Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Eru ekki mánaðamót ? *blikkblikkblikkblikk*
31.5.2008 | 21:07
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. _________________________________________________________ Svo var ég að setja nýjan tengil hérna til hliðar. Hann heitir fangarnir á meðferðarganginum -endilega kíkið á það. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú er fátt að gerast ( ein spurning samt )
31.5.2008 | 17:01
og ég verð eiginlega að segja hreinskilnislega, að ég fagna því. Undanfarnir dagar hafa verið heilmiklir tilfinningarússibanar og andleg þrek er enn ekki komið í það sem ætti að vera.
Ég sárfinn til með fólki á skjálftasvæðunum, ekki vegna brotinna bollapara heldur einfaldlega vegna þeirrar tilfinningar sem hefur læðst að, að öryggi heimilisins sé stefnt í voða. Heimilið er okkur öllum heilagt og flest ættum við erfitt með að vinna okkur út úr slíku áfalli. Það er líka það sem fólk talar um sem brotist er inn hjá, slæm vanmetatilfinning og öryggisleysi.
Veraldlega hluti má bæta en hitt tekur lengri tíma.
Nokkrar bloggfærslur hef ég séð í dag þar sem fólk kveinkar sér undan of mikilli umfjöllun um atburði fyrir austan. Það er enginn skyldugur til að lesa allar blaðagreinar né horfa á alla fréttatíma. Þessu er líkt við verri hamfarir annarsstaðar og á það bent að þangað ættum við að beina okkar athygli. Þessu er ég ekki sammála, ef við leitum alltaf að verri aðstæðum áður en okkur þóknast að hjálpa þá endar með að engum verður hjálpað í heiminum. Það er alltaf einhver verr staddur til.
En nóg um þetta.
Fór að vinna í dag. Það gekk ágætlega. Í fyrsta sinn í sögunni ók ég farþega bæjarleið sem tíndi upp í mig harðfisk með smjöri alla leiðina. Það var snilld.
Fór svo í annarra manna hverfisverslun í dag og fékk mér slátur, við ákváðum að hafa það í snemmlagaðan kvöldverð enda nóg um að vera hérna bráðum. Landsleikur í handbolta og kallinn fer að vinna.
Að lokum vil ég óska Hafnarfirði til hamingju með 100 ára afmælið..
Spurningin er :
Ef ég er spurð hvað ég eigi mörg börn hvað á ég að segja
a)átti fimm en eitt dó
b)á fjögur en ....dæs....þögn
Hvað segir maður eiginlega ?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Barnfóstrustörfum lokið
30.5.2008 | 16:22
Við horfðum á teiknimyndir, þrömmuðum okkur út á leikvöll og fengum okkur göngutúr með Kela að skoða hestana. Hestarnir og Keli stóðu alveg fyrir sínu, hestarnir þáðu gras úr litlum höndum og Keli hagaði sér eins og stórhöfðingi. Þær fengu að teyma hann og hann hagaði sér afar vel. Hann passaði að tosa ekki og fella ekki litlar stelpur. Hann passaði sig svo vel að við lá að hann væri staður öðruhvoru.
Keli lét fara vel um sig í kjöltunni á Guðmundu.
Svo er best að sýna ykkur áhugasaman tölvusnilling, hann var að bíða eftir að mamma hans kæmi heim sl sunnudagsmorgun svo hann gæti farið að borða eitthvað.
Áhuginn leynir sér ekki !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í miðju myrkrinu koma
29.5.2008 | 23:26
frábærar fréttir. Íþróttahúsið á Höfn var troðfullt á styrktartónleikum Öldu í kvöld. Ég þarf hinsvegar að fara að sofa, núna. Leikskólar og skólar á Selfossi eru lokaðir á morgun og Öldudæturnar ætla að heimsækja Röggu ömmu meðan mamma fær meðalið sitt.
Góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Æj (viðbót mynd af skjálftunum)
29.5.2008 | 19:53
greyin, það vill til að þeir eru nú í rammgerðu húsi og vel um þá hugsað. Ég hef hinsvegar miklu meiri áhyggjur af fólki á Suðurlandi sem er núna sumt vegalaust. Aldan mín er til dæmis á Selfossi og ég hef miklar áhyggjur af henni.
Mín upplifun af skjálftanum var svona ;
Ég var að setja ryksuguna í gang þegar ég heyri hljóð. Ég held áfram við að labba eftir ganginum og loka áfram hurðunum inni í herbergin. Þá er ég farin að gruna alvarlega ryksuguna um að vera biluð og framkallandi aukahljóð. Ég sný mér við og sé þingmann undarlegan á svipinn í sjónvarpinu, þingforsetinn stendur upp og ég hélt að þingmaðurinn hefði misst einhvern ósóma út úr sér. En þá sjá ég kertaljósakrónuna, hún sveiflast eins og vitlaus.
Ég beið en þetta ætlaði aldrei að hætta, ég var komin á fremsta hlunn með að hlaupa út en þá stoppaði þetta loksins.
En það leið langur tími áður en ljósið hætti að sveiflast....
Sjáið muninn á þessari og þeirri sem er í fyrri færslu
Fangar á Litla-Hrauni úti í garði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég skammast mín !
29.5.2008 | 16:14
og biðst hér með afsökunar á hálfvitalegu gríni í fyrri færslu.
Kveðjur austur, ég er alveg miður mín yfir þessu.
Reyni að koma með myndir
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
saltaustur,jarðskjálfti,tiltektir og sólskin, smá aulaháttur líka
29.5.2008 | 15:31
Byrjum á saltinu. Hér kom Björn og var á leiðinni að taka bílprófið. Móðir hans fylgdi honum til dyra og henti saltlúku á eftir honum í heillaskyni ! Svo sjáum við hvort það virkar. Ég rak hann til að snúa baki í mig svo saltið færi nú ekki í glyrnurnar á honum, vitavonlaust að taka bílpróf tárvotur og hálfblindur.
Það kom jarðskjálfti og öll komment frá Hrönn líka svona út augabrúnirnar hristust hérumbil af henni. Skjálftinn var upp á rúmlega 3 á richter en ég fann ekkert hérna megin. Á svo marga bloggvini hérna á milli okkar Hrannar að þeir hafa dempað höggið eins og oft áður.
Búin að eyða deginum í tiltektir, gasalega fínt hjá mér núna. Keli náði að setja ryksuguna sjálfur af stað áðan, hann þrammaði ofan á takkann og vegna þess að hann er svo klár (lappastór) þá ýtti hann líka á takkann sem sendir hana heim af sofa. Ryksugan fór bara smáhring í kringum Arnar vin hans Bjössa og háttaði sig svo aftur ofan í bæli.
Hér er Kelmundur fastur í keðju og viðrar sig í afburðagóðu veðri hérna á Nesinu. Lappi kemur inn og fer út eftir hentugleikum. Það er gat á girðingunni hérna að ofan verðu en Lappi veit að hann má ekki fara útfyrir og hann gerir það ekki. Kelmundur hinsvegar fer ekkert eftir reglum nema það henti honum sérlega vel og helst ef það er kaup í boði (hundanammi)
Ég sé á þessum síðuteljara að ég er auli. Er ekki lágmark að maður fylgist með þegar enn einn hundraðþúsundin eru lögð að baki? Jæja, það er greinilega ekki trendið á þessu bloggi. Hér er utanviðsig bloggari.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Obbz
29.5.2008 | 10:31
búin að eyða stórfé og það er ekki komið hádegi, rats....Foringinn er áreiðanlega ekki að fylgjast með, hann er kominn í sumarfrí með öllum hinum litlu þingmönnunum ....Jenný sjaldan hitt naglann betur á höfuðið þegar hún talaði um Núllið í gær..ég held að þingið hafi ekki gert baun í bala í allan vetur !
En aftur að mínu persónulega rausi...
Ég var með handklæði í nokkrum gluggum í vetur og fékk lánaðan mann hér í vor til að kíkja á gluggana. Ég taldi sjálf að lekinn stafaði af slæmum frágangi glers sem er að öðru leyti ónýtt. Hann tók undir þá greiningu og við treystum áliti hans. Gluggarnir sjálfir eru semsagt ekki ónýtir. Í allan vetur hefur litla músin reynt að safna saman aurum til að eiga nú fyrir endurbótum á holunni sinni. Áðan borgaði ég glerið...jibbýskibbý...
Lárus hennar Öldu ætlar að vinna þetta fyrir okkur, hann getur nefnilega komið með allt sitt fólk með sér í það.
Ég verð gríðarlega glöð þegar ég verð komin með nýtt gler í húsið
Svo ætla ég að reyna að einbeita mér að því að gegna henni Millu minni á Húsavík (þar er einhver alfallegasta kirkja í heimi) og reyna að hvíla mig aðeins. Ég er svo gjörsamlega búin með orkuna, ég skil nú ekki þennan brandara !
Ég þarf samt að þurrka rykið af hérna og svoleiðis en það fer svo sem ekki neitt. Ekki þarf ég að spá í gólfin, hér sést ekki hundahár. Hohohoho..montrass.
Í kvöld verða haldnir tónleikar fyrir austan til styrktar Öldu. Mér datt í hug að við sem ekki komust á þá gætum kannski lagt inn hjá henni andvirði miðans ? Miðinn á að kosta 1000 krónur. Reikningsnúmerið hennar er fast hér í höfundarboxinu hjá mér.
Takk fyrir hrósið á hjartamúsina hennar ömmu sinnar. Hann vaknar brosandi og sofnar eins, rosalega geðgott og glatt smábarn. Hann er nánast alveg farinn að sitja einn og er kominn í skriðstellingar líka. Hann ætlar að vera fljótur til þessi elska. Á einni mynd sést glitta í tennurnar hans tvær sem hann er kominn með. Bara flottastur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Meira myndaflóð og smá af Dindind
28.5.2008 | 23:25
Það er svooooo gaman að monta sig af fallega ömmusnáðanum, hjartamúsinni hennar ömmusín sem kom eins og heilandi engill þegar amma átti voðalega bágt.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Alda byrjar í lyfjameðferð á föstudaginn og hún er komin heim til sín í bili. Svo kemur í ljós hvernig henni gengur að vera heima. Ég vona það besta.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ætti að vera bannað !!
28.5.2008 | 20:33
Ég sjálfur skrapp að láta klippa mig og svo tók mamma mynd.....amma í yfirliði....ég er heimsmeistari í að vera sætastur !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)