Jæja

Þá kom loksins nafn sem mér finnst dálítið flott, Úlftýr. Það er svona dulúðugt og stórt nafn. Hefði passað vel með nafni afa míns eða bróður hans. Þeir hétu Mýrkjartan og Elliðagrímur og áttu svo systur sem hét látlausu nafni, María. Hún lifði ekki lengi held ég. Þeir urðu gamlir kallar.


mbl.is Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hún hefði átt að heita Melkorka. Eða Megingerður. -- Sá í Íslendingabók að ein formóðir mín hét Skólastika. Afar feginn að það nafn hefur kulnað út.

Sigurður Hreiðar, 20.2.2012 kl. 11:07

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Einhver forfaðir minn hét Íkaboð, held að ég myndi ekki skíra það, Úlftýr er hinsvegar mjög töff, Úlftýr Elliðagrímsson eða Mýrkjartansson, barn með slíku nafni getur ekki annað en orðið mjög sérstakt Var langamma þín svona áhugasöm um fornkappana?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.2.2012 kl. 12:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er á einhvern hátt stórt nafn. Annars legg ég til að þessi mannanafnanefnd verði lögð niður.  Ótrúlegt að þessi nefnd skuli vera ennþá starfandi árið 2012. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2012 kl. 17:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Skil þig Sigurður hahaha

Bidda það hlýtur bara að hafa verið legið í fornsögunum á þeim bænum :)

Ásthildur, miðað við skrípin sem þeir hafna þá sýnist mér full þörf fyrir nefndina :D

Ragnheiður , 21.2.2012 kl. 04:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já en skrípin sem þeir samþykkja?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2012 kl. 12:53

6 Smámynd: Ragnheiður

Þau eru skárri finnst mér. Prufaðu bara að lesa það sem þeir eru að hafna :)

Ragnheiður , 21.2.2012 kl. 22:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er furðulegt að fólk skuli vilja bjóða börnunum sínum upp á einhverskonar fígúrunöfn,  hélt að fólki þætti yfirleitt vænt um börnin sín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2012 kl. 11:06

8 Smámynd: Ragnheiður

Já sammála því :)

Ragnheiður , 22.2.2012 kl. 21:41

9 Smámynd: Kidda

Ég skil oft ekki nöfnin sem eru leyfð og svo ekki heldur sum sem eru bönnuð. Skilst að það kosti mann ekki mikið að breyta nafninu sínu og að það sé auðvelt að gera það.

Kannski eiga einhver börn eftir að breyta sínum á 18 ára afmælinu sínu, það er alla vega gott að þau hafi möguleikann á því að gera það.

Kidda, 23.2.2012 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband