fór í reisu
19.7.2009 | 01:01
og þvældist víða um Reykjanes...skoðuðum hverasvæðið í Krýsuvík en þorðum ekki að hleypa Kelmundi þar út . Ég stakk alveg í stúf við túristana, þeir allir með hneppt upp að eyrum en ég í pilsi og stuttermabol . Löbbuðum stóran hring þarna og ég fékk fullt nef og munn af hveralykt, kostaði mörg opal.
Kíktum á kirkjuna í Krísuvík. Skrapp inn í hana og prófaði að standa í prédikunarstól, afar vinaleg kirkja. Einungis 2 leiði merkt utan við kirkjuna en ég hef grun um að við höfum verið hrasandi um hinar grafirnar. Ég leit af Kela í augnablik og þegar ég leit á hann aftur þá hafði hann lyft afturfæti við legstað sýslumanns sem þarna hefur hvílt sig í rúma öld. Keli þó ! ég vona þó að sýslumaður hafi ekki mikið móðgast við afhæfi hundasnans....þarna er líka hann Sveinn listmálari, grafinn 1997. Hann á líka altaristöfluna sem er þarna . Á altari liggur gestabók en ég gat ekki skrifað í hana, hafði engan penna. Þarna var líka grænn pollur , Grænipollur. Ekki tiltakanlega grænn eins og er samt.
Skoðuðum okkur um í Grindavík og trufluðum fólk þar í sjoppu. Fórum svo að Reykjanesvita og Reykjanesvirkjun. Kelmundur var ansi glannalegur á bjargbrúninni. Renndum í gegnum Hafnirnar og skoðuðum þar gamlar slóðir.
Ókum svo Keflavíkurveginn heim.
Ferðalagið tók okkur samt 3 tíma.
Athugasemdir
Það er fallegt á Reykjanesinu, ég fór í berjamó í Krísuvík í fyrra svo skoðuðum við hverasvæðið. Ég þorði ekki að taka hundinn minn út úr bílnum við hverasvæðið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2009 kl. 02:48
Þetta hefur verið skemmtileg ferð og Keli velur nú ekki slæma staði til að spræna á. hahah
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.7.2009 kl. 16:52
Gaman að þessu, landið okkar er svo yndislegt. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 21:50
Ég var á þessum slóðum í dag! Ég rúllaði afskaplega rólega í gegnum Hafnirnar! Alveg dolfallin! Áttirðu heima þarna?
Ferðalagið tók mig....sex tíma
Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 23:07
...fann samt hvergi Krísuvíkurbjarg!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 23:08
Guðrún unnur þórsdóttir, 19.7.2009 kl. 23:42
Bjó einusinni í Höfnunum sko..sá að húsið sem ég bjó í er autt en fann það ekki á sölulista hjá mbl.is..langaði sko að skoða það að innan hehe
Þú byrjaðir lengra frá Hrönn hehehe...
takk fyrir innlit...
sýslumannspissarinn er alveg uppgefinn og sofnaður og best að húsmóðir sofi með honum bara.
Ragnheiður , 20.7.2009 kl. 01:18
Iss bara að pissa þar sem manni er mál, hver er munurinn Jón eða séra Jón.
Gott að þú áttir góðan dag.
Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 01:48
Mér var sagt að þrjú hús væru til sölu í Höfnum. Ásamt Junkaragerði! Öll nýuppgerð eða verið að laga og bæta! Gæti alveg hugsað mér að búa þarna.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 11:23
Djö yrðum við flottar þarna saman Hrönn !
Það er satt Ásgerður, bara spræna á næsta sýslumann hehe
Ragnheiður , 20.7.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.