Setningarathöfn

Olympíuleikanna var algerlega stórglæsileg í dag, ég held að þetta hafi verið í hið eina skipti á árinu sem ég bölvaði gamla túbusjónvarpinu og óskaði þess að eiga stóran flatskjá til að sjá betur alla ljósadýrðina. Ég er yfirleitt ekki með sjónvarpið á á daginn en ákvað að horfa á þennan dagskrárlið.

Ólafur Ragnar er amk ekki þar, hann var hér á Jörfaveginum áðan í labbitúr. Ég hef ekki séð hann labba hérna fyrr.

Mér finnst vera aðeins að birta til.

Þegar ég var búin að lesa kommentin ykkar þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er með -vitureftirásyndrómið- ég gerði vísast eins vel og ég gat miðað við aðstæður hverju sinni, þær voru hinsvegar ekkert alltaf góðar en ég reyndi að hafa reglu á aðstæðum.

Ég fór að flissa með sjálfri mér um daginn, ég á tvö afar vanaföst börn. Það versta sem ég gerði þeim var að vera "góð" við þau og leyfa þeim að breyta af vananum eins og til dæmis með að vaka lengur og þessháttar. Þetta voru þau Solla og Himmi. Næsta dag varð hún drottning geðvonskunnar og hann herra tætingsins. Þetta virkaði ekki vel á þau. Smábræður þoldu þetta mun betur.

 


Margt sem hvílir á

en ég er samt að pikka söguna inn á hina síðuna. Ég er rúmlega hálfnuð með þessa sögu.

Þessi árstími er slæmur og verður slæmur framvegis. Kær vinnufélagi sofnaði inn í sólina í liðinni viku. Heilsan er að hrekkja mig og það er svo mikið sjálfskaparvíti. Ég er ein heima þessa dagana eða sko, bara með hvuttana mína tvo. Það er gott að hafa þá, þeir passa "mömmu" sína.

Hér á árum áður þegar Steinar fór rútuferðir þá var ég oft hálfhrædd ein heima, eigandi 2 syni í basli þá vissi ég aldrei hvað kæmi bankandi upp á. En svo fengum við okkur hundana. Það er alveg klárt að enginn ræðst hér inn án þess að þeir geri athugasemd við það. Og það er slæm bítandi athugasemd.

En núna er hann í svona ferð, hundarnir sofa inni og ég er að verða komin með rasssæri á að sitja bara hérna heima.

Stundum verð ég svona þung, ég þarf að fá að vera það í friði held ég. Þá finnst mér allt ómögulegt. Hann Himmi minn, fastur í huganum en mikið óskaplega gleðja ljósin á kertasíðunni hans. Öll notalegu kommentin líka, þetta hjálpar allt saman .

Stundum þarf ég að muna að ég er ekki/var ekki og verð ekki fullkomin mamma. Stundum þarf ég að muna að fyrirgefa mér sjálfri. Það vona ég að Himmi hafi gert en ég er þó hrædd um ekki. Það var ekkert vesen í okkar samskiptum, en bara ...æj ...ég vildi ekki taka hann inn hérna þegar hann bað um það. ÞARNA! Ég skrifaði það. Hann bað mig um það um miðjan júní og ég var á leið í bæinn með Patta fótbrotinn, ég sagði ekki þvert nei en sagði að við skyldum tala um þetta þegar ég kæmi heim. Hann talaði ekki um það aftur. Ég spurði hann ekki um þetta meira. Hann fékk líka fljótlega herbergi og ég taldi þetta vera í lagi.

 

Æ röflið í mér um ekkert.


Ráðvillt og rata ekki

almennilega um á þessu bloggi, eitthvað breytt í stjórnborðinu eða ég bara búin að gleyma þessu. Ég veit ekki alveg hvað skal gera. Ég er vog. Þjáð af valkvíða og veit stundum ekki neitt í minn haus. Veit sjaldnast nokkuð í minn haus. Suma daga ætti ég bara að vera undir sæng, með kodda yfir hausnum og helst svo fast að ég vaknaði ekki meira.

Ég hef barist við að ýta þessum komandi degi frá mér. Ég hef borið mig vel þegar fólk hefur spurt mig hvort mig kvíði fyrir. Fólk hefur auðvitað trúað mér, það gerir það alltaf....auðvitað...skrattans..

þetta fer hringi í hausnum....lífið hans...mistökin öll, mín og hans, okkar allra...dauði hans..minningarnar um 19 ágúst 2007...reiðin við þetta sem fólk kallar Guð ......þetta fer allt í tóma hringi og ég næ ekki að halda utan um þetta eins og er. Bara flækja...

Ég opnaði þennan glugga, ég ætlaði ekki að skrifa eitt einasta orð nema eitthvað léttvægt spjall...smá grín og smá spaug.

Ég fiktaði um daginn og tapaði einhverjum bloggvinum, vinsamlega athugið hvort ég henti ykkur út og skilið ykkur til baka.

Ég er fífl, ræð ekki við einfaldar skipanir á vefsvæði.

Farin að sofa, illt í hausnum ...hringekjan heldur áfram. Ég ætla að vakna í september...ekki fyrr.


bænastuðningur + viðbót

óskast, ég ætla að gera nýja síðu á eftir...treysti mér ekki alveg strax..

fyrirbænaefnið er Alda.

Kveikið ljós..á Himmasíðu, á borðinu, hvar sem er.....

Hún er miklu skárri í dag en í gær. Hún fékk svæsna lungnabólgu og verður líklega inni um helgina. Hún hringdi áðan og var miklu sprækari. Komin framúr og svona. Í gær þegar ég fór til hennar þá var hún varla með rænu, með bullandi hita og andaði eins og spörfugl.

Miklu betra núna, kærar þakkir fyrir hjálpina með ljósin. Ég er enn ekki búin að rolast til að gera sér síðu fyrir hana en ég veit að Himmi vill alveg geyma baráttuljós fyrir dindind sína.

 


Munið ljósasíðurnar

og svona í leiðinni, ég fékk skammir á annarri síðu...það var hressandi tilbreyting, átti þessar sneiðar alveg inni hehe.

Gott þegar maður er búinn að vinna sér inn bita, einn og sjálfur.

www.blogg.visir.is/elladis

kertasíðan hennar hér í næstu færslu

kertasíða Þórdísar Tinnu er þar líka

Himmi hérna til hliðar eins og hann er vanur 

Kisa er týnd, nánar hérna


Dreifa þessu sem víðast !

Ella Dís á gjörgæslu og á í erfiðleikum.

Elsku Ella okkar er kominn á gjörgæslu síðan á þriðjudag,en þá fékk hún svona öndunarerfiðleika eins og hún hefur verið að berjast við en þetta er greinilega aðeins of erfitt fyrir hana.

Í gær fór hún í aðgerð og var reynt að setja barkaslöngu í hana en hún hélst ekki í og datt tvívegis út og allt í klessu.

Núna er hún í öndunarvél og er óvisst hvað verður gert,hún á að fara í frekari rannsóknir á morgun óg verður því svæfð.

Mér langar svo að biðja ykkur að kveikja á kerti fyrir hana og biðja fyrir henni því ég hef svo miklar áhyggjur af henni.Og við vitum öll hvað mikill orka gerir gott og kannski gerist annað kraftaverk.

ég reyni að skrifa a morgun á lata vita hvað gerist.

knús

Ragna

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér er smá viðbót.

Kertasíðan hennar Þórdísar Tinnu hefur orðið nokkuð útundan, hérna er slóð á hana

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=tinna

Einstök kona, magnaður karakter.


Í tilefni af heimsókn Mörthu Stewart


Athugið

Öllum er svarað. Ef ekkert svar kemur þá eruð þið líklega ekki að senda í rétt email...

ragghh@simnet.is

Athugið 2xg og 2xh

Hehe og þó ég eigi að vera með ykkar þá verðið þið að senda aftur, hef örugglega týnt emailunum ykkar í einhverju tiltektarkasti


Ýmsar breytingar fyrirhugaðar

og meðal annars hef ég í hyggju að minnka verulega eða hætta alveg að skrifa á þessa síðu. Ég á eina aðra gamla og ég er að spá í að fara að nota hana frekar.

Þeim sem ég kannast við gef ég upp slóð á hina síðuna en einungis í emaili.

Auðvitað eru bakvið þessa ákvörðun ástæður, en þær koma heldur ekki hérna.

Hey lið ! Sendið mér heldur póst, það er ragghh@simnet.is

ég missi annars af og ruglast og fer í kerfi og flækju


Í dag eru 11 mánuðir

síðan hann fór. Ég sakna hans hvern einasta dag og tala við hann og um hann hvern dag við mitt fólk. Í fyrradag herti ég mig upp, druslaði mér í kirkjugarðinn og fór með blóm til mömmu í tilefni af sjötugsafmæli hennar. Ég fór líka með blóm til Himma og klappaði krossinum hans. Svo bað ég hann að leiðbeina mér til Hauks hennar Birnu Dísar. Síðast þegar ég fór þá fann ég hann alls ekki og það var í fyrsta sinn sem það gerðist. Núna labbaði ég nánast beint til hans og sá fallega steininn sem kominn er hjá honum. Áður en Himmi dó þá las ég síðuna hjá Birnu Dís og skoðaði myndir af hennar syni, hann minnti mig um margt á Himma minn. Ekki vissi ég þá að svo stuttu seinna stæði ég í sporunum hennar, líka búin að missa son. Það er vond spor að vera í. En maður hefur svosem ekkert val. Þetta gerðist og einhvernveginn verður maður að finna leið til að lifa með þessum skelfilega raunveruleika. Maður verður aldrei samur eftir....það kemur óbætanlegt skarð. Samt var ég orðin nokkuð sjóuð í að hafa ekki Himma um mislangan tíma. Hann sat inni í 4rða sinn og ég var að æfast í því að vera án hans. En ég var samt ekki og verð aldrei klár í að hitta hann aldrei meira. Það er svo óendanlega erfitt.

Ljósasíðan hans hefur lifað í ellefu mánuði. Fyrir það þakka ég ykkur, þið hafið verið yndisleg að halda henni gangandi með því að hafa alltaf á henni ljós.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér er verið að smíða og reyna að klára glugga. Einn var lélegur og fékk nýja pósta. Það er að klárast og þá þarf bara að setja gler í 2 aðra. Þetta verður frábært að sleppa við lekann....handklæðasprettir um allt hús þegar rignir. Við þurfum svo að setja nýtt járn á þakið. Það er víst eitthvað plastklætt dótarí eða eitthvað svoleiðis. Það gerist vonandi á næsta ári.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sumarfríið fer ágætlega af stað. Ég er náttlega á spretti í hinni vinnunni á meðan en stefnan er að komast samt eitthvað í sumar. Steinar er fastur í sinni vinnu og ekki nennir frúin ein eitthvað út á land.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband