Færsluflokkur: Bloggar
Var ekki varað við þessu ?
24.3.2013 | 14:59
Af þessum alræmdu heimamönnum sem aldrei virðist mega taka mark á ?
Straumar og sandburður eru þekktir þarna.
Hvað ætli við ætlum að reka okkur oft á að fara eftir einhverju sem einhver kall á skrifstofu teiknar, grunlaus um aðstæður á staðnum. Svo er þetta gert þannig og bíddu, ha ? þetta virkar ekki..!
Ég vaknaði í morgun við að það var eldgos í Hafnarfirði. Sem betur fer er ég ekki berdreymin :)
Straumar valda Herjólfi erfiðleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ég er búin að lesa
24.3.2013 | 01:53
þessa fyrirsögn vitlaust margoft. Mér sýnist alltaf standa þarna,, myndaði Vilborgu skríða burt..
Hvað ætli kosti á svona einfalt lestrarnámskeið ?
Hún er alger jaxl að hafa farið þetta. Þetta er eitt af því sem ég hefði ekki getað gert, ekki einu sinni þegar heilsan var í lagi
Myndaði Vilborgu að skíða burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endalaus barátta
22.3.2013 | 12:56
gegn lífeyrissjóðunum, meintu fjársukki þeirra og öðru.
Hann tekur þarna upp frétt úr blaði, með þeirra leyfi. Viðfangsefni blaðsins er ekki sátt við þessa aukaumfjöllun. Það er þó vitað mál að leyfi maður blaði að fjalla um sig þá geymist það á vefnum um aldur og æfi.
Hér er til dæmis gaman að slá inn nöfnum og skoða gamlar umfjallanir.
Þá reyna einhverjir að koma með falinn tilgang með auglýsingu Helga.
Að mínu áliti mættu vera fleiri eins og Helgi - ötulir baráttumenn.
Helgi í Góu: Tengist ekki sölu á páskaeggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ég hef haft miklar
20.3.2013 | 16:12
efasemdir um að skóli án aðgreiningar virki í raun og veru.
Ég átti son sem hefði þurft svo miklu meiri stuðning en hægt var að fá.
Það er ekki hægt að hrúga öllum svona saman og ætlast til að það gangi bara eins og smurt.
Svelta svo kerfið af fjármagni og halda að þetta "reddist"
Hegðunarvandamál aukast í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Varnargarðar virka
20.3.2013 | 15:42
virðist vera og mikið er það nú gott.
Veturinn hristir enn úr fiðrinu þarna fyrir vestan og norðan. Á meðan sitjum við í kulda og svifryki hér á höfuðborgarsvæðinu.
Snjóflóð féll við Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er vinur þeirra
20.3.2013 | 15:38
á Facebook og hef oft gaman að þeim þar.
Fyrir stuttu settu þeir inn "sögu" en urðu að taka hana burt aftur. Þeim varð á að nota óheppilegt orðalag um konu sem er í laginu eins og ég
Fólk er stundum svo háheilagt að það hálfa væri hellingur bara :)
Ég vil halda að vera þeirra á samfélagsmiðlum sé til bóta.
Tólf tíma lögreglutíst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er nú að verða
19.3.2013 | 21:36
heimsmet allir þessi frambjóðendur sem valið stendur um í vor.
Eitthvað verður næsta þinghald furðulegt með öllum þessum flokkabrotum og einum, tveimur þingmönnum úr hverju framboðinu.
Jáhérna hér !
Flokkur heimilanna stofnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning sem stundum hefur heyrst
19.3.2013 | 21:33
er þessi ;
Klukkan hvað byrja norðurljósin ?
Það átta sig ekki alveg allir á að þetta eru duttlungafull ljós. En þessar spár veðurstofunnar hafa gefið góðan róm.
Hróp og köll þegar ljósin birtast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skömmin sú arna
18.3.2013 | 10:29
Það hefur nú aldrei þótt góð latína að ferðast um í lögreglubílum
Gotti fundinn og færður í lögreglubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vá
18.3.2013 | 10:27
Rosalega hlýtur að vera vont að lenda í þessu. Ég er með gas hér heima og finnst miklu betra að elda á gasi. Tekur mun minni tíma og svona.
Þarna hefur verið mikið lán að enginn meiddist
Þegar ég bjó á Snæfellsnesi þá fannst mér ég alltaf vera komin næstum heim þegar ég kom í Vegamót :)
Vá ég er auli ! þetta eru alls ekkert Vegamót á Snæfellsnesi heldur Vegamót niðri í miðbæ Reykjavíkur. Ég læt þetta samt standa en með þessari klausu hér neðst. Maður verður að fá að vera auli stundum og ekkert verra að deila því með öðrum.
Kröftug gassprenging á Vegamótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)