Nýtt skref tekið
25.10.2009 | 19:17
eftir þennan langa tíma sem liðinn er þá ákvað ég að koma fötum Hilmars í notkun með einni og aðeins einni undantekningu. Peysan sem fannst í bílnum hans Himma fór í skápinn hans. Hún var með Himmalyktinni- svona smurolíu eitthvað....þeir sem þekktu Himma vita sko hvað ég á við.
Sporin eru kannski ekki stór sem tekin eru og ekki er beinlínis hratt farið heldur. En farið samt...
Ég svaf framyfir klukkan eitt í dag. Dormaði síðast með ofsalega góðan kettling sem malaði mikið. Hann er ótrúlega yndislegt dýr ...ég er heppin að eiga hann.
Honum þóttist hann flottastur í dag þegar hann náði að komast upp á girðinguna milli húsanna...sá þóttist stór.
Svo lenti hann í svaka klandri í dag. Hilmar Reynir sætasti kom og tosaði í skottið hans...Tumi hvæsti og hvæsti en klóraði ekki. Ég tók kettling og setti hann í búrinu upp á borð og lokaði. Svo opnaði ég fyrir kettling þegar gestir voru farnir - hann var alsæll þá.
..............farin að batna, prjóna eða fá mér kaffi.
Athugasemdir
Gott - gott Góðir hlutir gerast hægt segir einhversstaðar.
Ég er líka með svona kettlingskríli í fóstri. Hann malar mest þegar hann nær að stinga trýni undir sæng eða í hnésbót..... Hann kom til mín á föstudaginn var, hoppaði upp í kjöltu mína þar sem ég sat fyrir framan sjónvarpið og malaði og vildi láta strjúka sér. Þetta var í fyrsta sinn sem hann leitar eftir því að fyrra bragði - ég var snortin að ég sat eins og límd fyrir framan sjónvarpið - þótt ekkert væri í því - og gældi við skinnið.
Ég skil ekkert í því hverjum datt í hug að kalla hann Ósóma....... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2009 kl. 19:27
Þegar dóttir mín rökstuddi ósk sína um hund á heimilið fyrir nokkrum árum, sagði hún; Það er sannað að á heimilum þar sem dýr eru, er meiri ást og hlýja.
Og þið eruð svo ljómandi hlýjar og ástúðlegar, Ragnheiður og Hrönn.
Hún hefur örugglega haft rétt fyrir sér, stelpan.
Anna Einarsdóttir, 25.10.2009 kl. 19:52
Hahahha Anna. Ég þyrfti að fá þetta skriflegt til að hafa á borðinu hjá mér ;)
....Ég vil líka að það komi skýrt fram að það var kettlingurinn sem malaði - ég sat bara
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2009 kl. 20:00
Einhver sagði að ekkert illt þrifist í kringum dýrin, kannski er það satt og rétt. Ég er gömul "hundamamma" en á ekkert dýr núna - fæ mér örugglega hund þegar fer að hægjast um hjá mér aftur og ég þarf ekki að vera að heiman nálægt 10 tímum á dag.
Þú ert dugleg Ragga mín.
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 23:09
Sæl Ragga mín
Þú ert dugleg að taka þessa ákvörðun. Skemmtileg lýsing af Tuma.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2009 kl. 23:26
Hrönn nákvæmlega, svipaður þroski. Þeir eru að læra að klapp og knús er gott og eiga greinilega auðveldara með það en við viljum viðurkenna að bræða okkur alveg. Minn liggur og horfir framan í mig með hálflokuðum augum, alger ástaraugu....ég myndi vaða eld og brennistein fyrir hann en ekki segja honum það. Ég þræti hehe
Já takk Anna, það sést á okkur þremur hérna- afskaplega góðar kellingar og haldi einhver öðru fram þá er það skilmysingur !
Já Jóhanna mín , skil þig og takk
Takk Rósa mín, ég held að hann sé ekki langt frá mér
Ragnheiður , 25.10.2009 kl. 23:32
Dýrin ekkar eru alltaf gleðigjafar, með örfáum undantekningum. Allar þrjár kisurnar mínar eru yndislegar, hver á sinn hátt og hundurinn er vinur allra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2009 kl. 01:19
Knús ljósið mitt og takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 10:16
Haukur minn átti ekki mikið,kistill einn með dóti sem hann sankaði að sér sína stuttu æfi og ein taska með fötum.Það hefur minkað í kistlinum,en fötin ósnert.Kem mér ekki til að gera neitt við þau.Þú ert dugleg,batinn kemur hægt og sígandi.Allt hefur sinn rétta tíma.Ég er ekki hissa á mali kisuunga hjá ykkur Hrönn eins yndislegar og þið eruð.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 10:45
Dýrin gefa manni mikið og þau eru fljót að komast upp á dekrið, ég sagði við minn í gær þar sem hann lá upp í sófa hjá afa sínum, kyssa ömmu, nei þá lagðist hann endilangur og ég átti að klóra honum, og auðvitað gerði ég það.
En þú ert dugleg Ragga mín.
Kærleik sendi ég þér
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 07:45
A mínu heimili hefur verið köttur ca 20ár. Pabbi bað mig um að passa einn kettlinginn þegar þau fóru til útlanda. Hann vissi alveg hvað hann var að gera með því því Skotta fór aldrei til hans aftur. Núna er sonur hennar hjá okkur en ég hugsa að frekar gæti ég lifað án katta en hunda. Skil bara ekki í því að hafa ekki fengið mér hund fyrir lögu síðan. Núna vil ég fá annan hund. Tínan mín á að fá að eignast hvolpa með vorinu þá verðum við mömmur saman.
Þú ert dugleg að byrja að losa þig við fötin hans, ekki viss um að ég gæti það ef ég væri í þínum sporum
KNús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.