Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Svakaleg gönguför
1.4.2008 | 10:20
Það er eiginlega eina sem lýsir þessu ferli með einhverri sanngirni. Gönguleiðin er frá algjöru niðurbroti og í átt að ímynduðu ljósi. Verðlaunin eru ofurveik hugmynd um að kannski einhversstaðar í annari vídd sé hægt að hitta Himma aftur. Gönguhvatinn er þessi súperheimska hugmynd um að maður eigi að standa sig í lífinu og pluma sig. Hverjum datt það í hug ? Að maður ætti alltaf að standa sig vel, og þá vel miðað við hvað ? Hver er reikniformúlan í þessu ?
Stundum skil ég ekki hvernig ætlast er til af mæðrum að þær geti bara haldið áfram með sitt líf búnar að jarða barnið sitt.
Himma mínum var svo vitlaust gefið í upphafi. Hann barðist við þessa röskun. Ofvirkur, með athyglisbrest og misþroska. Sumt fékk hann í meiri mæli, hann var brosmildasti náungi sem maður hitti. Það var einfaldlega þannig að hann brosti alla æfina.
Æj nú er ég farin að rausa...pirruð og ergileg á þessu öllu saman....
Stundum vil ég ekkert vera í þessum sporum og stundum þvælist ég reið á minningastígnum.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)