Færsluflokkur: Bloggar

bæði tengi og lími

Vonandi verður þetta ekki ruglingslegt hjá mér, ég ætla að setja mín innlegg á milli sem rauð. Sjáum hvernig til tekst !

 

Samþykkt var á Prestastefnu í dag, með 56 atkvæðum gegn 53, að vísa tveimur tillögum sem lágu fyrir fundinum um lagafrumvarp um breytingar á hjúskaparlögum, til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar.

Fyrir Prestastefnu, sem nú fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ, lá tillaga frá 91 presti og guðfræðingi um að lýsa stuðningi við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um að ein hjúskaparlög gildi og þannig verði afnuminn sá munur, sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestingar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.

Hér hnaut ég fyrst um í textanum, tillaga frá 91 presti og guðfræðingi. Hversu margir eru þá á móti ? Hversu margir eru prestar ?

Sagði í tillögunni að íslenska þjóðkirkjan væri í stakk búin til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar gruðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband.

Geir Waage, sókarprestur í Reykholti, lagði á móti fram tillögu á Prestastefnu um að beina því til Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Sagði Geir við mbl.is, að það myndi þýða, að prestar færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess. 

Þessi tillaga hljómar afar illa í mínum eyrum. Myndi fólk gera þetta - fara til fógetans og svo í kirkjuna ? Ég held ekki

Umræða um tillögurnar hófust á Prestastefnu í morgun og voru skoðanir skiptar. Þriðja tillagan kom þá fram frá sr. Gunnlaugi Garðarsyni um að vísa hinum tveimur tillögunum til biskups og kenninganefndar kirkjunnar sem muni síðan skila áliti um málið.

Í kenningarnefnd sitja biskupar og fulltrúar presta og guðfræðideildar Háskóla Íslands. Nefndin hefur áður fjallað um staðfesta samvist og afstöðu kirkjunnar gagnvart henni.

Hver var niðurstaða nefndarinnar áður ? Eru álit þessi birt einhversstaðar opinberlega ?

© 2010 Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Þorði ekki annað en að hafa þetta með hohoho!
Ég er kristin. Ég vil vera í samfélagi við Guð, lifandi Guð sem er í takti við mannlíf nú um stundir. Ég vil ekki einblína eingöngu á bókina, Biblíuna, enda tel ég að margt í henni eigi bara ekki við í okkar samfélagi lengur. Sumt er algilt eins og boðorðin.
Kærleikurinn :
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
 Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur

I don´t cook !

ég er alveg að spá í að nota þessa setningu bráðum hér heima. En við nánari umhugsun komst ég að því að hún er að hluta til rétt. Ég vinn vaktir og elda hreint ekki öll kvöld, það er af sem áður var þegar krakkarnir voru litlir, alltaf eldaður kvöldmatur.

Núna eru tveir "rosknir" herramenn hér heima, alveg tuttuguogtveggja ára - mamman vorkennir þeim ekki mikið að bjarga sér um mat .....jú smá...grey kallarnir....


mbl.is Geyma föt í bakaraofninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

en afhverju ekki fyrir löngu ?

Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt mál.

"hin gömlu og helgu gildi .. " segir biskup og játar þar með að hafa ekki stutt ein hjúskaparlög.

Það finnst mér miður en ég geri mér þó ágætlega grein fyrir að það er engin ein skoðun á ferðinni hjá þjóðkirkjunni og að ég fari nú ekki að tala fyrir munn allra þeirra sértrúarsafnaða sem til eru hér á landi.

Ég styð 100 % hjónaband fólks, sama hvort þar eru "gamaldags" hjón, tveir karlar eða tvær konur.


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

loksins

kom eitthvað könnunardæmi sem ég lít vel út í !

Líklega er ég með innan- og utanvert nikkelofnæmi og þarf að hafa verkjatöflur sem staðalbúnað með súkkulaðiátinu. Mér finnst braka í höfuðskeljunum og fæ slæman höfuðverk ...

 


mbl.is Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég er nú ekki fljótust að hugsa

en að mér læðist illur grunur. Ég held að við, almúginn, eigum að borga þetta svínarí allt.

Ég fann nefnilega nánast innheimtumann ríkissjóðs í forstofunni hjá mér áðan, að vísu í bréflíki. Honum var snarlega skúbbað upp og ég fór með hann til endurskoðandans. Endurskoðandinn brosti bara, bréf eru til þess að svara þeim glotti hann og taktu gleði þína á ný Ragnheiður ...

En svo fór ég að spá...

framtalið mitt er nánast eins og í fyrra, árið þar á undan og árið þar á undan....

Hvað vill þessi innheimtumaður ?

 

Steingrímur, viltu gjöra svo vel og fara vel með atkvæðið þitt !


mbl.is Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í litlu samfélagi

kúrir sorgin nú.

Aðstandendum votta ég samúð, þessi spor eru svo gríðarlega þung.

Guð geymi þær

fréttatengill


Hvernig er kínverska spakmælið?

með að þú getir ekki sett þig í spor annars nema hafa gengið í sporunum hans ?

Munið þið þetta nákvæmlega ?

ég hef verið að hugleiða einmitt þetta í dag. Maður hefur allskyns fólk í kringum sig - alla æfina. Ég tók góðar skorpur í sálfræðingum og AlAnon og svona dóti öðruhvoru. Það sem einn sálfræðingurinn sagði við mig í einum tímanum hefur alltaf verið í huganum. Hann sagði að þrátt fyrir að fólk segi að blóð sé þykkara en vatn þá á maður einfaldlega ekki að umgangast fólk sem lætur manni líða illa. Ég man ekki hvaða sálfræðingur þetta var, ég byrjaði að fara í skóla, unglingadeild. Þá var ég svo lánsöm að hafa Þráinn skólastjóra í Laugalæk og hann var mér afar góður og sendi mig m.a. til sála. Ég man ekki enn  hversu létt sporin voru upp úr kjallara skólans eftir fyrsta tímann. Frábært.

Síðan hafa þeir verið fleiri og ýmislegt annað sem ég hef verið að notast við til að reyna að koma böndum á drauga fortíðar. Stígamót voru t.d. alveg ágæt og þar skrifuðum við bréf til kvalara okkar og áttum að lesa fyrir þá eða senda þeim. Minn var þá þegar í gröfinni þannig að ég las það þar.

Oft hafa þetta verið örfá skref áfram en enn fleiri afturábak. Núna er eitt afturábak tímabil í gangi. Í þessu tilviki snýst þetta um ; heggur sá er hlífa skyldi. Það er ekki varið í það en aldrei læri ég að treysta ekki á þetta fólk.

Verði mér að góðu

En það er fullt af góðum félagasamtökum þarna úti. Við skulum vera dugleg að nota okkur það - þau okkar sem þurfum þess með. Fyrir okkur sjálf.


a bit blue

og kannski er ástæða til. Kannski er engin ástæða til. Það fer líklega eftir því hvern maður spyr. Fólk hefur endalausar skoðanir á manni, innan og utan. Þrátt fyrir að maður reyni að skeyta ekki um það þá stundum bítur það mann í bakið. Undarlegasta fólk bregst.

Þetta var ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í dag heldur þetta.

Mig dreymdi draum í morgun. Ég var að ganga frá öllum mínum hlutum. Þetta voru s.s. mínir síðustu dagar. Þetta fór allt voðalega huggulega fram. Ég var að gramsa í allskonar dóti og velja hver ætti að fá hvað. Sigga átti t.d. að fá allt prjónadraslið. Ekki veit ég hvað hún ætti að geyma það, ekki beinlínis plássrík.

Svo vaknaði ég.

Ekki lasin, ekki dauð. Og ég varð sár. Ég var alveg til í að láta þessu lífi lokið og var ekki sátt við að vakna hraust, lífleg.

Það var spes.

Það er að vísu ekkert nýtt að ég hafi takmarkaðan áhuga á þessu lífi. Ég er margbúin að leita eftir hnappi sem stendur á restart en finn hann ekki. Það þarf að þrauka hér og vona að það komi eitthvað betra á eftir þessu.

Ég ætlaði líka að fjalla um fyrirgefninguna eins og ég sé hana. Fólk sem æðir áfram í hroka og telur sig eiga heiminn og ráða öllu sem þar gerist eru ekki þess verð að þeim sé fyrirgefið. Þau tala um fyrirgefninguna en meina ekki neitt í raun með því. Samt er aldrei hægt að fyrirgefa fólki fyrr en fólk biður um fyrirgefningu. Sumt er ófyrirgefanlegt. Þannig er það bara.

Lífið er fullt af hindrunum. Sumar vefjast ekki fyrir manni en aðrar þvælast fyrir manni alla æfina. Maður reynir að leysa vandann en hann kemur alltaf aftur upp.

Það er þreytandi.

Ég held að ég ætti að hafa lokað fyrir athugasemdir- þetta er ekki umræðupistill.

Bara taut

og raus.

 


Úff

Mér varð næstum illt að lesa upphaf fréttarinnar, mest hrædd um að enn ætti að rukka okkur ræflana hér á Íslandi.

Ég er óttalega flughrædd, ég hefði líklega ekki þorað upp í flugvél við þessar aðstæður.

Á ég eitthvað að vera að segja ykkur að ég hef aldrei farið til útlanda ? nei nei ég sleppi því bara !


mbl.is Vill bætur fyrir flugbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá það !

Ég var ein þeirra sem hélt því fram að Þorsteinn Davíðsson ætti ekki að gjalda föður síns við embættisveitinguna. Ég hafði rangt fyrir mér. Þetta var ekki rétt gert segir héraðsdómur Reykjavíkur.

Og þar höfum við það og ég ét skoðun mína ofan í mig aftur.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband