Kramin á sálinni (ekki lesa -skemmir jólaskap fólks)

Ég er óþolandi karakter.

Núna fórum við um víðan völl að gera hitt og þetta klárt, kaupa skó, fara á skötuhlaðborð, setja grenigrein hjá Himma, sækja föt í hreinsun.

Flest gekk vel.

En ég þoli ekki þennan kirkjugarð..!

Það er svo kalt þar og ég þoli ekki tilhugsunina um strákinn minn í kassanum ofan í þessum fjárans kulda. Ég gæti alveg tapað mér yfir þessu. Hjartað treðst upp í háls- kökkurinn í hálsinum ætlar mig alveg að kæfa og augun fyllast af tárum og ég verð svo reið, svo hræðilega reið og sár.

Svo má ekkert segja við mig lengi á eftir, allar tilfinningar í hnút og ég bara tek allt inn á mig....

Og nú sit ég hér og tárast af einskærri sjálfsvorkunn...

Jóla hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ mússí, mússí, mússí, ef einhver á rétt á sjálfsvorkunn og það "heavy" þá ert það þú. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 18:27

2 identicon

Ekki sjálfsvorkun heldur hrein og klár sorg.Þannig eru sumir dagar en aðrir betri .Ég fer í Garðinn á morgun með stelpunni minni og húsbandi.Minn strákur fær líka jólagrein.Þessi ferð í garðinn er erfiðust,fjölskyldan kemur saman við gröfinni hans.Þetta er einfaldlega svo vont elsku Ragga mín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 19:11

3 identicon

Já og þú ert svo frábær og yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 19:12

4 identicon

Ragga mín, hugsaðu þér bara að í garðinum er bara skelin. Himmi er þar ekki, hann er á góðum stað, bæði í himmnanna sal óg í hjarta ykkar (okkar)allra sem þykja vænt um hann. Ég fer helst aldrei upp í garð hvorki til pabba eða tengdaforeldranna nema til að hugsa um leiðið. Honum Himma þínum er ekki kalt þar sem hann er, hann er umvafinn kærleik og hlýju elsku Ragga mín.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 19:34

5 identicon

Sæl Ragnheiður.

Því fylgir óendanlegur tómleiki og sektarkennd
að vera staddur við leiði náins ættingja og
uppgotva sjálfan sig á röngum tíma, á röngum stað
og í kolvitlausu lagi.
Hinum helga reit er hægt að sýna ræktarsemi en
ef til vill næst mestur samhljómur með því einfaldlega að
kveikja á kerti, ekki aðeins á jólum heldur miklu frekar þegar
hver og einn skynjar ósýnilega, ósnertanlega og óútskýranlega
nánd við þann veruleika sem við blasir en hann er allur upphafinn
því það sem var, það er, - og þannig hverfur hið torkennilega
rúm tómleikans og sektarkenndarinnar og viðtekur fullvissan
um það sem lifir að eilífu og verður aldrei burtnumið og innst inni
vissi hugurinn það allan tímann að allt var það ekki annað
en satt og rétt.
Gleðileg jól.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hann er ekki "í kassanum". Eins of húsari segir, þá er engin ástæða til að fara í kaldan kirkjugarð til að minnast hanns. Hafði þína eigin stund, í friði og hugsaðu til hans. Gefðu honum góðar og jákvæðar hugsanir og vertu þess fullviss að hann mun njóta þess. Vert líka þess fullviss að hann vill ekkert frekar en að þér líði vel og að þú hafir góðar stundir. Ef þú kvelst, þá kvelst hann með þér.

Hörður Þórðarson, 23.12.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eins og Birna Dís segir svo réttilega. Ekki sjálfsvorkun - heldur sorg. Og bara allt í lagi með það

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Gledileg jol Ragga min                                                                             Thad er gott ad geta gratid elsku vina.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.12.2009 kl. 23:42

9 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Gleðileg jól Ragga mín.

            Kærleikskveðjur

                       Vallý

Valdís Skúladóttir, 24.12.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Falleg hugleiðing sem Húsari sendir þér.

Ég tek undir með honum og óska þér friðar og ljóss í hjarta, mín ljúfa vinkona.

Anna Einarsdóttir, 24.12.2009 kl. 01:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín hvað ég skil þig vel.   En eins og þau segja hér, þá er eitt alveg víst að hann er ekki þar... í kirkjugarðinum.  Hann er annað hvort farin eitthvað burt til annara starfa, eða að hann er með þér í hlýju eldhúsinu að stússast með þér.  Svo það er alveg óþarfi að vera löt með að baka og svoleiðis.  Því hann vill í rauninni vera með í því sem gert var fyrir.  Knús á þig elskuleg mín, svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2009 kl. 02:35

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Ég sendi stórt knús í þitt hús

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2009 kl. 02:39

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Ragga mín, sorgin er lúmsk og læðist stundum aftan að manni, þá leitar maður huggunar hjá þeim sem maður veit að vilja manni vel.   Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar jólahátíðar.

Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2009 kl. 04:23

14 Smámynd: Ragnheiður

Kæru vinir innilegar þakkir fyrir að gefa ykkur tíma til að skrifa þessar línur hér til mín. Þessar kveðjur og fallegu hugleiðingar ylja svo sannarlega og kirkjugarðskuldinn hefur látið mikið undan síga fyrir bragðið.

Hugheilar jóla og nýárskveðjur til ykkar með þakklæti fyrir árið sem er að líða

Ragnheiður , 24.12.2009 kl. 10:25

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar hjá mér. Ekki fara í kirkjugarðinn ef það kvelur þig. Þangað á bara að fara á sumrin í góðu veðri. Bið að heilsa Hilmari. Man vel eftir honum. Gleðileg jól.

Sæmundur Bjarnason, 24.12.2009 kl. 13:37

16 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Elsku Ragga mín. Himmi er ekki í kirkjugarðinum og ég veit þú veist það. En ég veit og skil hvað þú meinar. Ég fór að leiði mömmu í dag og leið kannski ekki nákvæmlega svona, en á minn hátt ... ekki ósvipuðum þínum. Líkami okkar er bara hulstur utan um sálir okkar og þín er einstaklega hlý og falleg. Himma sál var það líka og hún sveimar yfir og allt um kring.

Ég hugsa til þín núna á jólanótt.

Rannveig Guðmundsdóttir, 25.12.2009 kl. 00:33

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Þú ert EKKI óþolandi karakter

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 11:19

18 identicon

Elsku Ragga mín ..

Gleðileg jól kæra mín ...ég veit að þetta er erfitt!

Knús Inda

Inda (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 18:13

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragnheiður mín.

Mundu að það eru bara líkamsleifar sonar þíns sem eru í kistunni. Sálin er annars staðar.

Þegar þú skrifar um þetta þá rifjast upp fyrir mér þegar mamma dó. Ég bað pabba aftur og aftur að setja mömmu ekki ofaní moldina. Mér fannst það svo óhugnanlegt að setja hana ofaní moldina. Við erum greinilega svipaðar.

Guð veri með þér og gefi þér styrk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband