Fyrir nokkuð löngu

varð mér á að fara til læknis, mér til skelfingar lenti í á afar lélegum lækni sem hræddi mig. Síðan hef ég helst ekki farið til læknis, hef einfaldlega ekki þorað því. Var nú svosem ekki sú duglegasta fram að því en fór þegar ég þurfti að fara. Í dag er ég gangandi sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið, nota það ekki.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré - fyrir rest.

Ég fór loks til læknis og er í endalausum rannsóknum. Sumt er komið í ljós en annað er í skoðun. Eitt er alveg ljóst. Mér hefði farnast betur ef ég hefði farið fyrr.

Umræddum lækni sendi ég hugheilar jólakveðjur, vonandi hefur einhver skorið úr honum "tröllann".

Unga stúlkan sem er læknir minn núna er yndisleg, mannleg og hlý og vill hlusta og skoða sinn sjúkling og hjálpa honum til betra lífs.

En vegna þess að ég talaði um "tröllann" þá er best að sýna ykkur mynd, svona hefur áreiðanlega trölli sem stal jólunum litið út þegar hann var tveggja ára. Þessi er hinsvegar af Hilmari Reyni ömmusinnarstrák sem er flottastur en svipurinn óneitanlega kostulegur.

Myndinni stal ég samviskulaust af vefsvæði dóttur minnar

HilmarReynirtröllabarn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Almáttugur, hvað drengurinn er mikið raþþgat!

Vona að þú fáir mein bóta, Ragga mín, og að nýja árið komi sterkt inn hjá þér með gleði í sál, sinni og útlimum! Kossar og kremjur.

Rannveig Guðmundsdóttir, 22.12.2009 kl. 14:01

2 identicon

Svo mikið krútt strákurinn.Þú minnir mig á að það er búið að kalla mig 3 í sérstaka læknisskoðun.Best að drífa sig og byrja nýtt ár með hreint borð,eða þannig. Góður læknir er virði þyngdar sinnar í gulli.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Krúttið bara yndislegur og ljómandi fagur er hann Hilmar litli

Eins langar mér þó sértstaklega senda þér elsku vina mín jólaknús og óska þér að jólin þín verði fögur og ljúf og eins mun Hjartagullið þitt elsku ljúflingurinn þinn Hilmar sem dvelur í Himnanna sal verða Mömmu sinni við hlið og gefa henni ást og hlýju og eins mun hann gefa þér koss hvern dag sem þú grætur,hvern dag sem þú brosir,hann mun fylgja þér ávallt og hann mun veita þér styrk og trúna um það fallega og það góða sem við eigum í hjarta okkar.....hann vakir með þér og hann mun ávalt elska elsku Mömmu sína

Gleðilega hátíð elsku ljúfa vinkona mín,óska að jólin verði þér góð og ljúf með fjölskyldu þinni og ástinni þinni......knús knús í þitt ljúfa hjarta jólahús og ástarkveðjur frá mér til þín og þinna

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2009 kl. 15:52

4 identicon

Samviskulaus amma svipurinn á ömmukrútti er óborganlegur, svona hafa tröllin litið út um 2ja ára aldurinn

Gott að þú fannst góða konu til að vera læknirinn þinn. Er með eina slíka og færi aldrei aftur til hins kynsins. En það getur orðið manni dýrkeypt að vera hræddur við lækna, það kom í ljós með pabba. Hann var með fingrakreppu sem ég er líklegast að erfa eftir hann og á hvejru vori og hausti kom til hans viðskiptavinur sem var læknir sem sagði honum að láta kíkja á sig. Nei, hann fór ekki fyrr en fingurnir voru orðnir svo krepptir að þumalputtinn var sá eini sem gat gert eitthvað gagn. Þó svo að ég færi með honum norður að láta skera í fingurna þá var það orðið of seint. Fyrir utan að hann fór heldur ekkert eftir því sem læknirinn sagði honum að gera

Farðu vel með þig mín kæra og hlýddu lækninum þínum

Knús og klús 

Kidda (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Haha, ferlegt krútt þessi drengur. Læknar eru sko jafn misjafnir eins og þeir eru margir.  Ég á eina svona uppáhaldslækni (Jóhanna á Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis)  sem nennir að hlusta á mig - sem betur fer.

Knús og krams - er í feikna stuði, en þarf víst að fara að pakka in jólagjöfum!  

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krúttið!! Hann er algjör grallaraspói

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2009 kl. 18:54

7 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegur svipur á krúttinu

Læknar - það er sér kapituli - ekki gaman í vinnunni hjá sumum.

Sigrún Óskars, 22.12.2009 kl. 20:16

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rúsínubolla og grallaraspói.    Einstaklega fallegt barn.

Anna Einarsdóttir, 22.12.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband