Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
það er ekki nokkur glóra í þessu
24.2.2012 | 04:13
Eftir um það bil 6 mánuði verða liðin fimm ár síðan hann Himmi minn dó. Í dag er ég auðvitað mun skárri en fyrst á eftir, þá fannst mér ég vera stödd í helvíti. Ég er á jörðinni en enn er hver dagur barátta , barátta um að vilja vera með í þessu lífi. Oft hef ég hugleitt að fara bara á eftir honum, losna við þessa skelfilegu kvöl sem hefur heltekið mig. Það gengur samt ekkert upp - ég hef um fleiri að hugsa en mig í þessu sambandi. Það er samt að renna upp fyrir mér ljós, líklega verður þessi kvöl minn fylgifiskur æfina út
Þá verð ég bara að tækla það einhvernveginn án þess að gera útaf við mína nánustu. Ég tala ekkert um þetta, hef bara kvölina fyrir mig. Steinar sér hana speglast í augunum - stundum. Ég reyni að hlífa honum líka. Hann á ekkert að eiga ónýta kellingu - hann á betra skilið þessi elska.
Það eru allir hressir líkamlega heima, dýrin spræk og ekkert verið um slys eða veikindi á þeim í vetur. Hvolpur stækkar eins og hann fái borgað fyrir það, í hlutabréfum auðvitað.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jæja
20.2.2012 | 05:10
Þá kom loksins nafn sem mér finnst dálítið flott, Úlftýr. Það er svona dulúðugt og stórt nafn. Hefði passað vel með nafni afa míns eða bróður hans. Þeir hétu Mýrkjartan og Elliðagrímur og áttu svo systur sem hét látlausu nafni, María. Hún lifði ekki lengi held ég. Þeir urðu gamlir kallar.
Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ótrúlega mikill listamaður
12.2.2012 | 19:10
en hún varð eiginlega fjölskylduvinur á mínu heimili með myndinni Bodyguard. Barnapían mín og fósturdóttir, Alda, hélt óskaplega upp á Whitney og horfði endalaust á Bodyguard. Alda hefur áreiðanlega verið fyrst í röðinni á eilífðarlendunum þegar Whitney kom yfir. Aðra mynd hélt Aldan mín heitin líka mikið upp á en það var Dirty Dancing með Patrick Swayse (afsakið ef ég skrifa þetta ekki rétt) en hann er líka látinn.
Whitney Houston látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óttast uppsögn segir hann
11.2.2012 | 18:46
Hann hefur kennt í 30 ár og telur sig hafa verið innan þess ramma sem hann má vera alla þá tíð. Það getur vel verið, ég veit ekki um það. Hef heldur ekkert fylgst með Snorra.
Það sem hefur breyst er þetta. Fólk bloggar. Fólk telur sig hafa leyfi til að viðra sínar skoðanir og talar um málfrelsi. Í þessari frétt kvartar hann yfir að vera álitinn asni vegna orða sinna.
Fólk hefur að sjálfsögðu málfrelsi en...það er ekkert sama hvernig fólk gerir það. Það er næsta verkefni þeirra sem blogga. Að hætta gífuryrðunum og fækka upphrópunarmerkjunum.
Við þurfum ekkert að viðra skoðanir okkar á öllum málum.
Verum góð - það er betra.
Óttast uppsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kastljósið og Landhelgisgæslan
2.2.2012 | 17:13
Þegar ég var krakki þá stóðu þorskastríðin yfir við bretana. Okkar menn voru sko hetjurnar okkar krakkanna og áreiðanlega margra fullorðinna líka. Ég las allar frásagnir og fréttir af átökunum á miðunum. Horfði á fréttirnar og hélt sumpart fyrir augun þegar freigáturnar siglu á varðskipin okkar. Var reið við bretana og fannst þeir vandræðaþjóð.
Enn finnst mér Landhelgisgæslan flottust. En þá kemur að því sem ég er að hugleiða. Við erum búin að fá þetta flotta nýja varðskip, ég á reyndar eftir að skoða það persónulega. En þá er fjárskortur að plaga gæsluna þannig að þeir eru meira og minna með tækin sín í leigu annarsstaðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri einustu átt. Þurfum við ekki að hafa þessi tæki hérna ? Og ef ekki, afhverju eru þau þá ekki seld ?
Viðtal Kastljóssins í gær varpaði ljósi á hörmulegt sjóslys. Eiríkur sagði frá þessu og er í mínum huga þvílík hetja og jaxl. Slík slys geta gerst hér við land og hvað þá ? Á gæslan að koma askvaðandi, siglandi í næsta þvottabala ?
Virðum líf sjómannanna okkar.
Fjármögnum Landhelgisgæsluna !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)