Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Þetta lá í loftinu

en það sem ég er mest hugsi yfir eru viðbrögð fjármálaráðherra.

 

Þessi hér  hann virðist hreinlega vera í hálfgerðri krossferð gegn hjúkrunarfræðingum. 

 

Er þetta þvermóðska ?


mbl.is Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins að opnast

umræðan um sjálfsvíg á Íslandi. Leikmenn Magna á Grenivík skörtuðu gulum treyjum og eru með í að vekja athygli á þessum hræðilega veruleika sem sjálfsvíg eru. Það eru sjaldan færri en 30 á hverju ári sem látast með þessum hætti. 

Ég horfði líka á ágætt viðtal við ungan Akureyring í gær - hann er stjórnarmaður í samtökum þar nyrðra sem ég man því miður ekki í bili hvað heita. Hann lýsti sinni vegferð í gegnum ýmsar geðraskanir og erfiðleika. 

 

Við eigum öll að geta lifað þokkalegu lífi - sum okkar þurfa bara einhver hjálpartæki sér til aðstoðar. Það er allt í lagi. Það má.

 

Við myndum aldrei hrinda hreyfihömluðum einstaklingi úr hjólastólnum og krefjast þess að hann gengi með okkur og hætti þessari vitleysu. Við getum heldur ekki sagt við fólk að hrista af sér andlegu veikindin. Það þarf að stórefla samtalsmeðferðir fyrir fólk sem líður illa. Þær hafa sýnt sig að virka vel.

 

Ég er raunsæ. Ég geri mér grein fyrir að við getum aldrei komið alveg í veg fyrir sjálfsvíg en hver EINN sem bjargast er dýrmætur - óendanlega dýrmætur fjölskyldunni sinni og sínu nærumhverfi.

Reynum að láta gott af okkur leiða. Þekkir þú einhvern sem þarfnast faðmlags ? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband