síðan hann fór. Ég sakna hans hvern einasta dag og tala við hann og um hann hvern dag við mitt fólk. Í fyrradag herti ég mig upp, druslaði mér í kirkjugarðinn og fór með blóm til mömmu í tilefni af sjötugsafmæli hennar. Ég fór líka með blóm til Himma og klappaði krossinum hans. Svo bað ég hann að leiðbeina mér til Hauks hennar Birnu Dísar. Síðast þegar ég fór þá fann ég hann alls ekki og það var í fyrsta sinn sem það gerðist. Núna labbaði ég nánast beint til hans og sá fallega steininn sem kominn er hjá honum. Áður en Himmi dó þá las ég síðuna hjá Birnu Dís og skoðaði myndir af hennar syni, hann minnti mig um margt á Himma minn. Ekki vissi ég þá að svo stuttu seinna stæði ég í sporunum hennar, líka búin að missa son. Það er vond spor að vera í. En maður hefur svosem ekkert val. Þetta gerðist og einhvernveginn verður maður að finna leið til að lifa með þessum skelfilega raunveruleika. Maður verður aldrei samur eftir....það kemur óbætanlegt skarð. Samt var ég orðin nokkuð sjóuð í að hafa ekki Himma um mislangan tíma. Hann sat inni í 4rða sinn og ég var að æfast í því að vera án hans. En ég var samt ekki og verð aldrei klár í að hitta hann aldrei meira. Það er svo óendanlega erfitt.
Ljósasíðan hans hefur lifað í ellefu mánuði. Fyrir það þakka ég ykkur, þið hafið verið yndisleg að halda henni gangandi með því að hafa alltaf á henni ljós.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér er verið að smíða og reyna að klára glugga. Einn var lélegur og fékk nýja pósta. Það er að klárast og þá þarf bara að setja gler í 2 aðra. Þetta verður frábært að sleppa við lekann....handklæðasprettir um allt hús þegar rignir. Við þurfum svo að setja nýtt járn á þakið. Það er víst eitthvað plastklætt dótarí eða eitthvað svoleiðis. Það gerist vonandi á næsta ári.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sumarfríið fer ágætlega af stað. Ég er náttlega á spretti í hinni vinnunni á meðan en stefnan er að komast samt eitthvað í sumar. Steinar er fastur í sinni vinnu og ekki nennir frúin ein eitthvað út á land.