Krákustígar
12.12.2009 | 10:41
Fólk finnur sér margar leiðir úr sínum erfiðleikum. Þið hafið hér fylgst með minni leið. Aðrar mömmur hafa farið aðrar og allt öðruvísi leiðir, leiðir sem eru svo hræðilega endanlegar og sárar fyrir aðstandendur.
Fyrst var ég alveg ringluð, ég var að hugsa um að prufa að drekka vín eða fara í róandi pillur til að reyna að deyfa þennan hræðilega sársauka. Ég þrábað Guð um að taka mig strax, ekki láta mig lifa berandi þessa sorg. En hér er ég enn. Allt of oft er ég hér þjökuð og ósátt, tel dagana niður í að ég verði laus héðan og losni við sorgina.
Samt hef ég ferðast óralangt frá upphafinu. Upphafið er bara svo skelfilega þungur kross.
Það skulum við muna, þungur kross.
Athugasemdir
Mundu að lífið skiptist í tímabil. Allir þurfa að þreyja nokkra harða vetur, vilji þeir upplifa dýrðlegustu sumrin. Gleymdu aldrei að veturnir vara ekki til eilífðar.
Úr bókinni: Uppgötvaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn, eftir Robin S. Sharma.
Anna Einarsdóttir, 12.12.2009 kl. 11:32
Ég er alveg sammála Önnu þar er eins og það komi slæm karma og svo allt í einu birtir til og við fáum nokkur góð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2009 kl. 17:31
Sæl Ragga mín.
Mikið skil ég þig vel en þú átt fjölskyldu sem bæri ennþá meiri sorg ef þú færir líka.
Megi almáttugur Guð umvefja þig og lækna sárin þín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 23:24
Kærar þakkir en ástæða þessarar hugleiðingar er sorg yfir móður, sorgmæddri móður sem lifði ekki sinn missi af. Guð veri með henni og hennar fólki.
Ragnheiður , 12.12.2009 kl. 23:30
Sæl Ragga mín.
Nú nýlega dó kona á fimmtugsaldri úr krabbameini frá fullt af börnum. Þvílík sorg fyrir börnin og einnig fyrir foreldra og systkini konunnar.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 23:36
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2009 kl. 00:23
Ég þakka fyrir að þú ert ekki "dottin í það" Ragga mín, þú ert svo stórfín edrú!
Ég óska þess að góðir og yndislegir englar komi og létti undir með þér, taki undir krossinn og hjálpi þér í gegnum krákustígana. Risaknús.
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 00:32
Rósa mín , slíkt er alltaf afar þungbært og ég veit að það þekkir þú. Aldan mín var tæplega 35 ára þegar hún lést í vor, frá þremur smátelpum. Skelfilegt alveg
Jóna knús til baka
Jóhanna, ég held að ég og vín hentum ekki í samvistum. Englarnir eru hér. Það veit ég. Risaknús til baka.
Ragnheiður , 13.12.2009 kl. 01:03
Risaknús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 09:51
Sigrún Óskars, 13.12.2009 kl. 11:40
Einmitt Ragga mín, blessuð börnin að þurfa að læra að fóta sig án móður. Tala af reynslu það var erfitt og það merkti lífið mitt.
Ég vona að það sé haldið vel utanum börnin hennar Öldu og einnig utan um börn konunnar sem ég skrifaði um hér fyrir ofan.
Megi Guð almáttugur varðveita þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2009 kl. 12:39
Eins og skrifað fyrir mig .Ég tel líka niður þangað til ég hitti minn strák.Ég bað Guð um að taka mig líka,oft.Ég er líka hér enn og get ekki annað.Ég og áfengi áttum einu sinni samleið en ekki lengur,svo sá (ó)kostur er ekki í boði.Veit hvað þú ert að hugsa um,ungur bróðir og sonur stendur einn eftir.Í dag er ég sterkari eins og þú.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 13:01
Guðrún unnur þórsdóttir, 13.12.2009 kl. 21:46
Valdís Skúladóttir, 14.12.2009 kl. 02:17
Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2009 kl. 03:28
Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2009 kl. 09:07
Elsku Ragnheiður mín ég hef nú verið beggja megin við borðið. Og verð að segja að það sem þú gafst af þér í þínum þyngstu krossum, er heilmikið sem ég hef nýtt mér við að bera minn þunga kross. Það er nefnilega svo að við erum í reun og veru hópdýr. Og bara vitneskjan um að við séum ekki ein, og að við séum að feta stíga sem aðrir hafa gengið á undan okkur, léttir leiðina á einhvern undarnlega hátt sem ég kann ekki að útskýra. Og ég tek inn á mig þegar ég sé foreldra hreinlega gefast upp á tilverunni, þegar höggið kemur. En takk fyrir allan stuðningin þinn við mig beint og líka þennan sem þú hefur gefið mér í gegnum hugleiðingar þínar og skrif gegnum þessa mánuði. Ég veit að jólin okkar verða öðruvísi jól. En það þýðir ekki að þau geti ekki verið með hljóðlátri gleði yfir barnslegri tilhlökkun þeirra sem eru í kring um okkur. Og kærleikur þeirra sem í kring um okkur eru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 11:38
Takk Ásthildur mín fyrir þetta, ég skil hvað þú átt við. Við erum einmitt hópsálir
Ragnheiður , 17.12.2009 kl. 17:31
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2009 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.