Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Regluverk
1.7.2008 | 11:03
Við notum allskyns reglur til að halda fólki í skefjum. Í aldanna rás hefur kirkjan til dæmis bannfært fólk og brennt á báli fyrir minnstu sakir. Enn í dag er Vatikanið úti á rófu með tíðarandann hvað varðar mörg sjálfsögð réttindi. Kirkjan veifar elstu siðareglum sem til eru, boðorðunum tíu. Þau eru auðvitað ágæt til síns brúks.
Algengt er að fólk fer bara eftir þeim reglum sem henta þeim, fólk ekur of hratt -fólk hefur með sér meira en það má að utan-fólk er með háreysti eftir eðlilegan hvíldartíma-fólk hendir rusli og sprænir um allt. Fólk brýtur þessar reglur án þess að hika. En ef það er hinumegin glæpsins þá er annað hljóð. Hver vill verða fyrir bíl sem ekur of hratt ? Fólk vill hreint ekki borga sekt fyrir ólöglegt magn inn í landið af góssi. Engum finnst varið í að geta ekki sofið vegna hávaða. Ég þekki heldur engan sem hefur gaman að því að tína upp rusl á lóð sinni eða bera út vatn til að skola burt hland.
Ekki gera öðrum það sem þú villt ekki að þér sé gert.
Þetta er eina reglan sem er nothæf að mínu mati og á næstum alltaf við.
Hvað veldur því að mannskepnan telur sig geta valið sjálf hvaða reglur eigi að gilda og hverjar ekki ? Hvað er að gerast í hausnum á aðila sem ekur bifreið blindfullur ? Hann telur sig kannski vera algert meistaraverk, að hann þjáist hreint ekki af dómgreindarbresti þeim sem einkennir ölvaða ? Sjálfsálit er af hinu góða en stundum er það nú einum of hátt.
Ég hef alveg brotið reglur, að vísu ekki þessa um að koma með eitthvað góss með mér frá útlöndum, hef aldrei farið til útlanda. (næs seif hehe) Hitt hef ég allt gert á einhverjum tímapunkti nema ekki ekið undir áhrifum. Ég þyrfti þá að læra að drekka brennivín fyrst, og mér finnst það ekki til neins héðan af.
Hvað þarf að gera til að fólk hagi sér betur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)