Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Margar ánægjustundir
27.8.2011 | 22:38
hef ég átt áður í þessu húsi á meðan það var Borgarbókasafnið. Ég hef hinsvegar aldrei komið inn í nýja bókasafnið en hef alltaf á áætlun að koma mér upp korti þaðan og nýta mér betur lánsbækur fremur en að kaupa bækur.
Það er sorglegt að horfa upp á Esjuberg í þessu ásigkomulagi, tákngerfing þeirrar græðgi sem tröllreið öllu hér um tíma.
Dagsektum beitt vegna Esjubergs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kva
26.8.2011 | 19:20
Bara nokkrum núllum ofaukið. Það gerir varla nokkuð til, núll er sama sem ekkert eða hvað ?
Nei það er víst ekkert svo einfalt, núllið er í öðru samhengi þegar það hangir aftan í öðrum tölum.
Það er frétt um kall sem þrammaði inn á Select með haglabyssu, en það má ekki blogga um þá frétt greinilega. Það má hinsvegar drulla yfir sautján ára ungling á glapstigum og kalla hann öllum illum nöfnum.
Fékk 15 milljarða rukkun frá skattinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grrr
26.8.2011 | 06:58
þetta er bara krakki !!
Hann er sautján ára....
Það þarf að ná þeim sem gerði hann út, þessi gutti hefur enga fjármuni í svona.
Vonandi snýr hann svo á rétta braut.
Hjálpi mér hvað það var erfitt að lesa þessa frétt .
17 ára með mikið magn fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
glitrandi blikkandi ljósafesti
19.8.2011 | 23:56
sást áðan á Reykjanesbrautinni. Þarna voru á ferð vinir unga mannsins sem lést í slysi við Geirsgötuna og önnur ungmenni. Þetta var ótrúlega mögnuð sjón og ég fékk hreinlega tár í augun.
Vonandi skilar þetta árangri þegar krakkarnir sjálfir koma beint að þessu.
Það er versta martröð hvers foreldris að ganga á eftir kistu barnins síns. Ég er afar viðkvæm fyrir því, ég þekki raunina að missa og veit hversu sárt það er.
Krakkar, þið voruð langflottust !
Samúðarkveðjur til allra sem eiga um sárt að binda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fór á fætur með sorg í hjarta
19.8.2011 | 13:21
en ég get alveg viðurkennt að það létti aðeins þyngslunum þegar ég sá öll ljósin á kertasíðunni hans Himma. Kærar þakkir fyrir að gleðja mig kæru ættingjar og vinir. Hérna er hlekkur á kertasíðuna fyrir þá sem vilja
Kertasíðan hans Himma (http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi)
Það virkar ekki að gera beinan hlekk, það gæti þurft að afrita og setja í vafra. Annars er hér vinstra megin beinn hlekkur á Himma ljósin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í minningu Himma 1985-2007
18.8.2011 | 23:48
+
Guð geymi minn strák.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessi frétt
11.8.2011 | 19:55
gladdi mig heilmikið í morgun enda á Marta allt gott skilið.
Frábært !
Til hamingju með þetta mín kæra
Hefur fundið kraftaverkalyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allir eins, alltaf ?
11.8.2011 | 18:39
Það virðist vera það sem fólk álítur. Ég hef undanfarið verið að velta þessu fyrir mér og þá mest útfrá mínum eigin bæjardyrum.
Nú er ég til dæmis ekki mikið fyrir fólk - er svona mannafæla og á í verulegu basli með að treysta fólki. Sumir sjá þetta sem galla en ég held að það sé ekki málið. Ef hver einasta manneskja væri eins þá væri verulega leiðinlegt að vera til - haldið þið það ekki ?
Nú hef ég ákveðið að láta fólk bara fara annað með nöldur, skammir og kvartanir. Ég get ekki frekar en aðrir, breytt því sem fortíðin geymir og á að geyma. Ég hef ekkert verið lagin við samskipti við fólk, hvorki mitt nánasta né aðra. En fólk, ég er einfaldlega svona og ef fólk þolir það alls ekki þá þolir það mig alls ekki.
Ég held að fólk hafi sumt horft einum of mikið á amrískar sápu-grenjumyndir, þar sem allt endar svo gasalega vel. Lífið er ekki þannig. Lífið er tík sem virðist hafa það eitt á áætlun að bíta þig í hælana, þegar þú síst býst við því þá kemur bitið.
Alla æfi er lífið að móta einstaklinginn. Uppeldi og aðstæðurnar móta mann fyrst. Eðli manns spilar svo undirtóninn í hvernig maður bregst við sínum aðstæðum. Allskonar atvik verða æfina út - sum ræður maður við en önnur ekki.
Sumt kann maður en annað ekki.
Lykilorðið í þessu er líklega umburðarlyndi. Fólk þarf að sætta sig við annað fólk en ekki sífellt reyna að breyta því. Það eiga ekki allir að vera eins - hvorki í útliti né öðru.
Ég er alveg þokkalega kát þessa dagana - eða sko, já með því að horfa ekki á dagatalið.
Hérna kemur svo lag sem passar við þessar hugleiðingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki minn uppáhaldsárstími
7.8.2011 | 16:39
en samt þoli ég ekkert sérlega vel kulda heldur. Það hefur þó aðeins lagast eftir að ég fékk lyf við skjaldkirtlinum, kulvísi var víst eitt merkið um að hann virkaði ekki eins og hann á að gera.
Núna er bjartur sunnudagur, sólin skín, það er ágúst...niður bakið á mér læðist hrollur. Svona var dagurinn þegar Himmi minn dó. Það er áfall sem ég kemst ekki yfir, sársaukinn er öðruvísi í dag en hann var. Hann er samt þarna, örgrunnt niður á hann. Ég hef ekki komist í að laga til hjá honum þetta árið, Steinar hefur unnið svo mikið að hann hefur nánast ekkert haft frí.
Í sumar rættist langþráður draumur hjá okkur. Við eignuðumst húsbíl. Gamlan Benz vel innréttaðan og flottan fyrir kall, kellingu og einn hund. Við höfum farið tvær stuttar ferðir í sumar en munum ekki komast að neinu viti fyrr en Steinar er búinn í sumarvinnunni sinni eftir miðjan september.
Það eru allir í ágætum málum, hver sinnir sínu. Þá er allt eins og vera ber.
Ég man nú ekki meira í bili og þá er best að hypja sig aftur útaf síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)