Hryðjuverkamaður heimilisins
11.1.2008 | 19:56
fór í Nóatún áðan. Hann ætlaði að kaupa ákveðna vöru á kassanum en þar var ekki nokkur starfsmaður nógu aldraður til að afgreiða umræddan varning. Málið var leyst með að kalla til fornaldarlegan kjötiðnaðarmann.
Ég heppin, þarf þá ekki að hætta að reykja nákvæmlega núna.
Hvernig eru mörkin á að kaupa sprengiefni eða dóp ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
gömul hús, feminismi og aumingjaskapur
9.1.2008 | 19:51
Þessi gömlu hús á Laugavegi, ég er hreint ekki á því að almenna reglan eigi að vera að rífa alltaf þetta gamla og byggja nýtt. En...núna er málið svo langt gengið með þessi hús á Laugavegi 4-6 að borg eða ríki munu baka sér bótaskyldu ef áætlanir ganga ekki eftir um að rífa og byggja hótel (sic eru þau ekki þegar of mörg í miðborg) Ég dauðsé eftir aurunum sem fara í hugsanlegar bætur....hef sko skrilljón hugmyndir um hvernig má nota þann aur betur og í þágu fólksins.
Um daginn las ég umræðu hjá Jónu um feminisma. Eitt kommentið sem kom þar inn snerist að því að til væri sérstakt helvíti fyrir konur sem ekki stæðu með konum. Þar sem ég hef alla tíð metið hvern einstakling eftir eigin verðleikum og verið slétt sama um utanáliggjandi vatnsgang viðkomandi þá tel ég einsýnt að þangað lendi ég. Spurningin er ; hefur einhver lýsingu á staðháttum þarna ? Er þetta eins og hitt Hellið, sjóðheitt lastabæli þar sem maður má gera allt sem manni var bannað hérna megin ?
Ég er að setja persónulegt met í aumingjaskap. Mér er kalt og ég er þreytt, er að komast í vaktafrí og er að hugsa um að eyða fríinu upp í rúmi bara. Annars á ég nýtt púsluspil klikkaði aðeins á sparnaðarstillingunni í Bónus um daginn. Það kostaði reyndar bara 1300 krónur en nóg til þess að kallinn minn náði að gera aðeins grín að mér...hehe. Hann segir nú oft að við séum heppin að geta gert grín að hvoru öðru án þess að neinn móðgist hehe.
Las stafapistil frá snjöllum stelpum í Logalandi, finnst svo gaman að hugmyndaflugi barna.
Já....hm...man ekki meira í augnabliki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Kisuóþægðin komin heim
9.1.2008 | 18:43
og ég er svo ánægð með það !
Málið er með þessa litlu krakka í Grindavík að þá finnst mér það nóg að þau skinnin lagt að missa stóra bræður tvisvar. Ég man þegar ég var krakki og eitthvað vesen var á kisum heimilisins...það var svo ótrúlega sárt og erfitt.
Þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð en Sokkur kjánaprik er kominn heim, rosa svangur en áreiðanlega jafnglaður og allir aðrir á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Grindvíkingar
9.1.2008 | 12:40
Athugið, þessi kisi hérna er týndur og mikil sorg hjá þremur börnum sem eiga hann...sjá blogg www.snar.blog.is
Myndin er tekin þaðan.
Hann er rækilega merktur.
Nú veit ég ekki hvort Grindvíkingar séu hér á síðunni minni en það má allaveganna reyna að auglýsa kisa litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7 janúar 2008
8.1.2008 | 00:00
Nú er ég endanlega búin að leysa fyrirsagnavalkvíðann...set bara dagsetningu efst.
Dagurinn ágætur, fór í búðir og við ákváðum að splæsa í nýjar sængur og ný ver, fórum með öll hin óhreinu í þvottahúsið ( já maður varð svo snobbaður allt í einu að ég læt sængurfatnaðinn í þvottahús)
Hundar skrugguhressir og Lappi hálfnaður með meðalaskammtinn sinn, steinhættur að vera haltur og allt. Löppin fæst samt ekki skoðuð með góðu, hann man þetta ennþá.
Bloggvinir búnir að hafa ofan af fyrir mér í kvöld. Jóna með færslu um feminista og ég er búin að lesa hvert komment hjá henni, maður verður að reyna að fræðast eitthvað
Milla mín með skemmtisögur og vísur af ráðvilltum og reikulum bændum
Í gær birti Annan mín mynd af mér síðan eftir jól
Og í kvöld hefur Jenný rembst við að reka starfsmennina sína semsagt þingmennina, þeir hafa amk enn ekki gegnt henni. Eru það nú starfsmenn
Semsagt ég á flottustu bloggvini sem hægt er að eiga og býð hér með öllu liðinu góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrirsögn?
7.1.2008 | 12:35
Ekki veit ég hvað ég á að hafa í fyrirsögn....en ég hafði hugsað mér að spá aðeins í hlutverk fórnarlamba í dag.
Fram til 27 ára aldurs upplifði ég mig sem mikið fórnarlamb..var ansi svartsýn og átti oft í mesta basli með sjálfa mig. Mér fannst ég glataðasta mannvera sem til var og þetta væri allt mér sjálfri að kenna fyrir að vera eins og ég er.
Á sínum tíma fór ég í kvennaathvarfið og varð alveg hissa. Þar fékk ég að vera til og ýmislegt sem ég hafði ekki skilið fékk merkingu. Þaðan fór ég í Stígamót og komst að því að afbrotamaðurinn var ekki ég. Hann var allt annar og á þeim tíma kominn fram fyrir sinn dómara, sem var ekki af þessum heimi.
Ég lærði margt en ekki alveg nóg. Síðasta leiðréttingin kom frá henni systur minni sem er eldklár. Hún skammaði mig og ég móðgaðist heilmikið. En ég fór að hugsa málið og komst að því að það var ekkert tilefni til að móðgast. Núna þegar hún les þetta þá sér hún að ég móðgaðist, það vissi hún auðvitað ekki fyrr en nú...en hey....það var fínt!
Allt hefur sinn tilgang og í öllu er falinn lærdómur. Fyrir mig hafa verið lögð ýmis próf. Ég hef kannski ekki brillerað neitt á þeim en þau hafa oftast valdið heilmikilli umhugsun. Umhugsun er góð, í henni er námið sjálft falið.
Ég er enn á námskeiði. Mér er farið að skiljast að þannig verður það alltaf, héðan í frá er nýtt að læra alla æfina.
Viðbrögðum mínum ræð ég sjálf en kjósi ég að læra ein og í friði þá mun ég koma því áleiðis. Hérna stjórnar enginn nema ég sjálf. Ég sjálf er mitt verkefni. Mér stjórnar enginn annar en ég,ég kem fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.
Ýmislegt þarf að laga,margt er enn bilað. Versti hausverkurinn í upphafi þessa árs er að komast af stað, mannafælnin sem ég hef haft með mér í poka alla æfina er alltaf að þvælast fyrir mér. Ég þarf að hugsa mér einhverja tækni á það.
Ég vaknaði í morgun, las bréfmoggann og drakk kaffi með hjásvæfunni minni. Voða lúxus að hafa hann heima að morgni dags. Fór svo að skoða netmoggann. Þar blöstu við vondar fréttir. Mér finnst þetta ár ekki byrja vel.
Eins og ég fann ekki upphaf pistils þá virðist mér ekki takast að finna á honum hinn endann.....pifff....farin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hræðslan
6.1.2008 | 22:30
hefur ráðið hér miklu um athafnir ferfætlinganna...eða sko Kela. Hann er alls ekki hrifinn af þessum látum og er búinn að vera órólegur. En svo vegna þess að "mamma" hans er yfirhundur þá ákvað hann að leita skjóls hjá henni og hefur verið eins og samvaxinn við mig í kvöld.
Af hans tegund væri betra að líta út eins og úlfurinn en hann valdi Rauðhettu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Stundum
6.1.2008 | 21:39
rekst ég á hálfvitalegustu færslur í heimi hérna á Moggablogginu, ég held að hæna væri áreiðanlega með betri heila en sumir sem pirra mig.
En nú er ég búin að telja upp í 5000, nýlaus við samvaxinn hund.
Í staðinn fyrir að ergja mig á þessu þá ætla ég að gera eitthvað annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
samtal við ungan mann
6.1.2008 | 21:14
sem hefur aðeins verið pirraður við forvitnu móður sína undanfarið...hann er að fá sms...og mamman er það skvísa ? Mamma ! ég er eiginlega fullorðinn !
Hann lagaði til í eldhúsinu í gær og er að verða búinn þegar hann kallar á mig
Björn : mamma nú er ég að verða búinn með unglingsárin og hagaði mér allan tímann eins og barn. Hvað á ég að gera núna þá ? Haga mér eins og unglingur núna ?
Mamman: Nei Björn þetta er búið að vera fínt, vertu bara áfram góður
Björn : Ok
Mamman lúpaðist inn í stofu allshugar fegin....að sleppa alveg við gelgjuna í einum er meira en gott. Það er kraftaverk .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki geðvond
6.1.2008 | 14:54
og það má undrum sæta. Hér hélt einn hinna friðsömu nágranna veislu. Lappi var lasinn og gubbaði. Þannig að nóttin fór svona...
Kona í rúmi, næstum sofnuð.......kvisssss....BANG! flugeldur
Kona ; andskotinn! Sneri sér á hina hliðina en komin með samvaxinn hund.
Kona í rúmi, næstum sofnuð........úgg úgg úgg hundaæla á gólfið
Kona; andskotinn! fram úr og sóttar hreingerningavörur....Lappi hundslegur
Kona í rúmi, næstum sofnuð.......bíll að spóla
Kona; andskotinn ! Snerist enn á einhverja aðra hlið
Kona í rúmi, næstum sofnuð.........fólk að kjafta og hlæja út á götunni
Kona ; andskotinn ! og snerist enn meira
Steinar kom heim í morgun. Hér steinsvaf allt, kona og tveir hundar. Á svefnherbergisgólfinu blasti við stór hundaæla.
Nú var að hefjast handboltalandsleikur í sjónvarpinu....en ég ætla að koma á framfæri áríðandi leiðréttingu. BJÖRN meiddi sig í tánni í gær, hann tekur við batnióskum hér á síðunni minni. (sjá athugasemd við færsluna Jóla hvað)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)