Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Sitt sýnist hverjum

og þegar mér finnst Bjarni Ben loksins vera með bein í nefinu og kominn upp úr flokkshjólförunum þá fer Davíð á saumunum.

Ég er ekkert sérlega hrifin af þessu Icesave drasli. Ég er samt hrædd um að við sitjum uppi með það hvorteðer. Er þá ekki betra að taka það núna fyrst það er orðið viðráðanlegt ?

Ég las í kringum jólin bólina um Gunnar Thoroddssen og átökin í Sjálfstæðisflokknum þá. Hann var forsætisráðherra en ekki formaður síns flokks. Bókin er algerlega frábær og Guðni Th. takk fyrir frabært verk.

Sjálfstæðisflokkurinn er í einhverri krísu núna en ég hef þá trú að það muni bara standa tímabundið. Ég sé engan líklega formann í fljótu bragði ef gömlu mennirnir og harðlínuliðið vill fara að sparka Bjarna.

Ég er hinsvegar sammála BB í þessu máli.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband