Beðið eftir ....
19.12.2009 | 19:48
Godot ? nei ég þekki hann ekki og finnst ólíklegt að hann banki hjá mér, vonandi ekki -er í náttfötunum !
Ekki er ég heldur að bíða eftir jólunum, þau koma hvort sem ég sit hérna eða þarna...koma líka þó ég verði ekki búin að bursta tennurnar í kettinum . Jólin eru nebblega svona uppáþrengjandi fyrirbæri, koma sama hvað. Enda hvernig væri það ef við þyrftum alltaf að bíða eftir að einhver væri búinn að einhverju...það kæmu aldrei jólin !
Ég hef komist að því síðan Skjár einn varð áskriftarstöð að Rúv sýnir helling af skemmtilegum myndum og þáttum...það er nóg fyrir mig. Er sko að tileinka mér nægjusemi !
Enn og aftur fordæmi ég myndbirtingar frá banaslysavettvöngum. Einhverjir þrasa og segja að það sé fyrirbyggjandi...spurning að sýna þá eldri myndir en ekki myndir þess slyss sem var að gerast. Ég var lánsöm í gær, datt ekki í hug að líta á www.dv.is en sú síða var opin niðri í vinnu þegar ég kom þangað. Þar blasti við bíll, við þekkjum vel svona bíl úr vinnunni okkar. Ég er hrædd um að ég hefði orðið miður mín hefði ég ekki getað fengið allar upplýsingar um leið og ég mætti í vinnuna.
Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta, það hafa ekki verið birt nöfn þeirra sem létust.
.....................biðinni er lokið, á þessu fyrirmyndarheimili á að fara að elda kvöldmat...tí híhíhí
Athugasemdir
Ég er sammála þér með myndbirtingar. Þær þjóna engum tilgangi!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2009 kl. 21:02
tók einmitt eftir þessari mynd - ótrúlegt þessar myndbirtingar frá slysum.
Jólin koma hjá mér þótt ég skúri ekki útúr dyrum - er reyndar vön að skúra útúr dyrum þegar ég tek niður jólaskrautið - geri þá allt rosa fínt og kaupi mér blóm.
knús yfir hliðið
Sigrún Óskars, 19.12.2009 kl. 21:44
Ég sá myndina á feisinu og varð alveg bálill. Það er hægt að þekkja sumar bílategundir og þá sem eiga bílana á því. Hélt að DV hefði verið vaxið upp úr þessarri mannvonsku.
Þú kemur eiginlega með réttnefni á jólunum, þau eru soldið uppáþrengjandi stundum Sem betur fer er maður löngu vaxinn upp úr því að þrífa veggi, gólf, gólf, skápa og bara allt sem hægt var að þrífa fyrir jól. Baka 18 sortir og slatta af tertum og svoleiðis vitleysu. Plús svo að sauma jólafötin á strákana. Skil ekki hvernig manni datt þessi vitleysa í hug.Miklu nær að gera alla vega stórhreingerninguna þegar fer að vora.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 23:30
Gleðileg jól Ragga mín.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2009 kl. 01:11
Það birtust engar myndir af slysinu sem pabbi dó í og var ég mjög fegin því. Gleðileg jól, Ragga mín, og farsælt komandi ár.
Helga Magnúsdóttir, 20.12.2009 kl. 17:41
Ótrúlaga sjúkt að birta myndir af slysstað þar sem banaslys verða ,eða myndir almennt af slysum.En það er ekki við öðru að búast af DV.
Ég votta öllum aðstandendum samúð mína.
Hitti þig á morgun
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 00:30
Sammála með myndbirtingar af slysstað, ósmekklegt og algjör óþarfi. En það er satt Ragga mín jólin koma hvernig sem maður er stemdur og jafnvel þó maður geri ekki neitt. Ég er alveg dofin fyrir þessu núna. Ætla bara að leyfa þeim að koma og njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni minni. Skrýtið hvernig hluti af manni virðist vera frosin. En sennilega er það einhverskonar varnarviðbrögð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.