Undur og stórmerki
16.1.2008 | 11:38
og ég er alveg hissa og sannfærð um að málshátturinn ; þolinmæði þrautir vinnur allar...svínvirkar. Þegar sumir ungir menn á heimilinu voru að verða 17 þá voru sömu ungu menn búnir að vinna sér inn hjá móður fyrir bílprófi og svoleiðis. Hann fór í tíma og í ökuskólann, hann var næstum búinn með allt þegar............púff..........hann nennti þessu ekki.
Í morgun spurði hann okkur hvað hann hefði eiginlega verið á sterkum lyfjum þegar hann hætti við þarna um árið.. Gamla settið glotti ofan í kaffibollana..og þvertóku fyrir að nein lyf hefðu verið notuð. Nú ætlar hann að vaða í að klára þetta, verst er að hann verður að byrja aftur frá grunni.
Hver ferð hefst á einu hænuskrefi....hann fer í augnlækninn í dag.
Við eigum hérna ágætan gamla bíl handa honum, hann þarf að laga hann smávegis en þá ætti bíllinn líka að henta ágætlega fyrir byrjanda í umferðinni. Himmabíllinn er hérna inn í skúr og ég ekki tilbúin að sleppa af honum hendinni ennþá....vesalings Himmi minn.
Björn hefur semsagt ákveðið að ljúka við bílprófið áður en hann verður tvítugur....
Vei !
PS..tók aðeins til og hef örugglega farið offari við það...þið kvartið þá bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Jæja
15.1.2008 | 22:44
Ein alveg snilldarmynd af Hilmari.
Hann er bara flottastur...
Dúa segist hafa verið nr . 600.000 en ég held að hún sé bara að endurnýja pönnukökuinneignina sína, það er líka allt í lagi. Anna var rosalega nálægt þessu...
Það er ekkert í fréttum hérna núna...er ekki alveg sú hressasta, báðar hliðar bilaðar en á morgun ætla ég að reyna að hvíla mig og sjá hvort þetta lagast eitthvað. Þetta er ansi þungt stundum. Ég sé menn fá brandaradóma fyrir það sem ég tel alvarlegt brot. Himmi var dæmdur mun þyngra oft á tíðum en hann meiddi ekki fólk, hvorki börn né fullorðna.
Steinar ætlaði að kaupa 2 dekk í dag en vegna þess að við erum sérvitur og viljum bara ákveðna sort þá fékk hann ekki dekk. Ekki til á landinu. Hann er svosem ekki á ónýtum dekkjum, vetrardekkjum frá mér síðan í fyrra. Græna skruggan (dekurrófan) fékk nýja kuldaskó í vetur.
Við púslum bara hérna og höfum það ágætt.
Ég eins og fleiri vorum slegin óhug eftir atvikið við Laugarnesskóla, gamla skólann minn. Við þurfum alltaf að halda vöku okkar og brýna fyrir börnum okkar að fara ekki í bíl með ókunnugum, við getum ekki passað þau hverja mínútu. Forvarnir byrja heima.
Þetta er samt ekki framtíð sem við íslendingar höfum áhuga á...það er skelfilegt að fylgjast með t.d. bandarísku þjóðfélagi, þar má ekki líta af börnum....æj hrollur...Það er eiginlega ekkert hægt að segja en það setur að mér óhug.
Jenný leiðist ekki neitt og hefur ekki leiðst neitt í dag, ég er alveg viss um það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fátt í fréttum og þó
15.1.2008 | 10:02
helvískur teljarinn ....nú verðið þið að fylgjast með. Ég vil endilega vita hver verður 600.000 þúsundasti gesturinn hérna.
Annars er hér framhaldsspá, búist er við bloggleti enda hugmyndaflugið lokað niðri eins og sakir standa. Úr þessu gæti þó ræst fyrirvaralaust. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að nenna að blogga um fólk þó það hafi gefið út margar plötur og skreyti forsíður blaða á degi hverjum.
Þetta fólk á náttlega bágt að lifa eins og gullfiskar í kúlu og við með nefið ofan í öllu sem þau gera, þökk sé alheimsfréttamiðlum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Syfjuð
14.1.2008 | 09:12
Þrátt fyrir að Heiður hafi reynt að vekja mig með kafsnjómyndum úr Grindavíkinni. Þá datt mér í hug við kallinn í gær, þurftum aðeins að skreppast að heiman. Steinar segir með skelfingu í röddinni, það hefur bara snjóað heilmikið ! Ég leit út um bílgluggann og taldi snjókornin, ég held að þykktin á ullarteppinu hafi næstum náð hálfum sentimetra ! Ég benti manninum á þessa veðurathugun mína og hann ákvað að skipta um umræðuefni. Ekki skil ég afhverju ?!
Annars er nákvæmlega ekkert í fréttum nema náttlega á heimsvísu, bendi á www.mbl.is og www.visir.is
Nú ætla ég að halda áfram við það sem ég er að gera....gríðarlega upptekin.
Bonzó er í klappi og knúsi hjá Öskju. Hann átti tíma þar í morgun og eftir skakkaföll helgarinnar fær hann nýjar síur...sá verður glaður, hann verður áreiðanlega alveg grænn af gleði !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mjölnir er fundinn!
13.1.2008 | 22:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Taugasterka konan
13.1.2008 | 18:08
Hún braut saman tonn af þvotti meðan fyrri hálfleikur var spilaður.
Hún sortéraði annað pússluspil í stað þess sem kláraðist.
Hún rápaði um allt hús og tók til
Þegar tvær mínútur voru eftir af seinni hálfleik þá stóð hún í eldhúsinu
Þegar leiknum var lokið gekk hún pollróleg inn í stofu og spurði hjásvæfuna hvernig leikurinn hefði farið.
Róleg ...ahh....nei....taugakerfið hrundi og svona brýst það út hjá næstum miðaldra konu
Annars leist mér ótrúlega vel á Bjarna Fritsson, leikgleðin skein út úr andliti hans og hann minnti mig á gullaldarstrákana sem var unun að horfa á.
Óli betri en síðast, ekki ragur við að skjóta.
Góður æfingaleikur.....
Farin að elda mat...úff...ég er þreytt af þessum æsingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eintóm axarsköft, púslið og fordómarnir
13.1.2008 | 02:54
Bifreiðin harðneitaði í gang í kvöld. Vinnumaður hafði farið á sjálfsafgreiðslustöð og tekið eldsneyti, því næst ók hann á veitingastað og fékk sér í gogginn. Bifreið var snúðug þegar hann kom út aftur og sagðist ekki ætla í gang. Vinnumaður beitti ýmsum fortölum, prófaði að setja epli í hanskahólfið en allt kom fyrir ekki.
Vinnumaður hringdi í húsmóður sem náði ekki að svara símanum enda með heilan hamborgara í túllanum. Steinar settur í að hringja í vinnumann enda muldraði hamborgarinn að það væri áreiðanlega eitthvað að bílskrípinu.
Við tók smá hugs í tveimur köllum....símar lagðir á augnablik. Þá hringdi vinnumaður aftur og tilkynnti að af bifreið legði bensínþef. Það er náttlega hálfasnalegt hjá díselbíl að staupa sig á bensíni. Þar með var farið í að finna neyðarnúmer hjá þar til gerðu fyrirtæki sem sér um að leiðrétta slík axarsköft. Ekki getur maður látið bensínið gluða bara beint í næsta ræsi. Það er bannað og Þórunn umhverfisráð myndi senda manni feitan reikning.
Á vettvang mætti sugubíll sem sér um förgun á slíkum efnum, ekki beint hægt að segja að það sé gefins. Steinar mátti reiða fram 25 spírur fyrir þá þjónustu. Þá var eftir að kaupa réttan vökva á farartækið sem enn neitaði að fara í gang, enda móðgaður eðalvagn. Með klappi á nefið og smá aukarafmagni þá tókst loks að sannfæra bifreið um að ekki hefði viljandi verið gerð atlaga að lífi hans og limum. Karlar áttu eiginlega ekkert eftir annað en að sækja húsmóður til að kyssa bifreið á grænt nefið þegar bifreið ákvað að láta af leikaraskapnum og skammaðist sín í gang.
Síðast þegar fréttist að þeim félögum, vinnumanni og bifreið, þá gekk bifreið eins og þægur köttur en fáum sögum fór að vinnumanninum.
Púslið gengur vel en í það komst mús. Stór mús sem situr og púslar, einbeittur á svip. Hann er náttlega mesta krúttið. Við púslum bara saman gamla settið.
Til að ekki skapist misskilningur útaf síðustu færslu þá er ég ekki á móti því að útlendingar komi hingað, alls ekki. Við erum ekki að gera heiðvirðu fólki sem hér vinnur neinn greiða með að flytja inn glæponana líka. Það hlýtur að vera hægt að sortéra þetta betur....það þarf enginn að segja mér annað en að það sé hægt.
Við erum komin með hálfónýtt heilbrigðiskerfi. Hérna er vél sem bóndi minn þarf að sofa með. Skilvíslega fær hann reikning, fjórum sinnum á ári, 4500 krónur hver. Það vantar í allar stéttir heilbrigðisgeirans. Það er allsstaðar allt í voða og vitleysu.
Þess vegna er kannski betra að sleppa því að flytja inn fjölónæma berkla, ja allaveganna í bili.
Við mættum bæta margt hérna heima við. Ég myndi vilja sjá neyðarmóttöku fyrir fíkla, sem tekur við þeim þegar þeir eru tilbúnir til að koma en ekki miðað við biðlista á stofnun. Það er svo margt sem við mættum gera betur.
Ef við viljum endilega vera góð út á við þá gætum við gefið aura í eitthvað góðgerðastarf en meðan við erum með gríðarlanga biðlista eftir nauðþurftum þá þurfum við eitthvað að hugsa málin upp á nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvenær verður umburðarlyndið of mikið ?
12.1.2008 | 16:01
Samkvæmt tölfræði þá brutu útlendingar sjaldnar af sér en íslendingar...ok gott og vel.
Í síðasliðinni viku þá réðust nokkrir menn á lögreglumenn við störf (óeinkennisklædda) og börðu þá í plokkfisk. Ekki var hægt að greina að um væri að ræða lögreglumenn en það kemur málinu bara ekki við. Þetta hefðu þá bara í staðinn verið við, almennir borgarar. Svo kemur upp úr kafi að þessir kappar eru ekki að berja mann og annan í fyrsta sinn og áður hjólað í löggur.
Í dag slógust svo tveir. Gat kom á annan svo hann lak um allt. Hver kemur til að bjarga málinu, nú löggan. Þá kemur í ljós að þessi með lekann er með berkla...örugglega þessa austurevrópsku sort sem snýr upp á sig þegar gefin eru hefðbundin berklalyf.
Á þetta bara að vera svona ? Á að flytja inn bara alla sem vilja koma og þykjast ekki sjá reynslu annarra þjóða af slíku ?
Svo er hitt, hver vill eiginlega vera lögga ? Ekki er tímt í þá kaupinu ræflana og svo mega þeir eiga von á barsmíðum og allskyns smiti.....
Þessi færsla er til heiður lögreglunni. Án þeirra væri margt í voða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Í gær voru 6 ár síðan
12.1.2008 | 13:21
þessi ungi maður lést. Hann hét Hafþór og var stóri bróðir hans Himma. Oft fannst mér þessir tveir líkir. Báðir óskaplega glaðir og kátir. Miklir prakkarar og uppátækjasamir. Bíladellan var aðalsmerki þeirra tveggja. Nú hafa þeir kannski hist,bræðurnir. Tvisvar hefur Gísli, pabbi strákanna minna þriggja, þurft að ganga þessi þungu spor að fylgja barni sínu til grafar. Það eru hræðileg örlög. Undanfarna daga hefur hugurinn leitað til foreldra hans Hafþórs og bræðra hans. Á ferðalagi ,líklega ári síðar, fann ég leiði hans fyrir algera tilviljun. Ég var nánast teymd áfram og beint að leiði hans þarna fyrir norðan. Það áttum við tíma saman. Hafþór lét eftir sig 2 börn, sonur hans er svo mikið líkur Hafþóri eins og hann var árin sem við þekktumst best.
Kær kveðja til ykkar aðstandenda hans Hafþórs, ég veit að þessir dagar eru erfiðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hefur einhver sem þið þekkið eignast hund óvænt ?
11.1.2008 | 23:40
Ég er hundakona, löngu farin í hundana....myndir af hvuttunum mínum eru hérna í myndaalbúmum. Ég þoli illa að hundar séu í vondum málum, mér er bölvanlega við það.
Ég auglýsti eftir ketti um daginn en nú auglýsi ég eftir hundi. Sjá þessa tengingu.
Þarna eru símanúmer og allt sem til þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)