Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Úr stjórnborðinu mínu...ég vissi það..hehe
30.12.2008 | 12:09
Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Ragnheiður Hilmarsdóttir. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund.
-----------------------------------
Takk fyrir innlegg við síðustu færslu
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
í millihátíðafríi
29.12.2008 | 13:43
og eyði tímanum í notalegheit, er að prjóna (myndir af nýjustu 3 peysunum í albúmi) og læra á að eiga blindan hvutta.
Áðan þegar ég setti stráka út að pissa þá þrammaði Lappi á borðstofustól, mig og hurðina á Kelabúri. Hann er greinilega að tapa þessari litlu skímu sem hann hafði. Núna tala ég meira við hann, hann skilur margt sem sagt er ..hann er samt ferlega kátur þrátt fyrir blinduna. Það dinglast rófan og maður sér hvað hann er sæll í sínu skinni.
Ég fékk jólaskraut á pakka sem mér fannst ekki lítið varið í...Sigga systir, yfirsnillingur, heklaði handa mér mús. Ég batt hana á lampann minn sem er hér alla daga við hliðina á mér.
Hérna er dýrið hehe
Já svo þætti mér vænt um að sleppa við msn samtöl við fólk sem neytt hefur hugbreytandi efna. Þrátt fyrir að ég beri mig nú mannalega þá er andlegt þrek alls ekki nógu gott og ég má takmarkað við áreiti og alls ekki "velmeintum" fyrirmælum um hvernig ég á og hvernig ég á ekki að syrgja hann Himma minn. Þann veg geng ég ein. Þrátt fyrir að margir séu sem sakna Himmans þá fer hver sína leið með það og þannig tel ég það eiga að vera.
Knús í boðinu
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
*fliss*
26.12.2008 | 13:47
það var að renna upp fyrir mér ljós (það greinilega gerist líka á jólum) ég sjálf er ein þeirra sem verð fyrir fréttatengingabanni og sést ekki á síðum moggabloggs frá og með áramótum..hehe.
Samt vita nú flestir lesendur mætavel hvað ég heiti og hver ég er ..
Ég sé til þegar leiðbeiningarnar koma, þá set ég bara nafnið mitt eins og lög mæla fyrir um. Skiptir engu fyrir mig persónulega en heldur verra þykur mér að ég mun mögulega missa mikinn uppáhaldsbloggvin, hann Tiger, það er stórskaði.
Annars legg ég til þessa lausn á þessu máli. Þeir sem eru nafnlausir og vilja skrifa um ákveðna frétt bara c/p fréttina og það mál er leyst.
Við hin sem viljum sýna vinum okkar stuðning getum hakað í "sjást í listum" og þá verðum við ósýnileg líka á forsíðu og á vinsældarlistum.
Hvernig líst ykkur á ?
Ég vil alls ekki missa nafnlausu vinina mína, þeir hafa sína ástæðu fyrir nafnleysinu og hana ber að virða. Annað er með tröllin sem eru auðvitað hér eins og annarsstaðar, þau ignorar maður bara.
Farin að gera eitthvað........
Gleðilega jólarest og kærar þakkir fyrir jólakveðjur innan og utan kerfis
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Jóladagur 2008
25.12.2008 | 12:43
Gleðilega hátíð.
Við áttum yndislega kvöldstund í gær með Hjalta, Bjössa og Anítu. Hér voru svo auðvitað tveir ringlaðir ferfætlingar sem skildu minnst í öllu þessu nammi sem mamman var með. Það var allskonar lykt í loftinu og allskonar dót komið upp í stofunni sem þurfti að þefa af.
Ég opnaði að nýju fyrir innankerfisskilaboðin og fékk margar fallegar jólakveðjur frá bloggvinum mínum.
Hér var alveg stresslaust unnið að jólaundirbúningi og afleiðingin var sú að maturinn var til aðeins ögn of snemma. Það gerði ekkert til, hér voru karlarnir orðnir banhungraðir. Eina -næstum stressið- sem kom var þegar Hjalta tókst næstum að flækja sig í jólaseríunni sem átti að fara á tréð. Hann var orðinn nokkuð brúnaþungur, mamma kom til hjálpar en það gerði ekki mikið gagn. Þá var gamli maðurinn kallaður á vettvang og Steinari tókst á fimm mínútum að leysa flækjuna með bros á vör.
Þetta fannst okkur Hjalta ekki sanngjarnt.
Við fengum frábærar gjafir. Gjafir með myndum af barnabörnum, ljóðabók eftir tengdamömmu, diskinn með Ladda, ofsalega fallega ikonamynd frá heimsins bestu systur...
en mest á óvart komu skreyttar flísar frá henni Auði, litlu systur hans Himma. Mikið varð ég glöð ..ég hugsaði líka með mér, það er ekki á þessa krakka logið, þvílík yndi .
Takk elsku Auður mín
Ég fékk líka mús. Ég þarf að finna henni heiðursess í húsinu. Hún skreytti pakkann frá heimsins bestu systir. Sigga heklaði hana handa mér og auðvitað var tilefnið músagangurinn hérna undanfarið.
Kæra fjölskylda og vinir, hjartans þakkir fyrir gjafir og kveðjur þessi jól.
Nú þarf ég að fara að hafa til mat, ég er að fara í vinnuna og verð þar í kvöld.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jólakveðja
23.12.2008 | 00:54
Kæru bloggvinir og aðrir lesendur, góðu vinir mínir, innilegustu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Kærar þakkir fyrir hlýhug og stuðning á árinu sem er að líða, fyrsta heila árið án hans Himma míns.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Ég, Björn Bjarnason og Össur
22.12.2008 | 11:51
skruppum út á lífið í gær. Við Steinar skruppum á jólatónleika lögreglukórsins og skemmtum okkur vel. Ekki spillti fyrir að þeir voru í þessari gríðarlega fallegu (að innan) Grafarvogskirkju.
Rétt áður skruppum við í kirkjugarðinn til Himma. Pabbi hans og Heiður höfðu fyrr sett hjá honum afar fallega grenigrein og sópað snjónum af leiðinu hans. Himmi minn með fínt.
Þau tóku líka blómin sem höfðu verið sett hjá honum í kring um afmælið hans, þau voru sett í ruslið.
Ég fer í dag og versla til jólanna..þá verður það klárt.
Núna ætla ég að fara að þrífa aðeins til í eldhúsinu, þar sem jólagaldrarnir verða framdir.
L8ter...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það fer lítið fyrir jólastressi
20.12.2008 | 22:36
en á morgun er síðasta vakt fyrir jól, ég á svo að vinna á jóladag, annan og þriðja í jólum. Það er allt í lagi.
Ég á enn eftir að kaupa 2-3 gjafir og koma þeim í gjafvænt ástand (Steinar er innpakkari hér) svo er maturinn eftir og svoleiðis dótarí. Bjössi minn verður virkjaður í jólaaðstoð.
Ég er hins vegar ekki stressuð, ég veit af fenginni reynslu að jólin koma hvort sem ég er búin að öllu eða ekki.
Ég er hins vegar orðin ansi óróleg með ástand mála í þjóðfélaginu. Í minni vinnu er auðvitað mikið talað um ástand mála. Menn eru í raun misilla settir, allt frá því að sleppa nokkurnveginn (það eru þessir með skuldlausu bílana) upp í það að vera í gríðarlega slæmum málum (með myntkörfulán). Taxtahækkun virðist vera í farvatninu, því miður.
Hvað á eiginlega að gera ?
Orðrómurinn um að margar verslanir munu loka í janúar verður æ sterkari.
Nú man ég ekki meira til að tala um, jú, ég hitti bloggvin í dag sem ég hef ekki áður séð. Það var skemmtilegt að sjá manneskjuna á bakvið bloggið.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Smá pása í prjónaskap
18.12.2008 | 14:53
Og enn horfi ég á þingið en nú skil ég ekki lengur til hvers...augljóst er við lestur á fréttamiðlum dagsins að það er hægt að senda þessa þingmenn heim, í einni rófu. Við höfum einfaldlega ekki lengur stjórn á okkar málum, við erum undir algerri stjórn IMF.
Takk fyrir
Það er í gangi áskorun á blogginu um að biðja Ólaf Ragnar að staðfesta ekki fjárlögin. IMF boðar enn MEIRI niðurskurð á fjárlögum 2009 og 2010. ENN MEIRI NIÐURSKURÐ!
Já já sæll.
Það er gersamlega óþolandi að við höfum ekkert fengið að vita um SKILMÁLA sem fylgdu þessu skrattans láni hjá IMF. Hrædd er ég um að við, almenningur, hefðum fengið á baukinn ef við hefðum ekki lesið smáa letrið betur en þetta.
Ég er hrædd um að kosningar dugi ekki. Það er búið að troða ofan í kok á okkur samningi sem vísast er ekki hægt að rifta. Það verður alveg sama hver tekur við stjórnvölunum, það er nákvæmlega allt farið til helvítis sem þangað kemst.
Mér er skapi næst að senda danadrottningu bréf og biðja hana um að hirða aftur þessa vesældarnýlendu og senda okkur allt það maðkaða mjöl sem finnst. Við skulum éta það, við erum vön!
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨
Var að setja inn albúm með lopapeysum sem ég hef til sölu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Horft á alþingi
17.12.2008 | 15:56
Mikið er ég annars ánægð með að ég get fylgst með því sem fram fer þar. Að vísu hefur þessi ríkisstjórn svo öflugan þingmeirihluta að þeir gætu ákveðið að mála alla leigubílstjóra græna og það færi í gegnum þingið í krafti þessa meirihluta.
Við Björn erum oft hér saman á daginn og fylgjumst með, ég öllu betur en hann en samt hann spáir í þetta.
En ég komst að því áðan að sjái ég til ferða fjármála-og forsætisráðherra þá fer um mig. Ég hugsa með mér ; hverju ætla þessir kallar nú að þræla í gegnum þingið?
Flestöll mál eru nú tekin á dagskrá með afbrigðum, sem sagt þau brjóta í bága við þingsköp og það þarf að byrja á að samþykkja þau til afgreiðslu áður en hægt er að gera meira.
Hér er hinsvegar ástand mála þannig að Steinar hefur bara aðra vinnuna, hin datt uppfyrir sl mánaðamót. Það verður "spennandi" að sjá hvað gerist í janúar 2009 .....
Shit!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Svo má brýna
16.12.2008 | 17:13
Það er orðið bara tímaspursmál hvenær ég -friðsemismaurinn- stilli mér upp með mótmælendum. Það krafsast sífellt ofan af meiri skít, lyktin er að verða óbærileg.
Ég hef nægan tíma til að hugsa, er lasin heima og fer ekki neitt. Hlusta á þingmenn ræða fjárlagafrumvarpið- þvílíkt og annað eins niðurskurðarfrumvarp hef ég aldrei séð. Auðvitað þarf að draga saman, það sér hver maður. En hvar er peningurinn sem hefur ausist inn í ríkissjóð á góðæristímanum ? Hvert fór hann?
Linda Linnet birtir merkilegan póst í dag. Ég las hann og hugsaði með mér ; það skyldi þó ekki vera? Hversu langt inn í alþingi nær viðbjóðurinn ? Fyrir nokkrum tíma hefði ég örugglega hlegið að öllum þessum samsæriskenningum en mér er alls ekki hlátur í hug í dag né í gær og áreiðanlega ekki heldur á morgun.
En í dag er alls ekki alslæmur dagur þó að lasleiki minn í dag komi í veg fyrir að ég geti hitt hana Öldu mína á morgun. Það er ótækt fyrir hana með sitt bilaða ónæmiskerfi að hitta pestargemling.
Hann Siggi "minn" á afmæli í dag. Fyrir nærri áratug þegar við pabbi hans fórum að búa saman þá fylgdi þessi feimni rauðhærði strákur með. Það var yndislegt. Hann er stórkostleg viðbót við gaurana mína, hægur og prúður strákur sem ég elska eins og ég ætti hann sjálf. Hann og Himmi urðu miklir vinir og ef maður sá annan þá var nokkuð öruggt að hinn var ekki langt frá.
Til hamingju með daginn elsku Siggi.
Hér er hann Siggi minn í miðjunni.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)