. Það gleður áreiðanlega þá sem vinna í kerfinu. Allt undir rós hehehe..

Afsakið bloggleysið...lofa ekki bót og betrun, það kemur í ljós.

Við erum að fara í endurbætur á eldhúsinu - búin að kaupa skápa á hluta og komin með verð á restina. Bara þessi hluti leggur sig á nærri 550 þúsund en það er með ofninum sem við vorum búin að kaupa. Það er ekkert smá sem svona hlutir hafa hækkað !

Farin að borða ís.

Heyri í ykkur


Konur lesið og njótið dagsins....(takk Birna)

Lífshættir og hamingja kvenna


The Joys of Womanhood

Höfundur: óþekkt afburðakona
Brilliant Woman Author Unknown

Íslenskað: óþekkur afburðakeli



Konur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér.

Women over 50 don't have babies because they would put them down and forget where they left them.

Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750 gr af konfekti verða 2 kg af konu.

One of life's mysteries is how a 2 pound box of candy can make a woman gain 5 lbs.

Ég læt hugann reika.., en stundum yfirgefur hann mig

My mind not only wanders, it sometime leaves completely.

Besta leiðin til þess að gleyma öllum vandræðum, er að ganga í of þröngum skóm.

The best way to forget all your troubles is to wear tight shoes.

Hið góða við að búa í litlum bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það.

The nice part about living in a small town is that when you don't know what you're doing, someone else does.

Með aldrinum verður erfiðara að léttast. Árin, líkaminn og fitan bindast vináttuböndum.

The older you get, the tougher it is to lose weight because by then, your body and your fat are really good friends.

Ég var einmitt að sættast við gærdaginn, en þá kom þessi dagur

Just when I was getting used to yesterday, along came today.

Stundum finnst mér ég skilja allt, en svo kemst ég aftur til meðvitundar.

Sometimes I think I understand everything, then I regain consciousness.

Ég hætti að skokka mér til heilsubótar þegar hitinn af læranúningnum kveikti í sokkabuxunum.

I gave up jogging for my health when my thighs kept rubbing together and setting my pantyhose on fire.

Undarlegt! Ég hengi eitthvað upp í skáp og eftir smátíma hefur það hlaupið um tvö númer!

Amazing! You hang something in your closet for awhile and it shrinks two sizes!

Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og : "Veistu, stundum bara gleymi ég að borða." Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima, hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana, En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!

Skinny people irritate me! Especially when they say things like, "You know, sometimes I just forget to eat." Now I've forgotten my address, my mother's maiden name, and my keys. But I've never forgotten to eat. You have to be a special kind of stupid to forget to eat.

Vinkona mín tók feil á Pillunni sinni og valíuminu sínu. Hún á orðið 14 börn, en henni er eiginlega alveg sama.

A friend of mine confused her valium with her birth control pills. She had 14 kids, but she doesn't really care.

Vandi sumra kvenna er að þær æsast upp útaf einhverju ómerkilegu og giftast því svo.

The trouble with some women is that they get all excited about nothing and then they marry him.

Það stóð í grein að dæmigerð einkenni streitu væru: að borða of mikið, kaupa það allt sem manni dettur í hug og að aka of hratt. Er ekki í lagi með þetta lið? Þetta er það sem gefur lífi mínu gildi.

I read this article that said the typical symptoms of stress are: eating too much, impulse buying, and driving too fast. Are they kidding? That is my idea of a perfect day.

Ég hef komist að leyndarmáli fatanna frá Victoria's Secret. Leyndarmálið er að engin eldri en þrítug passar í þau.

I know what Victoria's Secret is. The secret is that nobody older than 30 can fit into their stuff.

Fagnið kvenleikanum! Sendu þessa síðu
(eða rif úr þinni, ef þú ert karl) til allra geislandi kvennanna í lífi þínu.
Celebrate Womanhood! Please forward this page as an attachment to all the brilliant women in your life!
 
 

verkefni dagins

eru að reyna að bjarga stigaskorinu í leik sem spilaður er á facebook. Ég sé á meðan ég svaf hafa vinstúlkur mínar henst upp fyrir mig í stríðum straumum og það er ekki skemmtilegt.. :( (tapsár hvað)

Ég fer ekki ofan af því að mér finnst Marteinn skemmtilegur. Þá er það komið á hreint.

Mér finnst hins vegar ég sjálf mun minna skemmtileg. Núna var ég að druslast framúr eftir heila 14 tíma, þetta er ekki í lagi sko ! Ég er ekki lasin, er að vísu nokkuð þjökuð af gigtinni en kommon sko. Ég vaknaði nokkrum sinnum í nótt, á nefnilega svo góðan kettling sem kemur malandi og leggst nánast á andlitið á mér þegar hann ætlar að vera góða kisan.

Hjalla mínum gengur vel og það er frábært.

Jæja..best að reyna að labba aðeins með Kelann meðan Steinar sefur- svo er það hefðbundið búðaráp.

 


16 nóvember 1985 - 16 nóvember 2009

Á morgun ætti ég að baka pönnsur

Hann á afmælisdag á morgun hann Himmi.

Ég sat áðan í heimabankanum og stillti greiðslu til morgun. Textinn blasti við mér ; greiðslan verður framkvæmd 16 nóvember og hjartað tók aukaslag.

Þessi dagur er og verður erfiður.

Við vinnum að því núna að finna tíma, fjölskyldurnar, til að hittast bráðum af þessu tilefni.

Hilmar Már Gíslason hefði orðið 24 ára á morgun. Guð geymi hann og blessi og styðji okkur sem erum hérna megin.

°°°°°°°°°°°°°°°°°

Um daginn var ég að spá í framhaldslíf. Ég held að við lifum áfram í þeim sem þekktu okkur, vinum og ættingjum. Smá saman fjörum við út og gleymumst, verðum ekki annað en lína í ættartali einhvers grúskara. Rykfallin lína. Þrátt fyrir þetta óttast ég ekki dauðann, ég kemst örugglega að þessu þá....en eitt veit ég þó, ég losna við söknuðinn úr brjóstinu

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Þið megið setja ljós á kertasíðuna hans í tilefni dagsins á morgun


Ansi brothætt ...

og ég rek mig á það sífellt. Ekki þannig samt að ég sé alveg að missa mig, æpandi eða grátandi eða neitt svo dramatískt..en þolið er ekki mikið.

Í kvöld fór sonur minn í afplánun á eftirstöðvum dóms , hann fór ekki í lokað fangelsi. Hann fékk að fara í annað úrræði en þar eru reglur sem hann þarf að fara eftir annars er allt ónýtt og nákvæmlega ekkert eftir fyrir hann annað en hörð afplánun í lokuðu fangelsi. Þarna þarf hann að vera í tvo og hálfan mánuð, ekki langt kannski en inn í þetta koma jólin og svona. Dómurinn hans Himma var heldur ekki langur en hann kom ekki lifandi heim ! Fangelsismálastofnun hefur alveg verið á mannlegum nótum í hans málum, fyrir það er ég þakklát.

En hann gekk inn í þetta hús í kvöld klukkan 21, á sama tíma lagðist mamma hans í bólið, andlega þrotin af kröftum. Mér fannst ég hrynja í gegnum margar ímyndaðar hæðir af vonbrigðum, sorg og þreytu. Nú sit ég hér, í myrkrinu, í kjallaranum og leita að stiganum upp aftur, það veit sá sem allt veit að hér ætla ég ekki að vera.

Við snerum allri stofunni við í dag, ég beit í mig að fara að bóna gólfið, er sko með gamalt parket sem er ekki sérlega fallegt ...það snarlagaðist við bónið !

En nú ætla ég að halda áfram að halda vöku fyrir vesalings Steinari mínum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband