Hvert örstutt spor er í áttina

og markar leiðina okkar allra.
Jólin standa nú yfir en hámarkinu náðu þau auðvitað á aðfangadagskvöld. Við njótum velvildar fólks og fáum bæði kort og gjafir.
Ég hélt að ég ætlaði að sigla voða mannaleg í gegnum jólin að þessu sinni en svo kom viðtal við Margréti Frímannsdóttur um jólin á Litla Hrauni og það varð alveg nóg. Hjartað fylltist af sorg og augun af tárum.

Í miðri eldamennsku hætti gasið að virka og ég brosti með sjálfri mér. Ég á nefnilega aðstoðarmann sem bjargar mér við allskyns vanda,bjargaði mér frá því að henda 5000 kalli í Fk í haust og hefur oft hnippt í mig við akstur og annað. Hann hafði nefnilega hnippt í mig 3 þennan desember mánuð til að minna mig á gasið. En ég hafði ekki sinnt því. Um leið og gasið kláraðist endanlega þá kom Steinar inn, ég bað hann bara að sækja kútinn í húsbílinn. Hann þurfti að breyta smá tengingum og það tók tíma. Ég missti af klukknahringingunni í útvarpinu - var enn að bera fram matinn. Leiðinlegt að vera svona sein en iss, vorum bara við, gamla settið og pabbi með. Þetta hafðist allt fyrir rest.

Næst er ég að hugsa um að ansa ósýnilega aðstoðarmanninum.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Já, við eigum að hlusta á ósýnilega aðstoðarmanninn okkar. Hvort við borðum kl 6 eða síðar skiptir engu máli.

Vona að þú eigir góð jól mí kæra.

Knús og klús

Kidda, 26.12.2011 kl. 10:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður mín mikið kannast ég við svona hnipp. Er ennþá að finna fyrir svona umsjón og þykir alltaf jafn vænt um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2011 kl. 16:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er svo yndislegt að hafa einhvern hjá sér alltaf, málið er einmitt að hlusta vel knús á þig yndislegust

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:29

4 identicon

Það er erfitt að vera komin í fangelsi,án fjölskyldu eða lokaður frá fjölskyldu sinni.Ég veit að nokkrir fá bara 1 pakka og hann er frá Hjálpræðishernum sem gefur öllum sem eru í fangelsi gjöf.

Gleðileg jól elsku Ragga 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband