Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Ah
31.3.2009 | 00:25
Ástkær sambýlismaður rifjaði upp gamla takta á heimleiðinni. Upp úr eins manns hljóði tilkynnir hann hógvær að það sé að síga værð á hann. Viðbragðið úr hinu sætinu létu ekki á sér standa : ,, á að fara að byrja á því aftur ? Búinn að aka leigubíl í 20 ár um borgina steinsofandi ?
Hann skaut þarna setningu inn í og sagði : Og ekki lent í neinu..
Framsætisfarþeginn kominn í ham og hélt áfram : og hvað er málið með það ? Svo kemur einhver auli, sofnar einu sinni og bang, beint á staur og hausinn af ?? Ég skil ekkert í þér að hafa rukkað fólk fyrir að fara með þér steinsofandi um alla Reykjavík ! Þú hefðir átt að borga fólki fyrir að þora með þér !!
Önnur setning barst undan stýrinu : Ekki bara í Reykjavík
Framsætisfarþeginn var orðinn í framan eins og hamstur, ekkert nema kinnarnar og áfram hélt ræðan um stórhættulega og bráðónýta ökumenn en svo leit kellingin til hliðar.
Þar sat umræddur óbótabílstjóri og hristist af hlátri. Það er nú ekki ónýtt að fá svona skemmtiatriði á heimleiðinni hló hann.
Kva, maður verður nú að geta talað við þig sagði ég varlega og gaut á hann augunum.
Hinsvegar er þetta rétt hjá mér og löngu leyst. Hann var illa haldinn af kæfisvefni þegar við fórum að búa saman. Til læknis var hann sendur (rekinn) og fékk bipap vél til að sofa með. Síðan er hann oftast ágætlega vakandi þegar hann keyrir en þannig var það ekki áður fyrr.
Kæfisvefn er stórhættulegur.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Hér er ég annars dauðuppgefin en frábært að koma heim í hreint hús. Svo sátum við Keli eins og tveir greifar í sófanum meðan pabbinn setti hreint á rúmið. Nú er Keli lekinn út af en mamman bloggar og pabbinn er á facebook.
Ég fór til Öldu í kvöld, þaðan er allt við það sama bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ung og falleg stúlka geislaði af gleði í dag
29.3.2009 | 21:44
og það er gaman að fá að vera með í slíku. Hitta fólkið hennar og sér í lagi ÖMMU...ég segi ÖMMU með stórum staf vegna þess að Ásta ljósa var sko AMMA hans Himma. Þetta er kona sem er góð í gegn.
Ég er hinsvegar dauðþreytt og ekki af þessari veislu sem líklega hressti mig meir en nokkuð annað. Ég fór heim og í auðveldari fatnað, tók með mér Pattann minn og Anítu og við fórum til Öldu. Þau fóru svo heim en ég sat áfram hjá Öldu með prjónana . Hún svaf öðruhvoru en vildi svo líka skreppa út að reykja, ég get svarið það, ef hún reykti ekki þá væri hún löngu lögst niður og færi ekki framúr meir. En hey..ég er ekki að segja þetta til að breiða rósrauða blæju yfir að ég sé byrjuð aftur, ég er ekki byrjuð aftur og það er ekki á áætlun hjá mér.
Patti minn átti voða erfitt með Ölduna sína svona lasna. Kallanginn minn, hann er svo góður.
Ég veit ekki hvað ég skal segja meir..ég er ofsalega þreytt í bili en það skánar þegar ég legg mig niður á koddann með kallinn minn, hundana og köttinn...dreg í mig skilyrðislausa ást,styrk, kjark og þor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hahaha
28.3.2009 | 21:03
sko núna er bloggvinafjöldinn kominn í sömu tölu og þingmannafjöldinn hehehe...
Ég sit og horfi á Hjartaheill og er alveg að verða þreytt á að horfa á Sveppa hamast í settinu...snillingur
ég er ágæt annars en held að ég muni sakna sumra bloggvina sem urðu niðurskurðarhnífnum að bráð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hálfuppgefin
22.3.2009 | 22:54
og ég var að koma frá henni Öldu. Þetta sígur allt áfram, við hittum Siggu systir þar. Hjalli og Aníta komu með okkur og við ákváðum að kíkja svo við hjá herrunum Birni og Arnari. Þeir búa saman rétt við Hlemm. Það var huggulegt hjá þeim. Þeir tilkynntu roggnir að þeir hefðu verið að steikja sér fisk.
Þóttust flottastir alveg.
Ég er alveg orðin þreytt. Þar er svo sárt að horfa á Öldu veikari og veikari. Og vita fullvel að hverju dregur. Ég fékk svo símtal frá manninum hennar í kvöld þegar ég var á heimleið. Hann veit ekkert enda læknarnir ekkert haft samband við hann. Ég hvatti hann til að koma suður, hafa samband við læknana í fyrramálið og vera svolítið stífur við þá og krefjast svara og skýringa frá þeim. En umfram allt koma suður og vera hér með henni.
Ég er ósátt við að hafa þurft að vera sú sem sagði honum hvernig komið er. Það er ekki mitt hlutverk. Ég gerði það samt með mikilli nærgætni.
Og orkan skreið burtu.
Góða nótt mínir kæru bloggvinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Dularfullt
22.3.2009 | 11:23
Sko ég hætti að reykja..allt í góðu með það.
Ákvað að stökkva á vigtina til að hafa yfirsýn yfir vambarpúkann þegar upp yrði staðið.
Það er þekkt að þegar fólk hættir að reykja þá fer það að fitna, fáir sleppa við það.
En jæja , ég var x5.2
Stuttu seinna var ég x7.4 - mig minnir eftir 3 vikur
áðan var ég x6.2
Ég virðist hafa bætt aðeins á mig en er á bakaleið aftur.
Ég settist og hugsaði í smástund. Svo kveikti ég á perunni, líklega hefur þetta leiðindaástand sem ég bloggaði um um daginn (ekki nærri mér með opinn eld og svoleiðis) og er enn viðvarandi verið einfalt merki um að meltingin er loksins að virka.
Núna borða ég líka á morgnanna - ekki mikið en borða þó. Borða yfir allan daginn en aldrei mikið í einu.
Næst er að fara að hreyfa sig meira. Framkvæmdastjórinn vill senda mig í líkamsrækt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nostalgían
21.3.2009 | 11:07
á myndum kemur hérna. Set þetta líka inn á fésið á eftir.
Munið þið ekki eftir þessum peysum ? það voru nánast allir krakkar hafðir í svona hehe
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Svaf svolítið með öðru auganu
20.3.2009 | 19:02
í sófanum með Rómeó kattarrassi. Hann malar og brakar fyrir mig og steinsefur hjá mér, alsæll.
Alda er komin á ansi sterk verkjalyf. Hún sofnar í miðju samtali og hrekkur svo upp og kallar jafnvel á einhvern sem ekki er staddur hjá henni. Ég held að þetta séu lyfin. Kviðurinn er orðinn mikið framsettur eins og við 6 mánaða meðgöngu. Hún er með mikinn bjúg. Hún er með poka festa við báða fætur, þvagpoka, og stundum er mikið blóð segir hún en svo er þetta allt í lagi stundum. Hún veit ekki hvað hún á að vera lengi hérna fyrir sunnan. Það er verið að brasa í að reyna að verkjastilla hana betur. Hjúkkurnar stinga stöðugt inn nefinu að gá hvort ekki sé allt í lagi.
Ástæða þess að ég er að skrifa þetta hér er sú að ég er að reyna að hafa þetta einhversstaðar svo ég muni það.
Þessar upplýsingar mega alls ekki fara á neitt flandur. En ég er með svo gott fólk hérna inn á að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.
31 mars 2007 sat ég hjá móðursystur minni á líknardeildinni í Kópavogi og beið þess að krabbinn sigraði hana. Ég sat hjá henni við sama rúm og mamma hafði látist í, sama stofan sama umhverfið. Mamma lést 30 nóvember 2002 úr krabba. Nú eru alveg að smella í 2 ár síðan Gréta mín dó.
Síðan dó Himmi.
Ég verð svakalega þreytt á þessu stundum og vildi svo glöð skipta við Öldu. Ég meina það, Alda á 3 litlar stelpur og þetta er ekki eðlilegt!!
Takk fyrir peppið elskurnar
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
get sagt það hér
20.3.2009 | 16:32
hér er lokað.
Var hjá Öldu og það sogaðist úr mér orkan
Hún er orðin svo fárveik...
Ég held að ég verði að leggja mig bara..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Loðboltarnir mínir
20.3.2009 | 12:06
hafa áreiðanlega verið settir hér til að gleðja mig. Hundarnir eru auðvitað snillingar þó að þeir gelti bæði á Sigrúnu, Hilmar og Guðmund Andra og ærist við póstinn. Skamm Lappi og Keli (þeir lesa bloggið mitt, meira að segja sá blindi)
En kötturinn er alveg á sérparti. Hann vill ráða öllu hérna og hefur bara fengið að gera það (hann ræður bara í dýradeild) Hundar sitja og standa eins og köttur segir og allt gengur þetta ljómandi. Köttur er stríðinn og á til að leggja Lappa í smávegis einelti, slær hann í hausinn og stekkur upp á eitthvað. Lappi stendur ringlaður á gólfinu og veit ekki hvað lenti í hausnum. Kisa til hróss má segja að klærnar eru ekki notaðar í svona hrekkjabrögð. Um daginn vildi hann endilega leika við Kela, lá á borðstofustól og krækti í Kela þegar hann fór framhjá. Keli settist umsvifalaust og horfði á kisa, beið greinilega næstu fyrirmæla. Honum hugkvæmdist alls ekki að kisi væri að spyrja hann um að koma að leika.
Í nótt var tómur matardallur kisa. Þannig vill hann hreint ekki hafa það. Mamma, Lappi og Keli sváfu en pabbinn var í vinnunni. Þegar pabbi kom heim þá var gerð athugasemd við þetta og pabbi fór til að leysa málið. Dallurinn var ekki alveg tómur, kisi hafði sjálfur sett þar stél af fugli til að hafa eitthvað. Þegar maður er rauðbröndóttur kisi og býr á Álftanesi með tveimur táfýlubófum þá bjargar maður sér.
Heilsan er eins, ég fer til Öldu á eftir. Hún á að fara í "tunnuna" á eftir, það er henni ekki vel við og ég hef svolítið þurft að telja í hana kjarkinn með að fara í þetta og hún ætlar að fara. Svo fær hún lyfin í dag og líka á að sprauta í mænuna til að reyna að minnka sendingu sársaukaboðanna til heilans. Hún er öll þrútin af bjúg og kviðurinn orðinn ansi framsettur, svipaður og við 6 mánaða meðgöngu. Í gær var hún í svo sætum innibuxum og mig vantaði svoleiðis og spurði hvar hún hefði fengið þetta. Hún sagði mér það og við brunuðum þangað eftir heimsóknina. Fann mér þrennar svona buxur og borgaði við kassann. Svo fórum við Steinar að þrasa...um verðið. Hann sagði að ég hefði borgað þetta og ég sagði nei : hún sagði 2990 og ég borgaði það ! Svo komst ég auðvitað að því við smáumhugsun að það passar ekki við 3 buxur á tæpan 1500 kall stykkið. Ég teygði mig afturí og sótti pokann með miðanum í. Við höfðum bæði rétt fyrir okkur. Rétt verð var auðvitað rúmlega 4000 kr. En ég borgaði 2990. Skanninn í búðinni nam greinilega ekki eitt merkið.
Nú er ég orðin búðaþjófur í viðbót við allt annað
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sjaldnast er alveg friður fyrir lífinu
19.3.2009 | 15:27
frekar en stjórnmálamenn fá frið fyrir fólkinu.
Ég er heima, kramparnir gera það af verkum að ég þarf helst að sitja í vaskafati. Það er ekkert annað sem tekur við svona gusum. En vegna þess að ég á besta framkvæmdastjóra í heimi þá skaust ég inn til hans og útskýrði blöðrur fyrir honum og fékk sjúkraleyfi til mánudags. Það var nú ekki vandamálið, ég veit nú ekki hvað hann skildi í þessum blöðrum en hann leit á mig og sagði ; Ragga mín, ég sé alveg að þér líður ekkert vel.
Núna fyrst síðan er lokuð þá skrifa ég kannski frjálslegar um fleira en blöðrurnar...
Alda mín er í innlögn núna, það er verið að verkjastilla hana betur. Það er stutt síðan hún var hér í svoleiðis erindagjörðum síðast. Meinið sem átti sitt upphaf í blöðrunni er aftur komið í eitla í baki og brjóstholi , nýlega sáust svo meinvörp í lifur. Hún er með blett í hryggjarlið líka. Hún er komin í lyfjameðferð aftur, tók hlé meðan þeir geisluðu stóra æxlið í blöðrunni . Hún er ofsalega dugleg og hugrökk.
Birna er búin að birta myndir af litla drengnum, barnabarni þeirra í Breiðuvík. Hann er ofsalega fallegur snáði en enn er ekki komið í ljós hvað er að hrjá hann.
Við fórum og létum skuldbreyta eða hvað það nú heitir einu láninu og það var lengt út 25 árum í 40 ár. Það kannski lagar aðeins greiðslubyrðina og aðstoðar okkur áfram veginn. Það munar heldur betur um 400.000 kallinn sem Steinar fékk þarna uppfrá sko ! Skil nú ekki alveg hvernig mér eða okkur hefur tekist að halda sjó svosem en ég hef tæmt alla varasjóði og nú urðum við að gera eitthvað. Svo getur verið að Steinar fari að vinna í sumar eitthvað sem gefur meiri pening og setji Grámann í Garðshorni í útgerð á meðan.
Meira seinna, Alda er farin að bíða eftir mér
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)