saumsprettur

eru umhugsunarefni dagsins með smá kettlingsívafi

Saumavélin mín er að hrekkja mig, ég nota hana til að sauma upp í lopapeysur áður en ég klippi þær sundur og eins og lög gera ráð fyrir verður saumurinn að vera góður og halda. Eitthvað hefur vélin verið að taka smá feilspor og fór í yfirhalningu. Vélin er álíka gömul og ég...mamma heitin átti hana. Hún er í stórum skáp sem var voða mikil mubla á þeim tíma og þótti svakalega flott. Skápurinn er ágætur, hann er aðeins farinn að verða snjáður enda notaði mamma vélina mikið. Mamma dó 2002 og vélin kom til mín á þessu ári, hafði lítið sem ekkert verið notuð...

Steinar kom heim áðan með saumsprettu. Hann fór í aðrar buxur og svo með vélina í viðgerð. Hann var í sparibuxunum. ,,ha" sagði ég,, afhverju ertu í sparibuxunum ?" Ég er ekkert í því að skipta mér af því í hverju hann er hehe...

Minn kall varð vandræðalegur í framan og sagði ; ég á engar aðrar...!

Þá mundi ég það, ég er búin að vera að reyna að reka hann á 2 fyrir 1 í fatabúðum síðan í fyrra. Hann hefur greinilega ekki nennt. Finnst ykkur að ég eigi að fara með honum ?

Nei, hann hlýtur að fara þegar það fer að trekkja vel í kringum "vininn"...fyrr virðist hann ekki fatta að hann er orðinn fatalaus...þessi elska.

Mér er að batna en það gerist hægt. Þetta átti ekki skylt við svínaflensu og ég á hana þá eftir. Nema þetta hafi verið svínó light ?

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°kettlingasaga°°°°°°°°°°°°°°°°

Hann komst í gær upp á vegg milli húsanna og þóttist flottastur. Í dag fór hann upp, beit í laufblað á trénu, bisaðist með það niður og inn í eldhús. Ég er sko flottasti kettlingurinn skín úr hróðugu smáandlitinu. Hann lærir nýtt orðið daglega og hann er að stóreflast í að vilja fá kjass og knús, sækir orðið í að vera hjá manni og malar þá fyrir allan peninginn.

Hann er frábær, hann Tumi minn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg saga af Tuma þínum.  Mér finnst að þú ættir að fara með Steinar þinn í bæinn og hjálpa honum að "skjóta" svona tvær buxur, þeir eiga svo erfitt með að versla þessar elskur.  Knús á þig   og btw, þessi flensa kemur og fer eins og skrattinn, ég er t.d. mikið veikari í dag heldur en í fyrradag, passaðu þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

O hvað ég skil Steinar vel.  Það er ekkert gaman í búðum.  Hann er samt líklega tilneyddur ef hann á engar brækur.  Segðu honum bara að hann þurfi að spjara sig.

Anna Einarsdóttir, 27.10.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já ég segi honum að spjara sig...mér finnst líka ógó leiðinlegt í búðum..við lítum út eins og fátæklingar haha. Peysan sem ég er í núna er áreiðanlega rúmlega þrítug og slitin eftir því.

Takk fyrir komuna stelpur - við rífum Moggabloggið upp í rólegheitum, lið fyrir lið, blogg fyrir blogg

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 16:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, við rífum þetta sko upp með jákvæðni og gleði.  ekkert væl hér á bæ.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er með góða hugmynd! Þú prjónar á hann buxur. Þegar hann svo vill ekki fara í þeim út - og það gerist, trúðu mér - ÞÁ fer hann í búð og kaupir tvennar ;)

Hvað er Tumi litli gamall?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 20:42

6 identicon

Minns köttur er lítið skárri en tígrisdýrið þitt, leyfði honum að koma í gæsapartýið í bílskúrnum um helgina og hann komst hálfur inn -og flúði, leist ekki meira en svo á þessa ofvaxta þresti!

Kveðja til karlanna!

Fríða T (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:44

7 Smámynd: Ragnheiður

Ásdís nákvæmlega

Hrönn,gæti virkað.Tuminn er fæddur 16 júní s.l. Hann er rétt rúmlega 4ra mánaða

hehehe Fríða, ég er ekki hissa...

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ok... hann er alveg á svipuðum aldri og Ósómi litli ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 21:04

9 Smámynd: Ragnheiður

Já ég sá það af þínum lýsingum, þroskinn svo svipaður...yndislegir strákar alveg

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 21:16

10 Smámynd: Sifjan

Ohhh þessir Tumalingar eru bara yndislegir.  Ég á einn lítinn Tuma hann er 5 ára leikskólastrákur, greindur með dæmigerða einhverfu og er ljósið í lífi mínu. 

Hefur kennt mér ótrúlega margt síðan hann fæddist og við þroskumst og lærum á hvort annað með hverjum deginum.  

Sifjan, 27.10.2009 kl. 22:57

11 identicon

Hæ Ragnheiður mín... takk fyrir allar fallegu kveðjurnar á bloggið mitt... þú getur ekki ímyndað þér hvað þær ylja mér oft... bæði á góðum og slæmum tímum :)  Verð að hrósa þér fyrir peysurnar... vá.. þær eru æðislegar og auðsjáanlega vandað til verks á þínum bæ !!  Ég veit ekki hvað er í gangi með saumavélar.. ég var að sækja mína í viðgerð í gær og í seinustu viku sótti ég vél fyrir vinkonu mína... við erum sennilega ALLT OF myndarlegar hahahaha ....   kærleiksknús til þín....

P.S. Skottið mitt fer á Krísuvík á morgun :))))))))))

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 28.10.2009 kl. 00:35

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Skemmtileg færsla. Blessaður Steinar á orðið ekki buxur að fara í. Held þú verðir að fara með honum í búð svo hann fari nú ekki að ganga um á nærunum úti. Á hann ekki að mæta á fund hjá Jóhönnu sig í næstu viku? Bara grín.

Ábyggilega flott saumavél. Það var heldur betur lagt meira í vélar hér áður fyrr. þær dugðu betur en þetta drasl sem er verið að selja okkur í dag.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:48

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að Tuma blessuðum. 

Sennilega ættir þú að fara með Steinari í búð og kaupa með honum buxur, minn er svona líka.  Kaupir sér aldrei föt sjálfur.   Ég þarf alltaf að koma með.  Samt veit hann alveg hvað hann vill þessi elska.  En er bara svona ósjálfstæður í fatakaupum.  Knús á þig elskuleg.

P.S. vonandi kemst saumavélin í lag, þetta virðist eðal saumamaskína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 09:12

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman að heyra af Tuma. Kettlingar eru með því yndislegasta sem til er. Ég hef aldrei á ævinni prófað að sauma á saumavél og er því pass í þeirri umræðu.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2009 kl. 19:36

16 Smámynd: Brattur

Þetta með Steinar og sparibuxurnar minnir mig á manninn sem gékk alltaf í síðum frakka innandyra... af því að það var gat á rassinum  á buxunum hans...

Brattur, 29.10.2009 kl. 23:08

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góð konudýr buxna eigendur sína upp, án þeirra mátunarmætíngar...

Tuminn er krúzí.

Steingrímur Helgason, 30.10.2009 kl. 00:07

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Brattur þekkir mjööööög skrýtið fólk... með einni undantekningu.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 23:49

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er ég þá ekkert skrýtin ? 

Anna Einarsdóttir, 31.10.2009 kl. 01:11

20 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 31.10.2009 kl. 02:03

21 Smámynd: Ragnheiður

Anna , gengur Brattur í frakkanum inni ?

Takk fyrir skemmtileg innlegg öll

Ragnheiður , 2.11.2009 kl. 00:45

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Ragnheiður.

Brattur á brækur. 

Anna Einarsdóttir, 2.11.2009 kl. 07:57

23 Smámynd: Sigrún Óskars

ég skil Steinar mjög vel - það er svo leiðinlegt að máta buxur.

Sigrún Óskars, 2.11.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband