Sit og horfi á þingumræðu *viðbót neðst
22.10.2009 | 15:38
og er illt í hausnum, eitthvað flensukríli hefur viljað sitja hjá mér síðan um helgina. Þetta er svona tilraunaútgáfa, ekki mjög slæm en þreytandi. Sérstaklega er birtufælnin þreytandi og af þeim sökum verður þetta blogg líklega ekki langt.
Ólína Þorvarðardóttir ,áður bloggvinur minn en nú flóttamaður á eyjunni eða einhversstaðar, var að enda við að hundskamma framsóknarformanninn...og það var löngu tímabært. En hinsvegar á fólk auðvitað að tala almennilega á þinginu. Þingforsetar virðast hafa fengið kvörtun í morgun um að frammíköll trufluðu þá sem heima sitja og eru að horfa, það er alveg satt. Annað truflar okkur líka, þegar þingmenn snúa sér til hliðar þannig að hljóðneminn er kominn til hliðar við þá. Þá heyrist ekki heldur almennilega.
Hver hringdi og kvartaði ?
Va sa sú ?
Hérna er linkur á þennan dóm gegn þessum manni sem misnotaði smábarnið dóttur sína. Við erum aftarlega á merinni hvað varðar mansal, það kom fram í fréttum áðan.
Athugasemdir
Viltu knús ?
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2009 kl. 16:25
Sæl og blessuð
Ég vona að þú farir að hressast.
Var Ólína byrjuð að blogga á eyjunni líka?
Ég hringdi ekki því ég var ekki að horfa á Alþingismenn eyða tíma þjóðarinnar í raus og ekki neitt. Vil fara að sjá aðgerðir til að bjarga heimilum þessa lands en heimilin bíða og bíða á meðan ESB og Icesave umræðan hefur átt sér stað og á meðan safnast og safnast upp skuldir.
Skjaldborg um heimilin hvað?
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 17:30
Jamm... mér leiðist að lesa blogg á eyjunni eða dv. Kannski bara af því að ég kann ekki almennilega á þau svæði? Ég veit það svosem ekki.... veit bara að mér leiðist þau svæði og nenni sjaldan þangað inn!
Vertu nú endilega frekar guði sýnileg ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2009 kl. 17:58
Að vera falin Guði er ekki meint að maður sé ekki sýnilegur.
Takk fyrir sneiðina.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 18:01
ég fæ bara í magann að lesa þennan dóm - þvílíkur viðbjóður.
Farðu vel með þig
Sigrún Óskars, 22.10.2009 kl. 21:22
Ég geri það Sigrún mín, kvartaði nokkuð ungur maður undan mér í nótt sem leið ? Hann bankaði hjá mér og fann ekki nr. 5. Ég yfirheyrði hann alveg um erindi og nafn viðkomandi sem hann ætlaði að heimsækja...svo sagði ég honum hvar nr fimm er ...hehe Keli bilaðist alveg, hann er ekki vanur því að einhver banki á þessum tíma
Ragnheiður , 22.10.2009 kl. 21:50
En kæra Ragnheiður, hingað kom enginn s.l nótt enda eigum við ekki von á ungum mönnum á nóttunni.
Hver var þetta eiginlega? Og hvern ætlaði hann að heimsækja?
Sigrún Óskars, 23.10.2009 kl. 06:38
Ég viðurkenni að ég hef látið pólitíkina alveg eiga sig undanfarið. Hún lónir samt þarna og er hvað sem tautar og raular. En einhvernveginn skiptir hún minna máli en áður. Ég ætla að lifa þetta af, hvernig sem ég fer að því. Þegar þú talar um að einhver hafi kvartað yfir frammíköllum og slíkt. Þá líður mér eins og þetta sé leikhús en ekki bláköld alvaran. Er það rétt sem Birgitta sagði einhverntímann, að þeir höguðu sér eins og leikarar á sviði, með allskonar tilbrigðum og tilheyrandi, en væru svo að hlæja og dáðst að sjálfum sér og hver öðrum eftir á.
Seinna málið er hræðilegt, og við erum ekki bara aftarlega á merinni, ég held að við séum flækt aftast í taglið á henni og dinglum þar bara og vitum ekki hvernig við eigum að komast upp á hrossið.
Knús á þig og takk fyrir mig. Ég svaf betur í nótt en marga aðra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 08:44
Dómurinn yfir þessum manni en svívirðilega lítill, ævilangt fangelsi væri nær lagi og þá meina ég ævilangt þar til hann kveður þennan heim. Get orðið svo reið þegar ég les svona fáranlega dóma og illsku þessarra ógeðsmanna. Mín vegna mætti grafa neðanjarðarfangelsi og geyma svona menn þar og henda lyklinum
Pólítíkina nenni ég ekki að fylgja með, nema í fréttum. Meiriparturinn af þessu liði sem þjóðin kaus yfir sig eru að missa allt niður um sig.
Vona að þér fari að batna af þessarii flensu Ertu með svínið?
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.