Hvar er Lilja?

og hvað er hennar varamaður að gera ?

Getur það virkilega verið að þingmaðurinn sé að kalla inn fyrir sig varamann til að þurfa ekki að skrifa undir eitthvað sem henni hugnast ekki ?

Til að geta síðar sagt að hún hafi ekki samþykkt Icesave ?

Að mér læðist illur grunur en ég ætla að halda í þá von að ég sé bara orðin taugaveikluð af þessu máli og að þetta verði allt í lagi- nei svo bjartsýn er ég nú ekki

Viðbót !

Ég er með ágætar taugar -sjá hér

Rosalega finnst mér þetta lélegt- til hvers heldur fólk að það sé kosið á þing eiginlega?

Nú finnst mér ég hafa kastað mínu atkvæði á glæ


mbl.is Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki áfellst Lilju.  Hún er í svakalegri stöðu.  Eins og allir reyndar en þetta mál er að kljúfa þjóðina í herðar niður.

Verst að þeir sem gerðu þetta mögulegt, þ.e. svindlið hrópa nú hæst.

Eins og ábyrgð þeirra á málinu sé horfin í djúpið og þeir endurfæddir.

Andskotans fyrirkomulag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum stjórnarinnar en svona vinnubrögð vil ég ekki sjá..þetta eru hrossakaup !

Ragnheiður , 22.7.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún kemur til með að greiða atkvæði gegn þessu í þinginu hlýtur að vera.

Annars er ég hætt að botna í nokkrum sköpuðum hlut í pólitíkinni lengur.

Svei mér þá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt tóm helv´... steypa, burt með Icesave og það strax, VG og S vita sko ekkert hvað þeir eru að gera, það veit enginn hvað er að ske því miður. Annars ljúf og góð kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 19:40

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vorkenni Lilju, hún hljópst undan merkjum.  Hvernig ætli kjósendum hennar líði?  Þeir hljóta að vera svekktir.  Mér fannst mitt fólk allavega standa sig vel í síðustu viku, öll nema Þráinn sem hugsar ekki um framtíðina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:55

6 identicon

 ætla ekki að byrja að tjá mig um þetta bull.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:06

7 Smámynd: Sigrún Óskars

ég skil heldur ekkert í þessu - en hún Lilja rökstuddi mál sitt - sem ég skildi heldur ekki.

Sigrún Óskars, 23.7.2009 kl. 20:54

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér finnst þetta alveg ótrúlega hallærislegt. Skjóta sér undan því að taka afstöðu  í svona mikilvægu máli er bara óverjandi.

Helga Magnúsdóttir, 23.7.2009 kl. 22:05

9 identicon

 Hver veit hvað er að brjótast um í höfðinu á þessu glæpaliði öllu, þeir sem ekki hafa setið í fangelsi ættu að vera í fangelsi, já og hinir líka.

 Mér finnst ég ekki hafa orðið vör við svo sem eitt sannleikskorn hjá þessu liði og ekki tekur betra við þegar að þjóðin við erum ekkert betri.

 Svo vitlaus erum við talin vera, að ekki er þorandi að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðsl.

Úaa og oj bara.

Knús

egvania (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:53

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og  ekta ljúfar kveðjur í þitt fagra hjartahús................:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.7.2009 kl. 21:02

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nenni ekki að ræða þetta mál er orðin fullsödd af þessu öllu saman bara rugl allt saman.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2009 kl. 13:51

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt að sitja á þingi með ótal loforð á bakinu, og sitja svo hjá.  Svei því bara.  Það ætti að banna hjásetu í svona alvarlegum málum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband