Lítil telpa á afmæli í dag
23.1.2008 | 15:47
síða mömmu hennar er hérna. www.snar.blog.is
Verið þið nú dugleg að senda litlu systur hans Himma míns afmæliskveðjur, hún er alveg yndislegt barn. Hún brosir og þá er eins og kveikt hafi verið á sólinni.
Ég er ögn skárri í dag. Skrapp aðeins í bæinn áðan og rakst á pabba á Laugaveginum, við fórum í kaffi til hans. Það sem hann er duglegur að þurrka af og hafa fínt hjá sér. Ég stríddi honum aðeins áðan og þóttist ætla að láta hann koma heim til mín og þurrka af hjá mér hehe.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alveg svakalega pirruð
22.1.2008 | 22:36
og það er hreinlega allt að.
Ég sjálf ekki í nokkru stuði, húki inni og nenni ekki að tala við neinn. Líðanin alveg hörmulega leiðinleg og þung. Fer ekki úr náttfötunum eða geri nokkurn hlut. Elda með semingi og er bara glataðasta húsmóðir daganna. Djöfull...sem það fer í mig að vera svona !
Það er allt í voða....
Bloggheimar hafa misst sína mestu perlu og ég er svo ósátt við að horfa á eftir henni. Ég færði síðuna hennar og Gillíar síðu hérna upp undir englar á himnum. Þar er líka minningarsíðan hans Himma.
Mér býður við öllu þessu liði í borgarstjórn, það er sama hver er þarna. Það er allt gert til að komast yfir völd og svo þeir fáu sem ekki vilja vera með í óþverranum eru dregnir sundur og saman í fjölmiðlum og á bloggsíðum. Hugnist Margréti Sverrisdóttur ekki að starfa í þessum meirihluta núna þá á hún að standa keik og standa við sína skoðun. Það virðist hún ætla að gera og ég vil meina að hún sé þar með heilust af þessu fólki. Á henni er greinilega ekki verðmiði. Sjallarnir seldu sig ódýrt, afar ódýrt. Hvað varðar veikindi Ólafs þá er hann ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem veikist alvarlega - aðrir hafa þó gert grein fyrir sínum veikindum en hann ekki, það skapar svigrúm fyrir þéttar kjaftasögur. Það verður bara að vera hans mál að fást við þær. Mér fannst hann hrökkva í vörn þegar hann var spurður um þetta á Kjarvalsstaðafundinum. Það fannst mér ekki góðs viti. Restina af 6menningunum stóðu þarna með efasemdasvip og sum þeirra með hálfgerðum skelfingarsvip. Villi virtist skyndilega finna áhugavert umslag innan í jakkanum sínum og skoðaði það með athygli. Mér datt í hug blaðið sem hann hafði aldrei séð þarna í kringum REI málið ? Kannski kom það óvart upp þarna ? Ég hef ekki nokkra trú á að þessi borgarstjórn haldi -ekki nokkra. Næst væri betra fyrir borgarstjórn að hafa styrkari meirihluta svo ekki þurfi að byggja á einum fulltrúa sem greinilega er hægt að kaupa að vild. Mér finnst þessi hegðun fyrir neðan allar hellur.
Ég bý ekki í Reykjavík þannig að ég á ekkert að vera að ergja mig á þessu máli.
Ég les mikið í kringum handboltann. Nýlega las ég að ástæða þess að einhverjir okkar manna eru svona slappir líkamlega sé vegna þess að þeir eru farnir að verma bekkina hjá liðum sínum erlendis. Þá er kannski ekki nema von að formið sé ekki gott. Franska liðið er nánast allt samspilað og er hreinlega alvöru lið. Alfreð þarf að tína saman okkar stráka allsstaðar að og reyna að klambra saman liði úr þessu. Núna hafa þeir verið óhemju þungir og þreyttir en í dag sá ég aðeins glitta í þá sjálfa og mikið var nú gaman að sjá það. Það er mikill handboltadagur á morgun og ég ætla að reyna að horfa...athyglin er að vísu um víðan völl.
Jæja..verð að finna mér eitthvað að gera eða hugsa, ég bara get ekki verið svona pirruð !!!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Með sorg í hjarta.
22.1.2008 | 16:36
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Ég er hérna og ennþá....
21.1.2008 | 20:52
Engar fréttir af mér persónulega, það er svosem bara ágætt.
Ég hef glott talsvert í kampinn í dag yfir þessu borgarstjórnarbrölti, mönnum virtist ekki líka rétt vel að fá smakk af eigin meðali. Æj æj Mér fannst samt verra að Jenný Anna er utanlands, missir af þessu öllu saman bara.
Framsóknarflokkurinn er orðinn best klæddi flokkurinn, þvílíkir stælgæjar ! Annars eru karlaföt ef þau eiga að vera almennileg alls ekki ódýr, við komumst að því við Steinar þegar við skruppum í sérverslun fyrir alvöru karla sl sumar. Það þýðir ekkert að ætla að kaupa á minn mann í Hagkaupum.
Ég sá þessa frétt fyrst hjá StebbaFr þarna fyrir norðan, ég var svo sem ekkert að pæla í þessu. Er að hvíla mig svolítið á tölvuhangsinu og hugsa um ýmis mál. Hann er ansi seigur að koma með skúbb og fréttaskýringar, honum tekst samt að fara í taugarnar á sumum en ekki mér..ég hef gaman af bæði fjölbreytni hans og fróðleik um ýmsa hluti.
Munið ljósin fyrir okkar fólk og okkar yndislegu Þórdísi Tinnu, ljós og bænir fyrir hana og litla skottið Kolbrúnu Ragnheiði.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ekki beint minn dagur
20.1.2008 | 19:16
nú við töpuðum
Mér er kalt (kallar í vinnunni skilja alltaf eftir opið út )
Hundar nenna ekki að tala við mig ( Steinar vinsælli, labbaði með þá áðan)
Ég sá músaspor úti í gær (ekki nagdýravinur, ein undantekning er nagdýrafamilía systur minnar)
Annars sló í gegn í vinnunni, ja eða svoleiðis........
Bílstjóri : Hvenær opnar Kringlan ?
Ég : ?
Bílstjóri : Er þjóðminjasafnið opið ?
Ég : ?
Bílstjóri : Hvenær lokar Smáralind ?
Ég : ?
Bílstjóri : Hvar get ég keypt öryggi fyrir hús ?
Ég : ? en sagði svo eftir augnablik...í Byko eða Húsasmiðjunni !
Ég fer helst ekki í Smáralind og Kringlu, hef ekki farið á þjóðminjasafnið síðan ég var krakki og kaupi aldrei öryggi...
Allt á ég að vita og í dag vissi ég ekki neitt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja eruð þið tilbúin?
20.1.2008 | 17:16
Nú er það næsti hjalli að klífa yfir...nú eru það frakkar sem eru í sigtinu.
Ég er ekkert allt of vongóð en ætla að horfa samt !
Og koma svo :
ÁFRAM ÍSLAND !!
Við skíttöpuðum enda ekki von á öðru gegn sterkum frökkum, fannst þeir vera fantar á köflum en var búin að sjá það í gær í leik þeirra gegn svíum. Í skaða/fýlu bætur ætlar Steinar að elda matinn...
Heyrumst seinna
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
samkvæmt þessu eru við örugg í milliriðilinn
20.1.2008 | 12:08
Íslenska handboltalandsliðið er með öruggt sæti í milliriðlakeppninni eftir að Frakkar unnu Svía á EM í handbolta í gær.
Ef Svíþjóð vinnur Slóvakíu í dag er ljóst að Slóvakar sitja eftir með núll stig í riðlinum en þrjú af fjórum liðum fara áfram í milliriðlakeppnina.
Slóvakar þurfa því að vinna Svía í dag en ekkert minna en sex marka sigur dugar til. Það miðast einnig við að Ísland tapi fyrir Frakklandi í dag.
En hvort sem Slóvakía vinnur Svíþjóð með minna eða meira en sex marka mun fer Ísland áfram í milliriðlakeppnina með annarri hvorri þjóðinni.
Niðurröðun liðanna ræðst af árangri í innbyrðisviðureignum ef liðin þrjú - Ísland, Slóvakía og Svíþjóð - fá öll tvö stig í riðlakeppninni.
Ísland er með eitt mark í plús í markatölu í þeim samanburði. Sem stendur er Slóvakía með sex mörk í mínus og Svíþjóð fimm mörk í plús.
Vinni Slóvakía með sex mörkum í dag situr Svíþjóð eftir með eitt mark í mínus en Slóvakía verður þá með jafna markatölu.
Vinni Slóvakía með fimm mörkum sitja Slóvakar eftir með eitt mark í mínus en Svíþjóð verður þá með jafna markatölu.
Hvernig sem er verður Ísland alltaf með eitt mark í plús og því með betri árangur en bæði þessi lið.
Ef Slóvakar komast áfram í milliriðlakeppnina fer Ísland með tvö stig með sér í milliriðilinn en Slóvakar ekkert.
Ef Svíar komast áfram í milliriðlakeppnina fer Svíþjóð með tvö stig með sér í milliriðilinn en Ísland ekkert.
Allt þetta miðast auðvitað við að Ísland tapi fyrir Frakklandi í dag. Ef Ísland vinnur Frakkland dugar Slóvökum eins marks sigur á Svíum til að komast áfram.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Seinni til en aðrir.
20.1.2008 | 09:21
Ég hef aldrei strengt áramótaheit. Ég þekki sjálfa mig og mína galla svo vel að ég hef alltaf talið hæpið að ég stæði við slík heit. Einhver áramótin hætti ég að reykja en ég man nú ekki hvort það entist eitthvað hjá mér.
Ég er samt búin að reyna að leggja niður með sjálfri mér markmið ársins.
a) Verða umburðarlyndari
b) Reyna að vinna gegn eigin fordómum
c) Reyna að sættast við lífið.
Ég sé að systir mín hefur sett inn myndir af nýjum "frændsystkinum". Ég hef aldrei séð svona nýja naggrísi og ég varð hissa á hvað þeir eru flottir, ekkert smábarnalegir. Bara eins og venjulegir grísir í smækkaðri mynd, sniðugt.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Framsókn, handbolti, smá skakkaföll og Davíð Oddson
20.1.2008 | 08:58
Finnst ykkur fyrirsögnin ekki mergjuð ?
1)
Ég er búin að sjá að blessaður Framsóknarflokkurinn þarf ekki neina óvini. Þeir sjá um það alveg sjálfir og einir blessaðir að rífa sig niður innan frá. Ég hef áreiðanlega aldrei kosið flokkinn. Það er nokkuð magnað að fylgjast með þessu. Mér dettur í hug flugumaður úr sjálfstæðisflokknum, þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón gengur fram með þessum hætti. Svona mál á að leysa innanhúss og útvarpa þeim svo að því búnu. Nú er spurningin, mun valdamesti maður borgarstjórnar skipta um flokk ?
2)
Nú er næst að naga neglurnar til öryggis yfir frakkaleiknum í kvöld. Ég horfði á mestallan leik frakka og svía í gærkvöldi á www.ruv.is en þegar leikurinn var orðinn meira frosinn en minna þá gafst ég upp. Þetta eru ekki næg gæði í þessari útsendingu á vefnum. Frakkar léku ansi harðan bolta og svíar flugu eins og hráviði um allt. Ég er að vona að frakkar verði kannski smá þreyttir í dag, það gekk ansi mikið á. En ég er hins vegar ekki alveg nógu sátt við að gera bara ráð fyrir að við vinnum þá þannig, ef dagsform frakkanna er ekki nógu gott. Ég er ekki mjög bjartsýn á þennan leik.
3)
Bíllinn minn vildi endilega vera fastur í nótt og rann í framhaldinu utan í staur eða grindverk. Það kom sprunga í stuðarahlífina. Næst á dagskrá er að láta laga þetta til. Ég nota bara Pollýönnu á þetta og þakka fyrir að þetta varð ekki meira. Þetta getur alltaf gerst að eitthvað láti undan um helgar.
4)
Ég hef alltaf verið hrifin af ræðusnilld Davíðs Oddssonar. Hérna er bútur úr ræðu hans í afmælinu hans þann 17 janúar.
" Í desembermánuði sótti Þorsteinn sonur minn um starf og af því tilefni tóku að birtast myndir í fjölmiðlum, ein mynd af honum og sex myndir af mér. Þegar sjöunda myndin birtist af mér varð ég mjög hræddur um að fá starfið."
En svona er nú fjölmiðlunin á Íslandi, hún er á þessu hræðilega plani, eins og við höfum horft upp á í heilan mánuð," sagði Davíð og bætti við: "Reyndar var Ástríður nokkuð pirruð á því að þessi ágæti piltur væri alltaf sagður sonur minn en hennar aldrei getið. Ég benti konu minni á að þetta væri aðventan og þá væri mjög mikið talað um eingetna menn."
Að lokum minni ég á kertasíðuna hennar Þórdísar Tinnu hérna til hliðar. Hún er ansi lasin núna og veitir ekki af fyrirbænum, ég vona bara að á þær sé hlustað !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Olé Olé Olé Olé
19.1.2008 | 18:49
Við erum komin í milliriðil, jibbý skibbý....
Það er bara spurning um hversu stór sigurinn verður....6 mörk eins og Einar bloggvinur minn spáði réttilega í hálfleik. Hreiðar markvörður er sko maður leiksins og dagsins....Olé Olé Olé....
Tölfræðilega er ekki aaalllveeeg öruggt að íslendingar séu áfram en það kemur í ljós betur síðar...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)