Birna og ég

erum góðar vinkonur, við eigum sameiginlega þessa reynslu að hafa fylgt syni til grafar. Báðar áttum við syni sem tóku pláss í tilverunni, á sitt hvort háttinn samt...báðir elskulegir synir mæðra sinna

Reynslan hefur breytt mér- heilmikið. Nú verður einhver hissa en þessi reynsla hefur breytt mér til hins betra. Ég er mun umburðarlyndari en ég var og ég lít lífið talsvert öðrum augum. Í stað þess að horfa sífellt á það sem ég hef misst þá reyni ég að horfa svolítið glöð fram á veg. Himmi er alltaf með í för...hann flutti bara í hjarta mömmu sinnar og annarra ástvina .. fór bara ekkert lengra en það.

Flesta daga er ég glöð og kát, ég hef aldrei verið mjög þung eða forn í skapi sem betur fer. Ekki þar fyrir, ég hef alveg getað orðið rosalega reið...áreiðanlega ferlega ósanngjörn og leiðinleg..hlutaðeigendur eru beðnir opinberlega velvirðingar á því.

Það rann upp fyrir mér ljós um daginn...

ég hef átt við ýmsa bresti að stríða- misjafna þó. Eitt hefur verið slæmt, ég hef tekið afskaplega nærri mér gagnrýni og aðfinnslur. Mér tekst að brjóta sjálfa mig alveg niður og einföld og eðlileg aðfinnsla getur orðið að mikilli kvöl og vanlíðan sem ég bý til sjálf í höfðinu á mér. Undanfarið hefur verið átak gegn einelti og ég hef hlustað á fólk segja frá, ég hef hinsvegar sjaldan heyrt talað um langtímaafleiðingarnar en þær eru meðal annars þessar. Gagnlegt væri ef þið gætuð komið með fleira sem þið hafið heyrt um sem þjakar þá sem eru eftirlifendur eineltis..

 

Í dag ætla ég að brosa- svolítið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert ljúf og það er Birna líka, sjálfsagt finnst sumum skrítið að dauði ástvinar geri mann betri, en það er nú staðreynd, þ.e.a.s. ef maður nýtur sér reynsluna til góðs.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: lady

það er eins og þú hafir verið að skrifa um mig og minn son,,,,en gaman væri að hitta ykkur við tækifæri,kannski eftir jólin,en sjáumst bara til ,ég er eitthvað svo brotin og ósátt við allt saman,en tek eitt skref í einu,,,er að byrja vinna aðra hvora helgi ,það treyfir hugan ,hafðu það gott elsku Ragga mín

lady, 3.11.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: lady

það er gaman að skoða myndirna þína og af Himma þínum,núna ætl a ég að fara skrifa nafnið sonar míns Einar Már en ekki alltaf sona rmíns,ég vil halda nafninu áfram

lady, 3.11.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Ragnheiður

Ólöf mín, þetta tekur nokkuð langan tíma og hann verðum við að gefa okkur ..

Knús á þig elskuleg

Ragnheiður , 3.11.2009 kl. 22:35

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2009 kl. 00:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert yndisleg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2009 kl. 08:51

7 identicon

Það er hreinlega eins og ég sé að gera mér grein fyrir því fyrst núna að ég hefði getað verið í ykkar sporum í maí 2007 þegar minn overdósaði og var á leið inn í ljósið.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:13

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Einu sinni var mér sagt að ég hefði um tvennt að velja - að brjóta niður eða að byggja upp. Ég geri sitt á hvað því miður.

Mér finnst þú vera í uppbyggingunni. Það er allavega alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þú átt svo skemmtilegan orðaforða og húmorinn er aldrei langt undan.

Knús og bros yfir

Sigrún Óskars, 4.11.2009 kl. 14:28

9 Smámynd: Inga María

já umburðarlyndi væri gott að allur fæddust með ..og að fordómar hyrfu í skuggann yfir gleðinni að allt líf hefur merkingu...tilgang þó það sé oft ekki sjáanlegt í eugnablikinu..

kveðja frá konunni sem gengur í garðinum til að fá ró....og frið

Inga María, 4.11.2009 kl. 23:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Ragga mín.  það er gott að sjá þig á svona góðu róli.  Ég hef fylgst með þér alla leið, og reyndar löngu áður á Málefnunum.  Það er gott að finna að þetta lagast og maður getur verið glaður.  Ég finn að ég hef verið mjög heppin með hvað allir eru mér góðir bæði hér og svo fólkið í bænum mínum.  Ótrúlega fallegt og sálarhreinsandi.  Ég var reyndar að horfa á mynd af Júlla mínum áðan, sem sonur hans hafði tekið og saumað utanum, og svo saumað allskonar spor í þennan efnisramma.  Og svo var hann að útskýra hvað sporin sem hann saumaði þýddu.  Það var svo fallegt.  En ég stóð þarna og saknaði drengsins míns svo mikið og fann til að fá ekki að hitta hann hér.  En eins og þú segir hann er í hjarta mínu og verður þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:32

11 identicon

kvitt fyrir innlitið Ragga mín...

held að maður bara ósjálfrátt hugsi öðruvísi eftir að hafa misst ástvin...hlutirnir fara að skipta öðruvísi máli og maður leggur áherslu á aðra hluti en áður...ég spyr mig oft á dag að því þegar ég er að spá í hitt og þetta hvort það raunverulega skipti máli í lífinu og hvort það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af eða stressa sig yfir...það er fólkið sjálft sem skiptir máli..alveg sama í hvaða stöðu það...það kenndi mér líka roooosalega mikið að vinna á geðdeild..það breytti held ég hugsunarhætti mínum og viðhorfi langmest..eða meira svona opnaði augu mín fyrir hinum ýmsustu hlutum.. sem ég hafði bara ekki hugmynd um að væri til eða væri jafn alvarlegt og raun bara vitni.

skrif ykkar sterku kvenna ætti að vera skyldulesning fyrir alla;)

 bestu kveðjur og knús í hús að norðan :*

Dísa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:14

12 identicon

Þú ert bara best Ragga mín.Þessi missir breytir manni (mér og öllum í okkar sporum).Hugsanagangur og forgangsröð breytast.Ég er líka viðkvæm á sama sviði en það er að breytast.Þökk sé þeirri aðstoð sem ég fékk eftir að Haukur minn dó.Ég þakka þér og öllum sem hafa staðið við bakið á mér án þess að dæma hvert orð eða hverja hegðun .Heldur faðmað mig og umborið og gefið mér tíma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:59

13 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar fyrir frábær innlegg.

Inga María, þinn maður alveg frábærlega flottur í sjónvarpinu í kvöld

Hjartans knús til ykkar allra elsku vinkonurnar mínar

Já og ef einhver spáir í hver ég er/var á Málefnunum þá notaði ég nafnið Húsamús þar :)

Ragnheiður , 5.11.2009 kl. 20:33

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert bara frábær!

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 22:20

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

..og Birna líka, auðvitað.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 22:20

16 identicon

Takk Jóhanna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 13:30

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þið eruð allar frábærar sem hafa staðið af ykkur þær raunir sem þið hafið lent i. Held að ég myndi aldrei ná mér ef ég yrði fyrir því sama.

Helga Magnúsdóttir, 8.11.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband