Jæja
2.3.2008 | 13:56
ég er svo löghlýðin að ég þorði ekki út áðan, það var verið að biðja vestmannaeyinga að vera kyrrir inni og ég ákvað að fara bara eftir tilmælunum þeim til samlætis enda stödd í staðbundnu óveðri. Hér festist annar hver nágranni í endanum á götunni (já staðbundið) og hinn nágranninn á móti, annar hver nágranni aftur, kemur og dregur upp þennan fasta.
Það varð messufall í Eyjum en örugglega ekki hérna, þessir föstu hérna eru að reyna að komast í messu en hinir eru að fórna sér til að koma nokkrum sálum í Guðshús.
Steinar verður bara að kaupa inn einn. Hann hlýtur að geta það. Hann var næstum orðinn kallrembusvín áðan, held að það hafi verið óvart samt. Nágrannakona mín á stóran jeppa og var að draga upp fastan bíl áðan. Minn kall gloprar út úr sér einhverri athugasemd um að kona sé að brasa í þessu. Hann var snarlega leiðréttur og minntur á að hans eigin kona hefði nú stundað það að draga upp bíla ef þess hefði þurft. Stuttu seinna forðaði hann sér, út í óveðrið og þóttist ætla að vinna. Iss hann situr áreiðanlega í nálægum skafli og skammast sín...hoho. Hann þorir þessu ekki aftur.
Las frétt um að barn hefði verið skilið eftir í leigubíl, aldrei hef ég fundið neitt svona sniðugt í mínum bíl....bara eitthvað drasl eins og veski, farsíma, lykla og nærbuxur. Ég hefði viljað eiga þetta barn fyrst enginn vill eiga skinnið.
Ferðin til Indlands.
einhverntímann vorum við að horfa á þátt um Indland og farið var í gegnum einhver fátækustu svæðin þar. Mér fannst afar erfitt að horfa á þetta en sagði ekki neitt. Eftir smástund segir Steinar ; Minntu mig á að fara ekki með þig til Indlands ! Ég vildi fá skýringu á þessu. "Þú kæmir heim með alla sem ættu bágt" Þá hafði hann tekið eftir hversu illa mér leið við að horfa á þessa örbirgð þarna...ég meina það, fólk býr í pappakössum ! Hænsnakofinn á lóðinni hjá mér væri alger lúxus...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagsmorgun
2.3.2008 | 11:07
og það er hríð.
Ágætur dagur í gær í tiltekt og öðru sem setið hefur á hakanum vegna starfa utanhúss. Svaf vel og slapp við draumarugl. Í síðustu viku dreymdi mig tóma prentvillu og man það meira að segja ennþá.
fyrri draumurinn var svoleiðis að ég sat yfir sjúkling, hef gert það nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Svo tók ég upp á því að myrða sjúklinginn (að vísu að hans eigin ósk) Sjúklingurinn var samstarfskona mín til að byrja með en þegar dauðinn kom og sótti viðkomandi þá hafði hún skyndilega breyst í Grétu móðursystur...um leið og það gerðist þá vakti Steinar mig og ég sagði honum að hann væri heppinn að ég dræpi hann ekki. Ég væri greinilega með einhverjar morðtilhneiginar í undirmeðvitundinni.
Í seinni draumnum vorum við Steinar á vöggustofu að tala við konu, pólska konu. Við vorum þarna að skoða okkar eigið barn og konan sagði á bjagaðri íslensku að það væri ekki undarlegt að barnið væri stórt og benti á Steinar. Svo litum við í vögguna og þar var Hilmar Reynir.
Mér fannst undarlegast við þennan að það var verið að kynna mig fyrir nýju barni, hvar var ég þá þegar það fæddist ? í kaffi ?
Ég er náttlega mikið að spá í Himma minn þessa dagana. Það er eðlilegt. En svo er ég undarleg. Ég get talað um andlát hans og aðbúnað fanga þar til ég verð blá í framan og mér hrekkur ekki tár af hvarmi á meðan. En svo gerist eitthvað lítið og þá fer ég í kerfi. Í gær var það auglýsing sem minnti okkur Bjössa svo á Himma.
Himmi að vekja Bjössa um árið
Himmi; daddaradadaddada !
Björn ; (steinsofandi í rúmi sínu) Dagskrá vikunnar!!
Þessi auglýsing kom í gær, ég hef ekki heyrt hana lengi. Við Bjössi sátum þegjandi við eldhúsborðið og sáum fyrir okkar prakkarasvipinn á Himma.
Annars er ég góð bara. Sátt við að eitthvað sé spáð í aðbúnað þeirra manna sem ekki ganga réttan sporbaug í lífinu. Þó maður verði fórnarlamb slíkra manna þá græðir maður svo sem ekkert persónulega á því að brotamaðurinn komi enn verri út en hann fór inn. Það eru 7% fanga sem brjóta ekki af sér aftur miðað við þessa grein í DV. Það hlutfall eigum við að stefna að því að hækka, hækka verulega. Það getum við gert með því að breyta áherslum inn í fangelsum, bjóða meiri þjónustu og vinna betur með þá á þeim tíma sem þeir geta hvorteð er ekkert farið. Ég segi bjóða en ég vil meina að það þurfi að skikka þá í sálfræðiviðtöl. Sumir þeirra eiga orðspors að gæta og vilja ekki láta um sig spyrjast að þeir gangi til sálfræðings, eflaust veikleikamerki. Svo þegar þeir hafa farið í nokkur slík þá er aldrei að vita nema það náist samband inn fyrir brynjuna og þá fari að verða einhver árangur af starfinu. Það er engin patentlausn til en með vinnu á að vera hægt að hjálpa fleirum. Gamli hugsunarhátturinn með að geyma þá þarna, þeir geri ekkert af sér á meðan, dugir ekki lengur. Við þurfum að hugsa um hvað við viljum fá á göturnar aftur, endurhæfða menn eða urrandi óargadýr ?
Ég veit að við náum alls ekki til þeirra allra en 7% ? við getum gert betur en það.
Annars er ég alin upp í þessum feluleik. Einn ættinginn var öðruhvoru í afplánun á sínum tíma. Mér ,sem krakka, var sagt að hann væri á síld. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að ég áttaði mig á að síldarvertíð er ekki á öllum mögulegum árstímum.
Búin með orðin...í bili.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hlusta á þetta þegar ég tek til
1.3.2008 | 12:56
Það er varla nokkuð til sem mér finnst flottara !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bjartsýnisfærsla í tilefni dagsins
1.3.2008 | 11:08
Nei ég held ekki með Liverpool.
Þetta er Mumma að kenna, var að lesa hjá honum.
Liverpool á flottasta stuðningsmannalagið, það er ég sannfærð um.
Njótið dagsins og sólarinnar
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Örfærsla
29.2.2008 | 11:44
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er himinsæl
28.2.2008 | 00:04
vegna þess að ég lét plata mig í dag. Steinar fór og keypti dekk fyrir pabba sinn, ekkert mál með það náttúrlega. Svo kemur hann til mín í vinnuna og segir ; við erum að fara í kjötsúpu í kvöld ! Hann tók engin undanbrögð gild og eftir smástund þá hugsaði ég með mér, hvaða vitleysa er í þér kona ! Skelltu þér bara með kallinum og prufaðu að fara út aðeins.
Við fórum upp á Skaga og fengum góða kjötsúpu, horfðum svo á sjónvarpið og skoðuðum húsið hjá tengdaforeldrunum. Þau fluttu uppeftir í fyrra og eiga þetta líka flotta raðhús.
Kvöldið varð afar ánægjulegt og ég fór svo sátt heim. Ég er náttlega orðin dauðleið á sjálfs míns félagsskap og því að nenna aldrei neinu.
Við ókum heim, fyrst í stórhríð á Skaganum...svo í logni og blíðu á Kjalarnesi ...stórhríð í Mosó og alla leiðina heim. Nei nú er ég farin að hljóma eins og Gurrí skagastelpa hehe.
Ég er búin að eignast veiðifélaga , sé það í kommentunum að Sigrún er til í að koma og veiða með mér hehe.
Ætla að kíkja á Kastljósið núna áður en ég fer að sofa, heyrðist það fjalla um skandal á Álftanesinu...obbobbobb....
Ég ætla ekki að fá mér lögfræðing en eru ekki örugglega allir búnir að ritskoða bloggin sín ?
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þessi ætti að leggjast inn í sparisjóð grínista
26.2.2008 | 22:13
Stundum eru leiðslurnar í mér í flækju eins og eftirfarandi samtal við húsbóndann sýnir ..
Það var verið að horfa á tíufréttir og fréttin snerist um kallaperra í sundlaugum.
S : Hana nú, þá þorir maður ekki í sund lengur !
R : Þú ert ekki barn !!!
Meiri sauðurinn sem ég get verið enda hló kallinn sig máttlausan. Hann var að meina svo hann yrði ekki grunaður um að vera sundlaugarperri. Ég sá hann bara sem fórnarlamb
Ég er annars hress. Fór í annarra manna hús í dag og bakaði vöfflur, fékk 31 púsluspil að launum hehehe. Ætli maður geti fengið frí í vinnunni vegna anna við að púsla ?
Fór og fékk mér fisk í matinn, í kvöld og næsta kvöld og mér finnst ég vera með öngulinn í rassinum. Fiskdóninn kostaði rúmlega 1200 krónur hvor máltíð ofan í 3 vesældarhræður, ég meina það. Fjárfesti í stöng bráðum og dorga hérna á norðurnesinu.
Sjæs hvað maður er utan við sig suma daga. Í gær var ég að horfa á CSI og sá söguþráðinn áður en hann gerðist, sem sagt fattaði plottið. Í dag var ég eftir mig og fattaði alls ekki neitt. Ekki getur maður verið klár 2 daga í röð.
Fór í gegnum myndirnar og fann nokkrar sætar Himma myndir í viðbót. Það sem hann var sætur snúður...ji minn eini.
MSN er enn bilað, ég er ekki í fýlu og ekki dauð og ekki sofandi har har har.
Bless!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hversu hratt
26.2.2008 | 14:24
hefur þessi kona ekið ? Hún deyr í slysinu og fjórar stúlkur, 9 manneskjur eru slasaðar. Hversu hratt er ekið ?
Þessi frétt sló mig í morgun og ég hef haft hana á heilanum síðan, ég skil þetta ekki vel. Það er sagt að þetta hafi gerst skammt FRÁ Róm, ætli þetta sé þá einhverskonar þjóðvegur ?
Æj bara...hrollur
![]() |
Ók á fjórar stúlkur á stoppistöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar þetta mál kom upp fyrst
26.2.2008 | 14:12
í haust sem leið var mikil umræða um þessar aðfarir lögreglunnar um að beita valdi til að ná þvagsýni úr konunni. Ég veit eiginlega ekki alveg enn hvað mér finnst um það en um mig fer hreinn hrollur af tilhugsuninni að verið sé að troða þvaglegg í manneskju sem ekki er kyrr á meðan. Það skal vera vont.
Svo leit ég inn á Vísi rétt í þessu og þá fannst mér meira en nóg komið. Sjá link . Þeir birta MYND af konunni !!
=#/%/&)(#$&)(#/
Hversu langt á að ganga í að brjóta á þessari konu ?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ó ó mig auma
26.2.2008 | 13:19
Ég held að ég hafi logið að alþjóð...shit ég er auðvitað ekki svona stabíl kona. Ég keypti jú potta í gær í Ikea en þeim fylgdi panna og vegna þess að þeim fylgdi panna þá tók ég með heim svona plastspaða og dót til að skemma ekki nýju pönnuna..............stabíl hvað, það var ekki á innkaupalistanum
ég biðst afsökunar á að ljúga að alþjóð.
Ég er í smá klemmu hérna. Á borðinu er mótorhjól sem vill ekki saman með góðu móti. Sum stykkin leka í en önnur þarf að sannfæra. Þessi vandi skapast af lélegri framleiðslu umrædds púsls. Nú er kallinn minn hrokkinn í þrjóskugír og ætlar að klambra því saman á meðan mér er skapi næst að setja það í kassann og líma hann lokaðan svo ég opni hann ekki aftur. Hvað á ég að gera ?
A) Fjarlægja það meðan hann er í vinnunni og setja upp annað ?
B) Eða á ég að hafa það á borðinu fram að jólum ?
Ég hef verið að spökulera...í sambandi við bankalán og svoleiðis dót. Við erum náttlega með húsnæðislán og bílalán. Nú er hægt að gera allskyns hundakúnstir í netbönkunum en afhverju ætli sé ekki hægt að borga inn á höfuðstól lána í gegnum netbanka ? Það finnst mér nokkuð undarlegt mál. Ekki þýðir að segja mér að það sé ekki hægt, það er nefnilega allt hægt í þessu.
Ef maður skoðar til dæmis www.spara.is þá er aðalmálið þar að greiða lánin hraðar niður enda er ótrúlega há upphæð sem fer í vexti og verðtryggingu. Hver þúsundkall sem fer inn á lánið fyrr er í raun margfaldur þegar upp er staðið.
Hér með auglýsi ég eftir banka sem hefur rænu á að gera þetta....hóst....Glitnir....hóst.
Annars er allt í góðu. Við Björn erum heima og erum biluð bæði. Hvorugt okkar kemst inn á msn og við vitum ekki afhverju það er.
Það næst þó í mig í gegnum tölvupóst ef eitthvað sérstakt er.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)