Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

vissiða

N1

Stórvarasamt....

 


mbl.is Flensan heitir nú 2009 H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barið í botninn

og kannski dugði það, kannski fór kanilsnúðamylsnan-það var þó ekki eina problem frúarinnar í tölvumálum. Hverja síðu þarf ég að refresha 7-8 sinnum til að fá hana til að birtast. Ég nenni þó ekki að spá í það, framtíðin er vörðuð vinnu og ég hef ekki net nema í annarri vinnunni.

Lífið virkar þannig að maður reynir að öngla saman fyrir þessu og hinu, sparar þar sem mögulegt er...og allt virðist þetta vera til einskis..mikið vildi ég að ég væri bara á leigumarkaði! En húsinu mínu vil ég halda og við það skal barist meðan hægt er...ég bý á frábærum stað, með frábæra nágranna..og hér VIL ég vera. *Hendimérígólfiðífrekjukasti*

En ég er búin að prjóna helling -segi og skrifa helling....þarf að finna mér tíma til að þvo þetta og setja myndir. Svo þarf ég að fá málin á þeim sem hafa pantað peysur..ég þarf að kaupa Bulky lopa í eitthvað ..sumt fólk þolir ekki lopann og vill peysur sem ekki stingur en samt með lopalúkki.

Við leysum svona mál krakkar....

Ég prjóna mikið léttari lopapeysur núna, bara í tvöföldum lopa..þær koma þrælvel og fallega út.

Man ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira, aðallega að láta vita að það er ekki ástæða til að fara á limingunum þó að ég verði ekki hérna næstu dagana...ég kem aftur, eins og Marteinn Mosdal og nú er að sjá hvort tekst að birta þessa umalltogekkert færslu


Ahh já

það var rétt, hér er bloggsíða. Kanilsnúðamylsnan undir space bar er enn að hrekkja mig og tefur fyrir stórbrotnum bloggum á meðan..já eða þannig sko.

Það er búið að handtaka árásarmenn og vitorðsmenn í Arnarnes málinu. Það er gott.

Forsíða moggans í dag, ekki hægt að stöðva útbreiðslu (svínaflensunnar) vakti hjá mér bæði óhug og spurningar. Afhverju er brugðist svona seint við ? Er ekki þessi alþjóðaheilbrigðisstofnun til þess að bregðast hraðar við ? Ekki þar fyrir, það er áreiðanlega erfitt að stoppa svona flensur alveg. En mér finnst bara koma svo hratt að þeir tilkynni að þetta stefni í heimsfaraldur.

Ég ætlaði að gera eitthvað á facebook áðan en þá virkaði hún eiginlega ekkert, gat ekki breytt statur eða neitt. Hrmpf...ég var reyndar að breyta netinu hjá mér hérna heima, minnkaði það mikið niður enda er hér ekki lengur strákur að spila WOW.

Keli er alveg sæmilegur og það fer nákvæmlega ekkert fyrir honum einum. Lappi hefur greinilega verið "drifið" hérna í hundadeildinni. Keli og Rómeó eru að verða góðir vinir og enn meir eftir að Lappi skinnið safnaðist til feðra sinna. Það er dálítið tómlegt að hafa ekki Lappa kall...

En nú man ég ekki meira í bili...


Skipulagslagaskógurinn

Er greinilega verulega undarlega vaxinn, líklega eins og skógurinn í æfintýrinu um Hans og Gretu. Hér innst í minni götu er hús, sannkallað góðærishús. Það var byggt þegar allt var í full sving...en seldist ekki þó það lækkaði úr 115 millum niður í 99.9 og boðið væri langt hagstætt lán á 75 millur . Nú er nýjasta spilið, þarna á að koma sambýli fyrir aldraða...flott mál. Seint verð ég á móti slíkum húsum en ég fór að spá. Nú er ég fremst í götunni og öll umferð inn götuna verður að fara framhjá mér. Grenndarkynningin vegna þessa sambýlis var í 3 næstu húsin við það. Nú gefur auga leið að einhver slík starfsemi innst í götu bætir miklu við umferð. Ég vona að íbúar þessa húss verði ánægðir hér í götunni okkar en lýsi frati á svona skringileg skipulagslög. Ég hefði hinsvegar alveg samþykkt þessa starfsemi, bara svo það sé á hreinu.

 

(3.     0811078 - Blikastígur 19 - sambýli fyrir aldraða.Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar um umsókn á breytingu á notkun húsnæðis úr íbúðarhúsi í sambýli fyrir aldraða að Blikastíg 19 skv. fyrirliggjandi umsókn Einars Jónssonar dags. 24.11.2009.  Ein athugasemd barst.  Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Frestað.  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla nánari gagna um málið)

Oj

Þetta hefur verið alveg hræðileg lífsreynsla, ekki hélt ég að svona atburðir myndu gerast hér á Íslandi en þetta er þekkt erlendis.

Það fer um mann hrollur, það segi ég satt


mbl.is Vopnað rán í Mávanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

örstutt færsla

Jarðarförin fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Ég mun kannski seinna skrifa betur um það.

Í morgun náðum við að safna nægilegum kjarki og fórum með Lappa til læknisins. Um klukkan hálftvö í dag lauk ævi hans.

Lappi

f. 22 apríl 2003

d.25 apríl 2009

Hvíldu í friði kallinn minn, nú ertu hlaupandi um glaður og sæll, heilsan betri og sjónin komin.

Hérna er síðasta myndin sem tekin var af heillakallinum, tekin í morgun-rétt áður en hann fór í bílinn

síðasta Lappamyndin 006

 

 


Gleðilegt sumar

mínir kæru bloggvinir sem ég þekki orðið ágætlega alla nema í raun einn sem bættist við í gær eða fyrradag. Ég kynnist þeim bloggvini bara með tímanum.

Á morgun fer ég og fylgi henni Öldu minni hennar síðasta spöl í þessu jarðlífi. Það verður hreint ekki auðvelt. Það er meira að segja svo óhugsandi erfitt að ég næ ekki að gleðjast almennilega yfir að hitta tvo yndislega ömmusinnarstráka sem ég hef ekki séð nokkuð lengi núna blessaða. Þeir eru sex ára töffarar og búa báðir á Hornafirði. Það verður samt æði að hitta þá...

Það er kreppa. Ég ætla að smyrja nesti til fararinnar. Öðruvísi mér áður brá. Kaffi í brúsa og smörrebröd í box. Shit.

Ég kom aðallega til að þakka ykkur veturinn. Þið voruð enn svona.

bloggvinirnir

Á morgun vil ég að þið sendið þessum þremur telpum allan ykkar styrk og Lalla auðvitað líka. Þetta eru ekki eðlileg barnsspor að ganga á eftir kistu móður sinnar.

100_1334Hérna er hann Lalli, hann er ótrúlega handlaginn og góður að hjálpa manni við smíðavinnu. Þessi er tekin í fyrra þegar við vorum að laga gluggana hérna heima.

100_1298Dagbjört hjá Steinari "afa". Hún er elst.

100_1299Hér er Guðmunda, mikið upptekin og mátti ekkert vera að því að vera í betri mynd.

100_1300Hérna er Berglind Sara, minnsta spons, varð þriggja ára í febrúar. Þarna sést aðeins í hana Öldu mína.

Guð geymi Öldu, þessa góðu stúlku


Þegar skipt er um skoðun svo snarlega að það er vont

Hafið þið lent í því ?

Sjálfstæðismenn hafa löngu reynt að setja undir þann leka með því að líma fyrir túlann á Hannesi Hólmsteini í ákveðinn tíma fyrir kosningar.

Nú sýnist mér á öllu að vinir mínir , VG, verði að gera það sama með Kolbrúnu Halldórsdóttur. Sleppa olíuvinnslu á Drekasvæðinu ! Ekki nema það þó !!

Ég var búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa, nú eru runnar á mig nokkrar grímur. Það eina sem ég veit er að ég mun alls ekki kjósa það sem ég er "vön" að kjósa, Sjallana. Nei takk. Ég er kragaatkvæði sem strauk.

En nú fer ég að klippa í sundur rosalega flotta design peysu, síða svarta með hettu, spes ermum og bara æðisleg.


Hjálparbeiðni

Stuðningur við Eydísi Ósk Rafpóstur
mánudagur, 20 apríl 2009
Eydís Ósk Indriðadóttir veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana.  Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá.  Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik.  Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni.

Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvanneyri sl. 2 ár.  Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er.

Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182-4289
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Látið þetta berast, kannski er einhver sem getur hjálpað ?
 


bakstursæfingar

og almenn slökun einkenndi daginn í dag.

Hjalli og Aníta komu og Hjalla finnst fátt betra en að gramsast í eldhúsinu með mömmu, elda eða baka eða eitthvað. Áreiðanlega ætti Hjalli minn að vera kokkur eða bakari.

En ég mundi eftir kanilsnúðum á Hrannarsíðu og ég stökk þangað og náði í uppskriftina.

Úr þessu urðu hinir allra bestu snúðar..namm namm.

Og þeir eru ástæða þess að ég nenni ekki að skrifa meira *BURP*


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband